Leita í fréttum mbl.is

Af eintómri göfugmennsku

Formaður læknafélagsins útskýrði fyrir landsmönnum að verkfallsaðgerðir lækna snúist ekki um að þeir fái meiri launahækkanir en aðrir. Þvert á móti snýst deilan um framtíð heilbrigðisþjónustu í landinu. Þetta göfuga markmið kjarabaráttu lækna hefur því ekkert með það að gera að þeir fái 200 þúsund krónum hærri laun á mánuði eins og krafist er heldur sú göfugmennska að efla heilbrigðisþjónustuna.

Með sama hætti lýsti heilbrigðisráðherra því yfir að hann vildi hækka laun lækna, en vissi ekki hvernig og það vildi fjármálaráðherra líka en vissi heldur ekki hvernig. Göfugmennskan væri  allsráðandi á þar sem leitað væri leiða til að efla heilbrigðisþjónustuna eins er meginatriði baráttu læknanna að sögn formanns þeirra.

Fyrst allir aðilar eru fullir göfugmennsku og læknunum er ekki annt um launahækkanir sínar heldur heilbrigðiskerfið eins og ríkisstjórninni þá virðist læknadeilan snúast um úrræðaleysi og hugmyndasneyð þeirra sem fara með þessi mál á báða bóga.

En úr því verður vafalaust leist á grundvelli göfugmennskunnar sér í lagi þegar forustumönnum þjóðar og hagsmunaaðila finnst ástæða til að tala af alvöru í stað þess að halda að það séu að yfirgnæfandi meirihluta fávitar (fyrirgefið má ekki nota setjist í staðinn: rökfræðilega frábrugðnir einstaklingar) sem þeir eru að tala til.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Finndist sniðugra ef fjölgað yrði læknum svo þau þyrftu ekki að vinna svona mikið sem kemur niður á "gæðum vinnunar.".

sveinn ólafsson (IP-tala skráð) 27.10.2014 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 15
  • Sl. sólarhring: 901
  • Sl. viku: 2401
  • Frá upphafi: 2293952

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 2182
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband