Leita í fréttum mbl.is

Kristið fólk þarf vernd.

Á þessu ári hefur kristið fólk orðið fyrir meir en 80% ofsókna gegn trúuðum. Sú tölfræði segir þó ekki allt. Ofsóknir gegn kristnum hafa verið þær alvarlegustu.  Kristið fólk hefur verið drepið, konur seldar í kynlífsánauð og þrælkun. Heilu söfnuðunum hefur verið eytt.

Elstu söfnuðir kristins fólks í Sýrlandi og Írak sem hafa lifað í sátt og samlyndi við umhverfi sitt í hartnær 2000 ár eru nú á flótta eða söfnuðunum verið eytt. Sums staðar hafa karlar og drengir verið drepnir en konur og stúlkur hnepptar í kynlífsþrælkun.  Í þessum löndum er kristið fólk ásamt Yasidum drepið eða selt í ánauð á meðan heimurinn horfir aðgerðarlaus á.

Í jólaboðskap sínum vék Franscis páfi sérstaklega að þessum ofsóknum gegn kristnum og hvatti til virkra aðgerða. Á sama tíma lagði biskupinn yfir Íslandi áherslu á að vinna gegn fordómum gegn öðrum trúarbrögðum með aukinni þekkingu á þeim. Boðskapur biskupsins var beint til kristinna, en ekki minnst á þær ofsóknir sem kristið fólk verður fyrir.

Ofsóknir gegn kristnu fólki eru svo miklar og alvarlegar að jafnvel systurflokkur Samylkingarinnar á Bretlandi, Verkamannaflokknum er nóg boðið. Þeir gagnrýna ríkisstjórn Cameron fyrir að vanrækja þá skyldu sína að bregðast við og koma í veg fyrir trúarlegar ofsóknir og hafa birt tillögur um að vinna gegn trúarofsóknum.

Talsmaður flokksins Douglas Alexander segir að margir stjórnmálamenn bregðist skyldu sinni með því að tala ekki um árásir á kristið fólk og kristni af því að það telji það ekki pólitískt rétt.

Óneitanlega er sú hugsun áleitin að biskupin yfir Íslandi forðist að minnast á ofsóknir gegn kristnu fólki af því að hún telji það ekki pólitískt rétt.

Það er rétt hjá biskupi að meiri hluti þjóðarinnar er kristinn og vill hafa kristin gildi í heiðri. En það þýðir ekki að kristið fólk vilji tilheyra kirkjudeild sem lætur sér ekkert um mannréttindi trúsystkina okkar varða og sneiðir hjá að hafa skoðun á mikilvægustu málum samtímans sem snertir siðferði og kristni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Góður og þarfur pistill hjá þér kæri Jón.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 26.12.2014 kl. 20:13

2 identicon

Við höfum þá misst forystuhlutverk okkar á þessu sviði. En það verður þó að segjast að við vorum góðir kennarar og fyrirmyndir. Og nýfundið siðferði okkar þegar okkar meðölum er beitt gegn okkur er svolítið ótrúverðugt. Það getur verið fúlt að uppskera eins og maður sáir.

Ufsi (IP-tala skráð) 26.12.2014 kl. 23:35

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Gleðileg Jól Jón.

Undirstaða íslenskrar siðvenju er Þjóðkirkjan og það sem hún predikar. Trúi ég öllu sem þar er predikað?

Nei.

Er eitthvað sem Þjóðkirkjan boðar sem gerir fólki illt?

Nei.

Eftir yfir 40 ára ferðalag um hnöttinn, séð og umgengist ýmsa siði þá verð ég að segja að mesta umburðarlyndi gagnvart öðrum siðum er einmitt á Íslandi.

 Nú er Þjóðkirkjan undir daglegum árásum frá öðrum hugsunarhætti og framandi siðum sem hafa fluttst til Íslands undanfarinn 100 ár.

Spurningin hlýtur að koma upp, hversu mikla umburðarlynd á islenzkur almenningur að taka áður en sýður upp í þjóðfélaginu?

Er islenzka þjóðfélagið perfect? Nei siður en svo, en það get sagt að líf hins almenna borgara á Íslandi er mikið betur set heldur en í flestum þjóðfélögum í þessum grimma heimi.

Ég ætla að vona að Biskupan fari að gera eitthvað í þessum, daglegu árásum á þjóðkirkjuna, áður en sýður upp í islenzka þjóðfélaginu.

Tek það fram að ég er ekki trúaður maður og vildi ekki fermast, en var beðinn um að vera ekki fjölskyldunni til skammar, svo að ég fermdist. Siðan hef ég ekki verið, kirkju nema við skirnir, brúðkaup og jarðarfarir.

Gerði það mér eitthvað illt að fermast? Nei. Kanski varð ég að betri manni eftir að vera alinn upp við islenzka kristna siði.

Með kveðju frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 27.12.2014 kl. 03:57

4 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka ykkur fyrir innleggin. Góð hugleiðing Jóhann.

Jón Magnússon, 28.12.2014 kl. 10:51

5 identicon

Astæða er til að vekja athygli á ummælum Agnesar biskups á þá lund að kynna þurfi aðfluttum trú og siði Íslendinga svo að þeir geti áttað sig á þjóðfélaginu sem þeir hafa sest að í. Vitnað er til þessara orða biskups á vefsíðu dv.is. Einhverjir amast við þessu viðhorfi, eins og gengur, en svo undarlega vill til að þeir hinir sömu keppast gjarna við að telja fólki trú um að Íslendingar verði að kynna sér trúarbrögð og venjur aðkomufólksins - og aðlaga sig þeim. Má vissulega segja að hér séu höfð endaskipti á hlutunum, þótt engan veginn beri að draga úr því að nýju fólki í landinu sé mætt með skilningi. Er þá líka miðað við að það virði hér landslög og reglur. Umhyggja í garð þeirra sem hingað hafa hrakist vegna ófriðar og eymdarástands heima fyrir er einnig í anda kristilegs kærleika og gilda sem við viljum að móti íslenskt þjóðfélag í sem ríkustum mæli.

Ólafur Egilsson (IP-tala skráð) 28.12.2014 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 338
  • Sl. sólarhring: 413
  • Sl. viku: 4928
  • Frá upphafi: 2268072

Annað

  • Innlit í dag: 311
  • Innlit sl. viku: 4550
  • Gestir í dag: 307
  • IP-tölur í dag: 297

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband