Leita í fréttum mbl.is

Áskorun á menntamálaráðherra

Sú ákvörðun stjórnenda Verslunarskóla Íslands, að stytta stúdentsnám um eitt ár er áskorun á menntamálaráðherra að láta hendur standa fram úr ermum varðandi þau sjónarmið sem hann hefur sett fram sem stefnumörkun í þeim málum.

Það er fráleitt að íslenskt námsfólk skuli útskrifast stúdentar tveim árum síðar en ungt fólk á hinum Norðurlöndunum, Bretlandi og Þýskalandi svo dæmi séu tekin. Íslenskt námsfólk er ekki verr gefið eða seinþroskaðra en ungt fólk í nágrannalöndunum þannig að það er kerfisvilla sem veldur þessu.

Þegar búið verður að koma á þeirri nauðsynlegu kerfisbreytingu að fólk verði almennt stúdentar 18 ára að aldri þá sparar það gríðarlega fjármuni bæði fyrir einstaklinga og ríkið. Það má líka rökfæra það að brotthvarf frá námi muni þá minnka verulega. Fólk væri þá að koma út í atvinnulífið með háskólapróf 23-24 ára.

Takist menntamálaráðherra að koma þessum breytingum í kring að stytta stúdentsnámið um tvö ár þá hefur hann unnið þrekvirki og full ástæða að skora á hann að láta hendur standa fram úr ermum hvað þetta varðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 29
  • Sl. sólarhring: 73
  • Sl. viku: 882
  • Frá upphafi: 2291648

Annað

  • Innlit í dag: 28
  • Innlit sl. viku: 780
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband