Leita í fréttum mbl.is

Ólafur Ragnar fordæmir Níðhögg

Níðhöggur var ormurinn nefndur sem nagaði rætur Yggdrasils, lífsins tré í Ásatrú.

Gordon Brown var  Níðhöggur þegar hann vó að fullveldi og afkomu Íslands í kjölfar bankahrunsins. Ólafur Ragnar Grímsson Forseti lýðveldisins á þakkir skildar fyrir að fordæma Níðhögginn Gordon Brown. Slík fordæming hefði átt að koma strax og Bretar beittu hryðjuverkalögum gagnvart Íslandi.

Við Guðni Ágústsson höfum nýlega vakið á því athygli í tveim greinum í Morgunblaðinu, að Bretar beittu hryðjuverkalögunum án þess að hafa nokkrar forsendur til þess og hafa aldrei getað komið með réttlætingu á þeirri aðför að frjálsu fullvalda bandalagsríki. Við vöktum líka athygli á nauðsyn þess að slíta stjórnmálasambandi við Breta í kjölfar þessarar aðfarar og taka málið upp á vettvangi NATO og Sameinuðu þjóðanna og gera bótakröfu á hendur Bretum fyrir þessa tilhæfulausu aðför að Íslandi.

Nú hefur Forseti lýðveldisins réttilega vakið athygli á ábyrgð Gordon Brown og á hann miklar þakkir skildar fyrir að gera það að þessu ómenni viðstöddu. Í kjölfar réttmætrar og skörulegrar málafylgju Forsetans ber þinginu að samþykkja að krefjast réttmætra bóta vegna þess níðhöggsins sem Níðhöggur Brown og félagar hans beittu Ísland þegar verst stóð á.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Herra Ólafur Ragnar Grímsson hefur verið sá eini sem hefur talað fyrir íslenzkum málstað erlendis, ekki hafa ráðherrar núverandi Ríkistjórnar gert það.

Ráðherrar núverandi Ríkisstjórnar hafa látið hafa eftir sér niðurníðslu á íslenzkum gjaldmiðli og hefur það gengið svo langt að erlendir menn hafa kallað ráðherra illum nöfnum.

Katrín Júlíjusdóttir er síðasta dæmi um þetta; í viðtali with blaðamann ef ég man rétt WSJ, níðurníðir íslenzka gjaldmiðilin og fær ekki góðar athugasemdir frá erlendum lesendum viðtalsins.

Skoski eineygði óvætturinn Gordon Brown frá Glasgow hefur aldrei fyrirgefið íslendingum fyrir þorskastíðin og kom hann hefndum á Ísland með því að setja á hryðjuverkalögin.

MEGI SKÖMM GORDON BROWN LIFA UM ALDUR OG ÆFI.

Kveðja frá Saudi Arabíu

Jóhann Kristinsson, 24.1.2013 kl. 10:36

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

    Það er þarft að taka undir þetta mál, eins ómerkileg og frammistaða stjórnvalda var á sínum tíma og er enn.  Þakka þér Jón Magnússon.

 

Hrólfur Þ Hraundal, 24.1.2013 kl. 12:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 15
  • Sl. sólarhring: 69
  • Sl. viku: 1676
  • Frá upphafi: 2291566

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 1504
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband