Leita í fréttum mbl.is

Ef, þá

Ef þú hefur ekki fjármálastarfsemi þá hefur þú ekki kreppu sagði hagfræðingurinn Jón Daníelsson einu sinni, en hann vinnur m.a. við það að uppfræða aðra um hagfræði. Þetta þýðir m.a. að það kemur aldrei til þess að það verði kreppa í Norður Kóreu af því að þar er ekki fjármálakerfi. Semsagt engin kreppa þó fólk hafi það hræðilega skítt.

Samkvæmt þessari kenningu getur verið kreppa í Suður Kóreu með tífalt meiri landframleiðslu og lífsgæði, en í Norður Kóreu af því að í Suður Kóreu er fjármálakerfi en ekki í Norður Kóreu.  

Með sama hætti hafa hagfræðingar fundið út fyrirbrigðið hlutfallslega fátækt.  Miðað við það getur fólk verið hlutfallslega fátækt þó það hafi allt til alls, af því að aðrir í þjóðfélaginu hafa það mjög gott. Vinstri sósíalistinn Stefán Ólafsson prófessor við HÍ hefur t.d. mikið byggt á slíkum pælingum við að fá út þá niðurstöðu, að við höfum það helvíti skítt þó að við höfum það mjög gott.  

Miðað við kenningu Stefáns þá eykst hlutfallseg fátækt í landinu ef fleiri verða ríkir og velmegun eykst ef hærra hlutfall þjóðarinnar hefur það ekki ofurgott.

Skólaspekin á 21.öldinni lætur greinilega ekki frekar að sér hæða en sú sem sligaði hinar myrku miðaldir.  En sem betur fer tekur fólk minna mark á henni núna.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvar sagði hann Jón þetta? Google kannast ekkert við þessi ummæli...

Einar Þór (IP-tala skráð) 19.6.2014 kl. 16:22

2 Smámynd: Jón Magnússon

Í útvarpsviðtali fyrir um það bil hálfu til einu ári.

Jón Magnússon, 19.6.2014 kl. 21:22

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Stefán Ólafsson fann reyndar ekki upp hugtakið "hlutfallsleg fátækt". Þetta er hugtak sem notað er mikið af OECD en er væntanlega ekki upprunið þaðan. Þetta hugtak er ekki ætlað til að meta fátækt beint í alþjóðlegum samanburði eða samanburði milli tímabila í sama landi. Þetta hugtak er ætlað að meta hversu stór hluti tiltekinnar þjóðar getur ekki lifað með sama hætti og aðrir í sama landi og eru í hættu félagslegri eingngrun þess vegna.

Þegar velferð eykst í tilteknum ríkjum þá víkkar út skilgreiningin á því hvað telst til nauðsynja og einnig hvað er eðlilegt að allir geti leyft sér. Það getr hins vegar verið eitthvað sem aðeins ríkt fólk í öðru landi getur leyft sér. Þessi mælikvarði er því notaður í stað þess að meta það á hverjum tíma hvaða gæði skuli bætast við upptalningu á nauðynjum eða þvi sem eðlilegt er að allir geti veitt sér á hverjum tíma.

Hér á landi flokkast það til dæmis undir fátækt að geta ekki veitt sé læknisþjónustu eða tannlæknaþjónustu vegna efnaleysis. Það flokkast líka undir fátækt að geta ekki leyft börnum sínum að stunda íþróttir eða annað tómstundarstarf vegna efnaleysis. Ég hugsa að í meirihluta landa heimsins teljist það lúksus að geta veitt sér eða börnum sínum þetta en ekki fátækt að geta það ekki.

Þetta snýst einfaldlega um það að geta lifað eins og aðrir í sama þjóðfélagi.

Það breytir ekki hlutfalli þeirra sem flokkast undir hlutfallslega fátækt þó ríkt fólk verði ríkara. Það stafar af því að viðmiðið er við miðgildi en ekki meðaltal. Ef hins vegar tekjur millitekjufólks hækka meira en tekjur lágtekjufólks þá er hætt við að þeim fjölgi sem flokkast undir fátæktarmörkum í þessum samanburði. Það má því segja að þetta sé ein af þeim mælingum sem sýna misskiptingu tekna í viðkomandi ríki.

Sigurður M Grétarsson, 19.6.2014 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 81
  • Sl. viku: 1663
  • Frá upphafi: 2291553

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1492
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband