Leita í fréttum mbl.is

Sí-gjaldţrota ríkisbankar

Eftir bankahruniđ urđu margir til ađ halda ţví fram ađ vandamáliđ vćri einkavćđing bankanna. Ríkisbankar fara ekki á hausinn sögđu ţessir spekingar. Stađreyndirnar segja raunar annađ.

Ríkiđ rekur tvćr fjármálastofnanir sem ítrekađ komast í ţrot og fá peninga frá skattgreiđendum til ađ komast hjá gjaldţroti. Önnur ţessara bankastofnana er Byggđasjóđur sem hefur veriđ í stöđugu gjaldţroti um áratuga skeiđ. Ekki árlegu en ţví sem nćst.

Hin bankastofnunin er nú Íbúđalánasjóđur sem ţarfnast ţess enn og aftur ađ skattgreiđendur leggi bankanum til fé til ađ hann komist hjá gjaldţroti.

Ţađ ţarf mikla snilld til ađ reka Íbúđalánasjóđ lóđbeint til andskotans eins og ágćtur fyrrum bankastjóri hefđi orđađ ţađ.  Íbúđalánasjóđur ćtti í dag ađ vera öflugur lánasjóđur međ góđa eiginfjárstöđu. Stađa sjóđsins í dag er hins vegar sú ađ hann ţarf nú árlegt milljarđa framlag úr ríkissjóđi.

Talsmenn ríkisvćđingar fjármálalífsins og "spekingar" í spillingu sumra,  ćttu líka ađ gaumgćfa ađ öll vondu einkennin, agaleysiđ og spillingin voru til stađar í ţeim bönkum sem ríkiđ seldi upp úr aldamótum fyrir einkavćđingu ţeirra.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur Haraldsson

Bankakerfiđ er rusl hjá okkur og líki ég ţví viđ mafíu sem er alls ekki fjarri lagi miđađ viđ bruđl, sukk og ofurlaun sem stjórnendur hafa og hafa haft einnig er kerfiđ allt of stórt fyrir okkar litla land ţar sem nćrri tugur stofnana geta lánađ hverjum sem er hvađa upphćđ sem er án veđa eđa ábyggđar ţví ţćr vita ađ ríkiđ mun bjarga ţeim ef illa fer og ábyggđ stjórnenda engin bara taka viđ launum sem er ekkert annađ en ţýfi og hlćja svo ađ okkur sem ţurfum ađ borga ekki bara lánin heldur afskriftirnar sem einkavinir og sér valin fyrirtćki fá án rannsóknar!

Sigurđur Haraldsson, 28.11.2012 kl. 14:17

2 Smámynd: Kristján Sigurđur Kristjánsson

Er ţađ ekki vertryggingin sem rekir Íls. núna í gjaldţrot?

Kristján Sigurđur Kristjánsson, 28.11.2012 kl. 17:48

3 Smámynd: Jón Magnússon

Ríkiđ getur ekki bjargađ miklu núna sýnist mér Sigurđur nema taka ţađ ađ láni annađ hvort hjá framtíđinni eđa gamla fólkinu.

Jón Magnússon, 28.11.2012 kl. 20:50

4 Smámynd: Jón Magnússon

Ef eitthvađ vćri ţá ćtti verđtryggingin ađ hafa hjálpađ Íls af ţví ađ hvergi í okkar heimshluta eru lán eins dýr og hér. En ţađ dugar greinilega ekki til. Sérkennilegt.

Jón Magnússon, 28.11.2012 kl. 20:51

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Eignarhaldiđ virtist ekki skipta máli ţegar bankarnir voru seldir fyrir áratug. Fram ađ ţví var tekin ákvörđun um ćđstu stöđur í ţeim í innstu hringjum flokkanna og spillingin eftir ţví.

Síđan gátu menn ekki hćtt heldur bćttu í međ einkavina/flokkspólitísku sölunni ţegar bankarnir voru seldir međ ţví ađ bćta enn í spillinguna svo ađ fjandinn, sem áđur hafđi veriđ laus, varđ nú trylltur.

Ţetta virđist vera eins og náttúrulögmál í okkar litla landi.

Ómar Ragnarsson, 29.11.2012 kl. 00:14

6 Smámynd: Jón Magnússon

Hvađ gerđist ţá á Írlandi, Bretlandi og Bandaríkjunum Ómar? Var ţađ sama máliđ og sama orsakasamhengiđ? Eina flokkspólitíska salan var sennilega ţegar Halldór Ásgrímsson heimtađi ađ Búnađarbankinn vćri seldur međ öđrum hćtti en vilji annarra var varđandi einkavćđingu bankanna.  Ekki gleyma ađ Sjálfstćđisflokkurinn vildi selja bankana ţannig ađ ţađ vćri dreift eignarhald á bönkunum. Ţađ gekk  hins vegar ekki ţví miđur.  Fjandinn trylltist ţví miđur allsstađar í okkar heimshluta eftir 2002 og fram yfir bankahrun Ómar.  Ţađ er náttúrulögmál ţegar ófullkomiđ fólk fćr ađ vinna án nauđsynlegs ađhalds međ peninga annarra.

Jón Magnússon, 29.11.2012 kl. 16:16

7 Smámynd: Elle_

´Ríkisvćđing fjármálalífsins´ er snilldarlega orđađ, Jón.  Já, ţađ er ţađ sem hinir svokölluđu jafnađarmenn (andskotans - PallVill) standa fyrir.  Ţađ er ţađ eina sem stendur eftir af ţeirra ömurlegu stjórn, eyđsla og skuldir gegn ríkissjóđi fyrir fjármálamenn og samt komust ţeir ekki upp međ ICESAVE.

Elle_, 29.11.2012 kl. 21:44

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 50
  • Sl. sólarhring: 61
  • Sl. viku: 1711
  • Frá upphafi: 2291601

Annađ

  • Innlit í dag: 46
  • Innlit sl. viku: 1536
  • Gestir í dag: 42
  • IP-tölur í dag: 41

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband