Leita í fréttum mbl.is

Obama forseti kærður

Í gær horfði ég á klukkutíma viðtal í norska sjónvarpinu við Edward Snowden.  Snowden kom vel fyrir, yfirvegaður og klár. Hann sagði að Rússland hefði ekki verið draumalandið heldur það eina sem hann hefði fengið að komast til en hann hafi sótt um landvist í mörgum Evrópuríkjum en vildi ekki nefna önnur en Þýskaland, Bretland og Frakkland. Hann fékk hvergi inni. Hann sagðist tilbúinn til að koma fyrir dóm í Bandaríkjunum við almennan dómstól en ekki fyrir herdómstól.

Uppljóstranir Snowden hafa upplýst marga um snautlegt og löglaust framferði þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna sem njósnar m.a. um þjóðhöfðingja sem eru í góðu vinfengi við Bandaríkin. Þá sagði Snowden að þarna færu líka fram víðtækar viðskiptanjósnir.

Vegna þessarar lögleysu hefur öldungardeildarþingmaðurinn Rand Paul ákveðið að höfða mál gegn Obama forseta vegna njósna og símhlerana hjá almennum borgurum í Bandaríkjunum.  Paul vill fá hópmálssókn á hendur Obama forseta og þeim opinberu starfsmönnum hjá þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA) fyrir hönd allra Bandaríkjamanna sem njóta símþjónustu.  Rand Paul heldur því fram að framferði Obama og embættismannanna sé brot á stjórnarskrá Bandaríkjanna.

Eftir að upp komst um þessar víðtæku njósnir NSA með óbreyttum almennum borgurum í Bandaríkjunum og víða um heim þá hefur Obama verið óttalega gufulegur varðandi þetta mál raunar eins og önnur.  Hann getur hvorki sýnt fram á nauðsyn víðtækra persónunjósna um venjulegt fólk heima og erlendis og hann gerir  ekki neitt til að koma hlutum í viðunandi horf. Áfram er haldið eins og nánast ekkert hafi ískorist. Því miður virðist þessi einn lélegasti Bandaríkjaforseti frá upphafi vega ekki geta neitt annað en flutt tækifærisræður skammlaust.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Því miður hefur þessi forseti verið að breytast úr "Yes, we can!" -forseta í "no, we can´t!"

Ómar Ragnarsson, 15.2.2014 kl. 02:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 14
  • Sl. sólarhring: 76
  • Sl. viku: 867
  • Frá upphafi: 2291633

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 766
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband