Leita í fréttum mbl.is

Valdarán og lýđrćđi

Ráđamönnum í Bandaríkjunum, Bretlandi og Frakklandi er svo umhugađ ađ koma á lýđrćđi ađ ţessi lönd eitt eđa fleiri hafa á undanförnum árum stađiđ fyrir eđa stutt ađ stjórnendum vćri velt úr sessi í Írak, Afganistan, Líbýu og Egyptaland. Ekkert lýđrćđi er í raun í neinu ţessara landa í dag.

Á sínum tíma hröktu Bretar svokallađa stjórn hvíta minnihlutans undir forustu Ian Smith frá völdum í Rhodesíu, sem nú heitir Zimbabwe. Ţá voru haldnar kosningar og ţar sigrađi uppreisnarforingi Robert Mugabe ađ nafni sem setiđ hefur viđ völd síđan eđa rúm 30 ár og kosningar í landinu veriđ meira upp á grín en raunveruleiki. Hert harđstjórn tók viđ undir formerkjum lýđrćđis og Vesturlönd fögnuđu.

Ţegar Mubarak hafđi veriđ hrakinn frá völdum í Egyptalandi og Morsi frá Múslimska brćđralaginu kjörinn forseti međ litlum meiri hluta atkvćđa, tók Morsi strax til viđ ađ koma á stefnu múslimska brćđralagsins, Sharia lögum, ţrengja réttindi kvenna og ýmissa minnihlutahópa ţ.á.m. kristinna Kopta. Menntafólkiđ sem studdi uppreisnina gegn Mubarak snérist fljótlega gegn Morsi og sá ađ ţađ var kominn nýr einrćđisherra í stađ Mubarak. Ástandiđ hafđi ekki batnađ. En Vesturlönd mótmćltu og kröfđust ţess ađ Morsi yrđi settur í embćtti. 

Svo virđist sem ráđamönnum á ţessum vesturlöndum sjáist yfir ađ lýđrćđi er ekki bara fólgiđ í kosningum einu sinni. Lýđrćđi ţýđir svo mikiđ meira t.d. ađ almenn mannréttindi séu virt, réttindi minni hluta og reynt verđi ađ ná málamiđlun um mikilvćgustu ţjóđfélagsmál sé ţess kostur. Fólkiđ í ţessum löndum er ekki sérstaklega ađ kalla á lýđrćđi. Ţađ er ađ kalla á öryggi, atvinnu og lífsafkomu. 

Einu sinni átti ég ţess kost ađ hlusta á erindi manns sem hafđi veriđ varakonungur, sendiherra o.sfr.v. í mörgum löndum í mismunandi heimsálfum á blómatíma breska heimsveldisins. Hann sagđi ađ virkasta lýđrćđiđ sem í raun hefđi veriđ komiđ á í fyrrum nýlendum Breta á ţeim tíma vćri í Tanganćka ţar sem aldrei vćru kosningar en ćttflokkarnir vćru svo margir og tiltölulega jafnstórir ađ ćttbálkahöfđingjarnir mynduđu ţjóđarráđiđ eins konar Alţingi og ţađ hefđi gefiđ góđa raun. Hann gaf ađ öđru leyti lítiđ fyrir lýđrćđiđ í fyrrum breskum nýlendum og möguleika vestrćnna ţjóđa til ađ koma sínu stjórnarfari til gerólíkra landa ţar sem menn skorti skilning á innviđum samfélagsins.

Mikiđ vćri gott ef ţeir Obama, Cameron og Hollande skođuđu heimssöguna, berđust fyrir almennum mannréttindum en léti ólíkar ţjóđir og siđmenningu ţeirra ađ öđru leyti í friđi.  Ţeir gćtu t.d. byrjađ á ađ skođa ađ hvergi er fleira fjölmiđlafólk og stjórnarandstćđingar í fangelsum í svokölluđu lýđrćđislandi en Tyrklandi Erdogans.  Skyldi einhver forustumađur vestrćnna ţjóđa gera athugasemd viđ ţađ?  


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Mars 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 550
  • Sl. sólarhring: 903
  • Sl. viku: 6294
  • Frá upphafi: 2278045

Annađ

  • Innlit í dag: 500
  • Innlit sl. viku: 5806
  • Gestir í dag: 482
  • IP-tölur í dag: 468

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband