Leita í fréttum mbl.is

Eigi víkja

Eigi víkja var vígorð þeirra sem börðust fyrir sjálfstæði Íslands. Vígorðið vísaði til þess að menn ættu hvergi að hvika þegar hagsmunir íslensku þjóðarinnar væru í húfi. Nú vilja Ólafur Stephensen og Gunnar Bragi Sveinsson fórna íslenskum hagsmunum og vilja hvergi víkja hvað það varðar.

Ritststjóri Fréttablaðsins og utanríkisráðherra bíta í skjaldarrendur og segja að beita beri Rússa refsiaðgerðum jafnvel þó að þeir svari í sömu mynt og hætti að kaupa íslenskar vörur. 

Gagnaðgerðir Rússa ef þeir beita þeim við þvingunaraðgerðum ríkisstjórnar Íslands sem skipta Rússa engu máli, koma til með að kosta okkur nokkra milljarða. Það finnst  Ólafi og Gunnari Braga ásættanlegur fórnarkostnaður í baráttu sinni við vindmyllurnar.

Ritstjórinn og utanríkisráðherrann geta galað eins og hanar á haugi, af því að þeir munu halda áfram að fá launin sín óháð gagnaðgerðum Rússa. Fiskverkafólkið,stjórnendur og eigendur þeirra fyrirtækja sem hafa komið á viðskiptasamböndum við Rússa og ræktað þau taka hins vegar höggið. Sumir missa vinnu og fyrirtæki gætu farið í gjaldþrot.  

Það er auðvelt að kasta steinum úr glerhúsi einkum þegar grjótkastið á móti lendir á öðrum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ótrúlegt hvað Utanríkisráðherra gasprar.Vonandi verður ekki tekið mark á honum.

Magnus Magnusson (IP-tala skráð) 8.8.2014 kl. 15:12

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Það væri hryllilegt ef bægslagangur Utanríkisráðherrans yrði til þess að við þyrftum að fá yfir okkur viðskiptabann frá Rússum vegna þjónkunnar hans við ESB elítuna. Þessi þjónkun utanríkisráðherrans við sjónarmið ESB í Úkraínu deilunni er með endemum !

Gunnlaugur I., 8.8.2014 kl. 15:38

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er auðseð að utanríkisráðherra hefur drukkið yfir sig af ESB mysuni i ferðum sínum til Brussell eins og fyrirrennari hans.

Hvað ættli þeir í Brussell láti i mysuna hjá islenzkum utanrikisraðherrum?

Utanríkisráðherra er kanski of ungur til að muna hverjir komu Íslandi til hjálpar þegar bretar, norðmenn og aðrar evrópuþjoðir settu viðskiptabann a fiskutfluttning fra Íslandi her um árið, þannig að við verðum að fyrirgefa utanríkisráðherra fyrir vanþekkingu sína.

USA er ekki rétta svarið.

Kveðja fra Houston

Jóhann Kristinsson, 8.8.2014 kl. 21:28

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Haldi Gunnar svona áfram má hann fara að víkja.- - - Hafði skrifað athugasemd sem tilkynnti mér að upp hafi komið villa og sendist til umsjónarmans. Enn upplifir maður ehv. nýtt.

Helga Kristjánsdóttir, 8.8.2014 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 43
  • Sl. sólarhring: 861
  • Sl. viku: 2429
  • Frá upphafi: 2293980

Annað

  • Innlit í dag: 42
  • Innlit sl. viku: 2209
  • Gestir í dag: 42
  • IP-tölur í dag: 42

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband