Leita í fréttum mbl.is

Flórinn hans Steingríms J. og Jóhönnu.

Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon dæsa mæðulega og andvarpa þegar þau eru spurð erfiðra spurninga af fjölmiðlum og svara síðan staðlað "Já en það varð hrun" og "Við þurftum að moka flórinn eftir Íhaldið og Framsóknarflokkinn"

Staðreyndin er nú samt sú að hér urðu helstu viðskiptabankarnir gjaldþrota, en þjóðfélagið hélt áfram vegna neyðarlaganna og réttra viðbragða og vinnubragða.  Þannig tókst að afstýra hruni. Flórinn sem þau vitna í hefur aldrei verið skilgreindur. En hvað skilja þau Jóhanna og Steingrímur eftir sig.

Seðlabankinn keypti nýlega evrur á gjaldeyrisútboði á 233 krónur. Opinbera gengið var þá 167 krónur. Gengi krónunnar er því skráð um 30-40% of hátt.

Kaupmætti er haldið uppi með falskri gengisskráningu.

Verðbólga hefur verið viðvarandi allt kjörtímabilið og fer nú vaxandi.

Heildarskuldir ríkisins eru yfir 1500 milljarðar auk 500 milljarða króna skuldbindingar vegna lífeyrisréttinda og Íbúðalánasjóðs.  Hver á að takast á við vanda 2 þúsund milljarða skulda ríkisins?

Vaxtakostnaður ríkisins er 90 milljarðar á ári eða andvirði helmings verðmætis fiskafla úr sjó við Ísland árlega. Hver á að takast á við þann vanda og leysa hann.

Seðlabankastjóri lýsir því yfir að Íbúðalánasjóður sé í raun gjaldþrota hver á að takast á við það.

Vandi skuldsettra heimila vegna verðtryggingarránsins er algjörlega óleystur hver á að leysa það.

Jóhanna og Steingrímur hafa ekki mokað neinn flór. Þau hafa því tafið þá uppbyggingu sem var hafin þegar Samfylkingin ákvað að gera byltingu með VG í janúar 2009 til að tryggja sér völd og aukin áhrif. 

 Það þarf kjark, dugnað og áræði til að takast á við þau vandamál sem þetta ólánsfólk skilur eftir sig og það verður ekki létt verk að hreinsa þá rotþró.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Jukust ekki skuldir Ríkissjóðs um 400 miljónir á 4 ára starfsferli núverandi Ríkisstjórnar?

Það þarf góða Ríkisstjórn að reka Ríkið til að bæta ekki við skuldir Ríkissjóðs og JóGríma var auðsjáanlega ekki góð Ríkisstjórn.

Vonandi verður (F) í næstu Ríkisstjórn, það er skýr stefna þeirra um afnám verðtryggingar á húsnæðislánum.

Kveðja frá London Gatwick.

Jóhann Kristinsson, 26.2.2013 kl. 10:21

2 identicon

Ríkisstjórnin hælir sér af því að atvinnuleysi hafi minnkað.  Þrátt fyrir að atvinnuleysisprósentan hafi lækkað þá hefur störfum ekki fjölgað. Fólki hefur verið ýtt úr landi, í skóla og á framfærslu sveitafélaganna. Frábær frammistaða!  Þá er hagvöxtur minni (1,8-2%)en spáð (2,4-2,8%) var miklu minni en þau markmið sem voru sett í áætlun Alþjóða gjaldeyrissjóðsins (rúmlega 4%)  og miklu miklu minni en aðstæðurnar buðu upp á( góð 6%). Fjögur ár glataðra tækifæra.

Ps. Hvernig stendur á því að fjölmiðlar leyfa forráðamönnum þessarar ríkisstjórnar hvað eftir annað að halda því fram að mikill árangur hafi náðst í atvinnumálum því atvinnuleysið hafi minnkað? Afhverju eru þeir ekki spurðir út fjölgun starfa?

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 26.2.2013 kl. 13:43

3 Smámynd: Ólafur Unnarson

Held bara að það breytir engu hverjir eiga að moka flórinn,þeir kunna það ekki,það verður sama ruglið áfram,bankarnir fóru á hausin og afhverju eru þeir enn að?Seðlabankinn fór á hausinn afhverju er hann enn til? Ég var með viðskipti  við Spron,hann datt út og ekki var ég spurður hvort ég vildi KB banka (þá ) Landsbanka eða Íslandsbanka, allt í einu var ég komin í KB án minnar vitundar,við fáum og höfum ekkert val,það er bara verið að bjarga þeim sem stela mest,útrásavíkingar hér og þar ganga enn lausir og ekkert verður gert og mistök að kjósa BB hann er sagður einn af hinum,segi bara svona .

Ólafur Unnarson, 26.2.2013 kl. 17:08

4 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það er alveg merkileg þessi árátta ykkar Sjálstæðisfmanna að reyna að afneita hruninu. Hér fóru allir bankarnir á hauisinn og lánstraustið fór ofan í kjallara. Það var rétt með herkjum að það tókst að tryggja gjaleyri til að flytja inn nauðsynjavörur þar með talin lyf og olía á fiskiskipaflotann og landbúnaðartæki. Neyðarlaögin tryggðu það ekki þó þau hafi vissulega hjálpað til. Hér varð hrun sem er með því versta sem átt hefur sér stað í heiminum.

Þetta hrun varð vegna stjórnarstefnu ríkisstjórnar Sjálstæðisflokks og Framsóknarflokks undir stjórn Davíðs Oddsonar og Halldórs Ásgrímssonar.

Til að koma í veg fyrir enn verra hrun meðal annars vegna mikilla eigna erlendra aðila hér á landi sem ekki vilja hafa þær hér lengur var nauðsynlegt að setja á gjaleryirshöft sem síðan þarf að vinda ofan af þegar betur árar.

Verðbólgan var um 20% þegar núverandi ríkisstjórn tók við en er núna um 4% og fátt bendir til að hún fari hækkandi.

Skuldir ríkisins eru að mestu til komnar vegna afleiðinga hrunsins og þess gríðarlega tekjutaps sem það olli ríkissjóði auk gjalþrots Seðlabankans undir stjórn hins gjörsamlega óhæfa Seðlabankastjóra Davíðs Oddsonar. Einnig hefur ríkissjóður þurft að skuldetja sig til að reisa við fjármálakerfið svo hægt væri að tryggja atvinnulífinju aðgang að lánsfé og koma þannig í veg fyrir enn meira hrun.

Hallarekstur á ríkissjóði var 216 milljarðar þegar núverandi ríkisstjórn tókvið en ste3fnir í að verða innan við 10 milljarðar í ár og ef við fáum hæfa ríksistjórn eftir kostninar það er ríksstjórn án Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks þá stefnir í að ríkissjóður verði rekin með afgangi á næsta ári þrátt fyrir 90 milljarða króna vaxtakostnað sem lenti á honum vegna hrunsins.

Vandi Íbúðalánasjóðs er til komin vegna hrunsins og fáránlegra breytibnga sem gerð var á honum árið 2005 í ríkisstjórnartíð Sjálfstæðiflokks og Framsóknarflokks. Þann flór er núverandi ríkisstjórn að moka.

Vandi heimilanna er fyrst og fremst til komin vegna afleiðinga hrunsins og hefur ríkisstjólrnin framkvæmt margar aðgerðir sem hafa hjálpað þúsundum heimila úr vanda og gert stöðu tugþúsunda heimila bærilegri. Þeir sem hafa haldið að hægt væri að leysa á fjórum árum þann gríðarlega vanda sem hrunið olli heimilunum með ríkissóð nærri gjaldþrota eru ekki í jarðsambandi.

Atvinnuleysi er hér helmingi minna en það var þegar ríkisstórnin tók við og með því minsta sem gerist í okkar heimshluta.

 Það er því ekki nokkur spurning að hér hefur náðst gríðarlegur árangur þó enn sé langt í land. Ef við fáum hæfa ríksstjórn það er ríkisstjórn án Sjálsftæðisflokks og Framsóknarfloksk eftir kosningar þá munum við ná landi innan tíðar.

Þjóðin hefur ekki efni á að fá Sjálsftæðiflokk og Framsóknarflokka aftur til valda. Stjórnarstefna þeirra kostaði okkur of mikið síðast og hún hefur ekkert breyst.

Sigurður M Grétarsson, 26.2.2013 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 920
  • Sl. viku: 2391
  • Frá upphafi: 2293942

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 2172
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband