Leita í fréttum mbl.is

Er flokksfólk áhugalaust um prófkjör?

Fréttamenn flytja þær fréttir í síbylju að flokksfólk í prófkjörsflokkunum sýni prófkjörum lítinn áhuga. Þannig er sagt að einungis fjórðungur flokksmanna Vinstri grænna hafi kosið í Reykjavík og þriðjungur Sjálfstæðismanna í sömu kjördæmum. Síðan er lagt út af þessu með mismunandi hætti en í öllum tilvikum gleyma fréttamennirnir hvað raunverulega er um að ræða.

Flokksskrárnar eru rangar. Fólk er ekki tekið af skrá þó það sé jafnvel komið í aðra flokka ef það hefur einhverntíma skráð sig í viðkomandi flokk. Sjaldnast eru innheimt árgjöld, en sé það gert þá eru þeir sem ekki borga áfram skráðir í flokkinn og á kjörskrá.  

Þegar stjórnmálaflokkarnir voru settir á framfæri almennings  þá gættu flokksfélögin þess að strika engan út nema hann beinlínis krefðist þess, vegna þess að völd og áhrif byggjast á skráðum fjölda félaga, en ekki raunverulegum. Þannig fær félag fleiri kjörna á flokksþing eða Landsfund á grundvelli þessara draugaskráninga. Raunveruleg þáttaka flokksfólks í prófkjöri er sennilega um 85% af raunverulegu flokksfólki.

Þessi atriði skipta prófkjörsflokkana tiltölulega litlu máli þar sem eiginlegt flokksstarf hefur að stórum hluta vikið fyrir prófkjörsbaráttu. Málefnastarf í stjórnmálaflokki skiptir litlu máli í prófkjörum þar sem það er venjulegast unnið í kyrrþey og telur ekki í prófkjörum. Þessa sjást glögg merki í undanförnum prófkjörum þar sem frambjóðendur leggja aðaláherslu á hvaða sæti þeir vilja og persónulega eiginleika, en ekki á pólitík.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Púnkturinn er perzónukjör.

Steingrímur Helgason, 26.11.2012 kl. 23:11

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sérstaklega áhugavert að skoða samantekt Óla Björns Kárasonar á T24.is um þátttöku í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins. Kemur í ljós að þátttakan er svipuð á áður.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 27.11.2012 kl. 01:19

3 Smámynd: Jón Magnússon

Já alla vega að hluta Steingrímur. Mér finnst írska kerfið og það þýzka mjög athyglisvert í því sambandi.

Jón Magnússon, 27.11.2012 kl. 16:40

4 Smámynd: Jón Magnússon

Sammála því Sigurður.  Þáttakan var að vísu meiri þegar byrjað var hér í Reykjavík. Mig minnir að það hafi verið um 11.000 sem kusu í fyrstu tveim prófkjörunum en færri við prófkjör til borgarstjórnar. En síðan fór það fljótlega minnkandi og á sama tíma hafa flokkarnir líka dregist saman þó flokksskrárnar sýni annað.

Jón Magnússon, 27.11.2012 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 27
  • Sl. sólarhring: 65
  • Sl. viku: 1688
  • Frá upphafi: 2291578

Annað

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 1515
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband