Leita í fréttum mbl.is

Syndir feðranna

Afleiðinar rangra ákvarðana koma iðulega ekki fram fyrr en áratugum eftir að þær eru teknar.  

 Opinberuð hafa verið skjöl sem sýna fram á skipulagningu CIA og bresku leyniþjónustunnar í valdaráni  hluta Íranska hersins og síðar keisara Íran gegn lýðræðislega kjörnum stjórnvöldum. Afleiðingar þessarar röngu ákvörðunar komu fyrst í ljós rúmum tveim áratugum síðar.   Mohammad Mossaddeq sem þá var forsætisráðherra og forustumaður lýðræðissinna í landinu var hnepptur í stofufangelsi og var haldið föngnum til dauðadags 14 árum síðar án dóms og laga.

Skipulagning og stjórn valdaránsins fór fram í bandaríska sendiráðinu í Teheran og barnabarn Theodore Roosevelt Bandaríkjaforseta var lykilmaður CIA á vettvangi og stjórnaði aðgerðum. Truman Bandaríkjaforseti var vinveittur Mossaddeq og hafnaði því að gripið yrði til aðgerða gegn honum. Hann var að því leyti framsýnni en eftirmaður hans hershöfðinginn Eisenhower.

Bretar nýttu olíulindir í Íran og greiddu nánast ekkert fyrir það. Mossadegh þjóðnýtti olíulindirnar í þágu írönsku þjóðarinnar. Það var meira en alþjóðlega olíuauðvaldið og Bretar gátu þolað. Lýðræðissinnarnir í Íran treystu á að Bandaríkin mundu veita þeim lán og kaupa olíu frá Íran. Truman stjórnin reyndi að miðla málum og var jákvæð lýðræðisöflunum. En bandarísk olíufyrirtæki stóðu síðar að viðskiptabanni á Íranska olíu ásamt öðrum stórum olíufyrirtækjum. Svo langt gekk barátta olíuauðvaldsins að beitt var m.a. hafnbanni og fallbyssubátum.

Barátta Mosaddeq fyrri sjálfstæði Íran og gegn alþjóðlega olíuauðvaldinu sem og aðgerðir Bandaríkjanna og Breta til að hrekja hann frá völdum hefur gert hann að frelsishetju Íran. Mossaddeq var ákveðinn lýðræðissinni og nokkru fyrr og á hans tíma fór fram mikil hugmyndafræðileg þróun og umræður Shia múslima í Íran. Í framhaldi af valdaráninu var komið í veg fyrir lýðræðisþróun í landinu. Trúarlegir harðlínumenn tóku völdin meðal andspyrnumanna og náðu þeim síðan með valdatöku Khomenis 1973 þá var áfram girt fyrir lýðræðisþróun í landinu.

Afleiðingar valdaráns Breta og Bandaríkjamanna í Íran kom í veg fyrir jákvæða lýðræðislega og trúfræðilega þróun í Íran. Íran væri líklega helsti bandamaður Bandaríkjanna í dag hefðu Bandaríkjamenn ekki brugðist lýðræðishugsjóninni á örlagastundu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sömu aðilar og komu Saddam til valda. Frakkar og síðar Bandaríkjamenn voru kyndilberar skoðana- og einstaklingsfrelsis. Kannski mun í framtíðinni sannast að "þeir fyrstu verði síðastir og þeir síðustu fyrstir"?

Íslendingar ættu að hugleiða að þeir munu í framtíðinni eiga ærin og brýnni verkefni að verja gríðarstóra efnahagslögsögu sína, áður en þeir taka fleiri skyldur á herðar t.d. í Írak og Afganistan.

Sigurður Þórðarson, 21.8.2013 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 478
  • Sl. sólarhring: 1349
  • Sl. viku: 6123
  • Frá upphafi: 2276761

Annað

  • Innlit í dag: 454
  • Innlit sl. viku: 5692
  • Gestir í dag: 445
  • IP-tölur í dag: 440

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband