Leita í fréttum mbl.is

Ósigur í öllum tilvikum.

Eitt það versta við  EES samningin er að EES þjóðir eru skuldbundnar til að innleiða meginhluta regluverks Evrópusambandsins og hafa ekkert um það að segja. EES þjóðirnar koma ekki að reglusetningunni á undirbúningsstigi og verða að taka það sem að þeim er rétt. Það hefur verið ein af ástæðum þess að margir hafa talið eðlielgt að ganga til samninga um aðild að Evrópusambandinu.

Nú kemur í ljós að þetta skiptir ekki máli. Stórþjóð eins og Bretar hafa engin áhrif á regluverkið þó þeir séu meðal stærstu Evrópusambandsþjóða. Í 18 ár þegar Bretar hafa greitt atvkæði gegn reglum þá hafa þeir tapað. Samt hafa Bretar 8% heildaratkvæða í Evrópusambandinu en höfðu fyrir 18 árum 17%.  Bretar hafa greitt atkvæði með 95% af regluverki Evrópusambandsins, en í þeim tilvikum þar sem þeir hafa verið andvígir reglusetningu þá hafa þeir tapað þeirri baráttu svo fremi þeim hafi ekki getað nýtt sér neitunarvald sitt.

Óneitanlega spurning hvað það mundi þýða fyrir Ísland værum við í  Evrópusambandinu eða fengjum ásamt EES ríkjum að taka þátt í reglusetningaferlinu.  Miðað við reynslu Breta þá verður að telja upp á að það mundi engu máli skipta. Við yrðum skikkuð hér eftir sem hingað til að samþykkja erkisbiskupsins boðskap frá Brussel og erum ekki í neinni stöðu til að hafa hann að engu.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Jón.

0,8% er það vald sem við fáum innan Evrópuþingsins, eða sex þingfulltrúa og það neitunarvald sem þú ýjar að í þínum pistli mun falla úr gildi næsta haust, þegar ákvæði Lissabonsáttmálans um það atriði tekur gildi. Eftir það verða þau ríki sem hugsa sér að stöðva lagasetningu ESB að tryggja sér atkvæði nógu margra innan ráðherraráðs og framkvæmdastjórnar, að þeir hafi að baki sér 35% íbúa sambandsins.

Það er því ljóst að litlu mun breyta á þessu sviði þó við gengjum í ESB, annað en að fullveldisfórnin verður þá staðfest og alger.

Þegar EES samningurinn var boðaður hér á landi, snemma á síðasta áratug síðustu aldar og samþykktur af Alþingi, var sagt að þessi samningur skerti ekki fullveldi landsins á neinn hátt. Ef komin er upp sú staða að við verðum nauðug að taka þær reglugerðir og lög sem ESB ákveður, er ljóst að það þarf að endurskoða framkvæmd þess samnings.

Gunnar Heiðarsson, 26.3.2014 kl. 09:18

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það var smá skkkja hjá mér, vægið verður víst bara 0,08%

Gunnar Heiðarsson, 26.3.2014 kl. 09:20

3 identicon

Eins og alltaf vænti ég mikils af þínum skrifum en stundum verður maður bara hlessa....

Innan ESB kæmi Ísland að samningum á einstökum lögum og reglum, kæmi sínum sjónarmiðum að, en eins og alltaf í öllum samvinnuverkefnum færð þú ekki allt sem þú villt.....

Að þurfa að kingja 5 % af reglum og lögum sem þú ert andsnúinn er ekki ýkja mikið finst mér, og hvað er það sem bretar setja sig upp á móti ?

Félagsleg réttlætismál, réttindi launþega á vinnumarkaði og svo framvegins ekki satt ?

Finst þessi grein afburða slæm og byggjast á slæmum rökum. 

Arthur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 27.3.2014 kl. 02:12

4 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Sem betur fer er ESB ekki þannig að einstakar þjóðir geti komið í veg fyrir þróun. Það leiðir bara til stöðnunar.

En áhrif þjóða á regluverkið er mest í þeim nefndum sem semja reglurnar. Þar reynir í fæstum tilfellum á atkvæðavægið því það er alltaf hlustað á tillögur með góðum rökum í ESB enda er hér um samstarfsvettvang að ræða en ekki sambandsríki með valdabaráttu. Þær smáþjóðir sem eru í ESB hefur gengið ágætlega að tryggja sína hagsmuni innan ESB.

Svo er það mjög villandi að tala um atkvæðavægið í Evrópuþinginu því það er ekki valdamesta stofnunin. Eina stofnun ESB sem getur lagt fram frumvörp um breytingar eru Leiðtogaráðið og þar eiga allar þjóðir einn fulltrúa óháð stærð.

Tillögur frá þeim fara til Framkvæmdaráðsins þar sem allar þjóðir eiga fulltrúa og þar er unnið í málefnanefndum þar sem þær þjóðir sem hafa mesta hagsmuni í viðkomandi málaflokki hafa sína fulltrúa í mun hærra hlutfalli en í heildina. Þar er tllaga að lagstexta samin.

Þegar þetta hefur gerst fer lagafrumvarpið bæði til Evrópuþinsins og Ráðherraráðsins. Báðar stofnanir þurfa að samþkkja lagatextan til að hann verði að lögum. Í ráðherraráðinu eiga allar þjóðir einn fulltrúa. Þar eru reyndar stærri þjóðirnar með meira vægi en þar þurfa fultrúar tveggj af hverjum þremur þjóðum að samþykkja frumvarpið og einnig þurfa þær að vera fulltrúar frir tvo af hverjum þremur íbúum ESB landa. Þar geta því 4 stærstu þjóðirnar stoppað lagafrumvörp ef þær standa saman en ef það eru minnstu þjóðirnar þá þurfa 10 þeirra að greiða atkvæði á móti. En þó geta smáþjóðirnar þannig stjöðvað lagafrumvörp ef þær standa saman.

Í Evrópuþinginu greiða nánast aldrei allir fulltrúar sömu þjóðar eins atkvæði. Þar fara atkvæði nánast alltaf eftir því hvort um vinstri menn eða hægri menn er að ræða en nánast aldrei eftir því frá hvaða þjóðum þeir koma.

Auk þess starfar Evópuþingið í nefndum og þar er sama upp á teningnum og í Frakvæmdarráðinu að þar fara fulltrúar þjóða að miklu leyti í nefndir eftir þekkingu og hgasmunum og því eru þóðiir með mikla hagsmuni í málaflokkum með marga menn í þeim nefndum.

Það er því mjög villandi að tala um hlutfall þingmanna í Evrópuráðinu þegar verið er að tala um áhrif smáþóða innan ESB. Slíkar tölur gefa mjög skakka mynd af áhrifum þeirra.

Sigurður M Grétarsson, 27.3.2014 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 22
  • Sl. sólarhring: 895
  • Sl. viku: 2408
  • Frá upphafi: 2293959

Annað

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 2189
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband