Leita í fréttum mbl.is

Nektin og neyðin.

Neyðin kennir naktri konu að spinna, segir gamalt máltæki. Lýðræðisvaktin sem vill troða upp á þjóðina ónýtri stjórnarskrá, hefur endurhannað þetta orðtæki og birt nektarmynd af ásjálegasta frambjóðanda sínum undir kjörorðinu "Allt fyrir frægðina jafnvel að koma nakinn fram" eins og Egill Ólafsson frambjóðandi flokksins söng með sinni fallegu hljómmiklu rödd í myndinni "Með allt á hreinu".

Eini frambjóðandi Lýðræðisvaktarinnar sem hefur verið til sýnis fram að birtingu nektarmyndarinnar, hefur verið Þorvaldur Gylfason, klæddur í skósíða úlpu með hatt að hætti kúreka norðursins. Í hvert skipti sem Þorvaldur hefur birst þannig hefur fylgið hrunið.  Hönnunarsmiðir flokksins hafa því talið rétt að grípa til örþrifaráða.

Enn eru nokkrir dagar til kosninga og vonandi hafa hönnunarfræðingar Lýðræðisvaktarinnar ekki látið sér detta í hug, að reyna að auka fylgið við flokkinn með því að birta nektarmyndir af vaktstjóra flokksins. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá er hætt við að Þorvaldur vaktstjóri særi meir fegurðarskyn landsmanna nakinn en í ljótu mussunni með hattinn.

Ef til vill  er þó  allt hey í harðindum eins og segir í öðru gömlu máltæki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 92
  • Sl. sólarhring: 846
  • Sl. viku: 2478
  • Frá upphafi: 2294029

Annað

  • Innlit í dag: 87
  • Innlit sl. viku: 2254
  • Gestir í dag: 87
  • IP-tölur í dag: 87

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband