Leita í fréttum mbl.is

Samband ungra sjálfstæðismanna vaknar til lífsins

Mikið var ég ánægður að sjá að mín gömlu samtök, SUS samband ungra sjálfstæðismanna, voru lifandi og stjórn þess meira að segja farin að álykta. Þegar liggur mikið við er eðlilegt að fólk hristi af sér slenið og láti til sín taka. Tilefnið var lítt hugsuð ummæli eins þingmanns flokksins að kanna bakgrunn þeirra múslima sem hér búa. Auk fordæmingarinnar er þess krafist að þingmaðurinn biðjist afsökunar.

Nú víkur svo við að ég er ekki sammála umræddum ummælum þingmannsins en sé þó ekki að hann þurfi að biðjast á þeim afsökunar eða einvher ástæða sé til að fordæma þau. Ef til vill hefði SUS frekar átt að láta í sér heyra þegar einn af ráðherrum flokksins vill auka á ríkisvæðinguna og hlutast til um það að venjulegir íslendingar hafi ekki lengur aðgang að helstu náttúruperlum þjóðarinnar nema geta framvísað certificati frá stjórnvöldum um heimild til þess. En það verður hver að forgangsraða í pólitík sem hann telur mikilvægast.

Svo er það nú annað sem að þeir sem fordæma þingmanninn Ásmund Friðriksson ættu að hugleiða, en það er sú staðreynd að lögregludeildir hvort sem eru á hinum Norðurlöndunum og Bretlandi eru einmitt uppteknar við að skoða sérstaklega þá sem aðhyllast þennan trúarhóp sem þingmaðurinn gerði að umtalsefni með tilliti til öryggis borgaranna. Þingmaðurinn er því ekki að segja neitt sem fer í bág við almenna praktík í nágrannalöndum okkar og sjálfsagt hér líka. Þá má líka benda á að stofnaðar hafa verið lögregludeildir sérstaklega til að fylgjast með fólki sem aðhyllist Íslam.

Stjórn SUS mætti taka til umræðu og skoðunar það eftirlitskerfi sem hefur verið hrúgað upp á ýmsum sviðum t.d. varðandi öryggismál þar sem heimiluð hefur verið víðtækt eftirlit og símhleranir hjá almennum borgurum. Stjórnvöld á Vesturlöndum eru stöðugt að taka sér víðtækara og víðtækara vald til að hafa afskipti af borgurunum og eftirlit með þeim á grundvelli ímyndaðs eða raunverulegs þjóðáröryggis. Hvað langt á að ganga og hve mikið viljum við gefa eftir af einstaklingsbundinni friðhelgi einstaklinganna vegna þessa. Það er spurnignin sem einstaklingshyggjumenn þurfa fyrst og fremst að svara en ekki vandræðast vegna vanhugsaðra ummæla einhvers þó hann sé þingmaður.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Meira að segja Salman Tamimi hefur áhyggjur af öfga múslimum. 

Má hann það án þess að allt verði vitlaust í samfélaginu?

https://www.youtube.com/watch?v=E-sZag4LUNw

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.1.2015 kl. 13:57

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Það hefur ekki farið mikið fyrir SUS í þjóðmálaumræðunni undanfarið. Reyndar þykir mér sem sárafátt hafi komið úr þeirrri átt í áratugi, sem hefur haft eitthvert vægi. Slagorðið "Báknið burt!" hefur allavega aldrei komist á koppinn, heldur hefur báknið vaxið með hverju árinu sem líður. Það sem er sorglegast, er að þeir sem mest höfðu sig í frammi og harðast hömruðu á þessu slagorði um báknið, reyndust síðan helstu talsmenn og gerendur í vexti báknsins, því miður. 

Halldór Egill Guðnason, 13.1.2015 kl. 13:59

3 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Þarna er verið að biðja mann um að biðjast afsökunar á skoðunum sínum sem er engin nýlunda í pólitík hér en hefur kannski ekki komið mikið úr þessari átt. Þetta er merki um að skoðanalögreglan er að skjóta rótum í SUS. Ég mundi hafa áhyggjur af því.

Guðmundur Jónsson, 13.1.2015 kl. 14:43

4 identicon

Þú segist ekki sammála þingmanninum en samt virðist þú ekkert hafa mikið á móti því að hafa sérstakt eftirlit með öllum múslimum. Ég vona bara að þú sem lögmaður gerir þér grein fyrir því að það sem þingmaðurinn stingur upp á væri gróft brot á stjórnarskrá Íslands. Þú vísar í eftirlit nágrannalandana en þeir sem eru undir sérstöku eftirliti eru múslimar sem þekktir eru fyrir að starfa með öfgahópum. Einnig eru nýnasistar víða undir eftirliti og fæstir eru þeir múslimar. En eins og uppljóstranir Edward Snowden sanna þá erum við öll undir eftirliti en venjulegur friðelskandi múslimi á það ekkert meira skilið en þú og ég. Að gera múslima að annars flokks borgurum í landinu myndi svo sannarlega ekki auka öryggi, við hljótum nú flest að geta verið sammála um það.

Jakob Snævar Ólafsson (IP-tala skráð) 13.1.2015 kl. 16:40

5 Smámynd: Jón Magnússon

Já þetta er athyglilsvert Gunnar.

Jón Magnússon, 13.1.2015 kl. 18:04

6 Smámynd: Jón Magnússon

Það er ekki hægt að alhæfa svona Halldór. Við erum til sem berum ekki ábyrgð á auknum ríkisumsvifum og höfum jafnan talað gegn þeim og reynt að hamla geng þeim. En því miður hafa aðrir ráðið för.

Jón Magnússon, 13.1.2015 kl. 18:05

7 Smámynd: Jón Magnússon

Alla vega ætti að duga að lýsa sinni skoðun án þess að fordæma skoðanir annarra.

Jón Magnússon, 13.1.2015 kl. 18:05

8 Smámynd: Jón Magnússon

Sérkennileg ályktun Jakob Snævar að ég hafi ekki mikið á móti því að haft sér sérstakt eftirlit með öllum múslimum. Ég veit ekki hvað gefur þér tilefni til slíkra ímyndana.

Jón Magnússon, 13.1.2015 kl. 18:07

9 Smámynd: Jón Magnússon

Ég veit ekki betur Jakob Snævar en að félagar í vélhjólaklúbbum séu undir sérstöku eftirliti og jafnvel bannað að koma til landsins. Ég veit ekki betur en það séu hleraðir símar fjölmargra en ég veit ekki nákvæmlega hverjir það eru og á hvaða grundvelli hverju sinni. Ég er einmitt að gera athugasemdir við það Stasi þjóðfélag sem er að ryðja sér til rúms og Edward Snowden upplýsti okkur um. Við eigum ekki að láta öfgamenn svipta okkur mannréttindum. Er þetta nógu ljóst Jakob?

Jón Magnússon, 13.1.2015 kl. 18:09

10 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Athyglisvert hjá Gunnari. Maður þarf að vera sem sagt að vera muslimi til að mega nefna almælt tíðindi.

Sigurður Þórðarson, 13.1.2015 kl. 21:51

11 identicon

Já Jón, þetta er alveg ljóst og ég verð bara að gera ráð fyrir að þér sé líka umhugað um mannréttindi saklausra múslima. Það sem fékk mig helst til að álykta að þú hefðir ekkert svakalega mikið á móti tillögum þingmannsins eru helst þessar setningar:

"Nú víkur svo við að ég er ekki sammála umræddum ummælum þingmannsins en sé þó ekki að hann þurfi að biðjast á þeim afsökunar eða einvher ástæða sé til að fordæma þau".  og svo eftirfarandi: "Svo er það nú annað sem að þeir sem fordæma þingmanninn Ásmund Friðriksson ættu að hugleiða, en það er sú staðreynd að lögregludeildir hvort sem eru á hinum Norðurlöndunum og Bretlandi eru einmitt uppteknar við að skoða sérstaklega þá sem aðhyllast þennan trúarhóp sem þingmaðurinn gerði að umtalsefni með tilliti til öryggis borgaranna. Þingmaðurinn er því ekki að segja neitt sem fer í bág við almenna praktík í nágrannalöndum okkar og sjálfsagt hér líka. Þá má líka benda á að stofnaðar hafa verið lögregludeildir sérstaklega til að fylgjast með fólki sem aðhyllist Íslam."

Lái mér hver sem vill að túlka þessi orð þín eins og ég gerði en ef þetta er algerlega rangt hjá mér þá bara biðst ég velvirðingar á því. Þá vonandi getum við verið sammála um að það gengur ekki, hvorki lagalega né siðferðislega, að hefja einhvers konar rannsókn á 1500 manns bara út af því að þessi hópur aðhyllist ákveðin trúarbrögð

Jakob Snævar Ólafsson (IP-tala skráð) 14.1.2015 kl. 00:00

12 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Sæll Jón. Þetta var ekki sneið til þín. Ég sat Landsfundinn í Eyjum á sínum tíma og man vel hverjir voru þar. Þeir sem þar voru og seinna meir náðu inn á þing eða annað innan stjórnsýslunnar, gleymdu undrafljótt slagorðinu, "Báknið burt". Því miður, fyrir land og þjóð og því fór sem fór. Feitir eftirlaunasjóðir virðast hafa verið eina markmiðið með þátttöku þeirra í pólitík, að því er virðist, en sennilega er það líka kolröng alhæfing hjá mér, eins og svo oft áður.

Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 14.1.2015 kl. 01:42

13 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Vel mælt Jón og ég vil að menn séu allment skermaðir sem koma til landsins.Við getum notað CIA eins og þjóðverjarnir gera en þeir fá upplýsingarsínar í gegn um þá. Grein í Washington post. Ég sé í huga mé nokkrar rútur koma með Norrona ferjunni til seyðisfjarðar og út koma myndarlegir túristar sem komast hingað á eftirlits. Þeir hafa hamskipti á kæjanum vigbúast og eru komin með Ísland í gíslingu. Isis landið fyriheitan komið í hendur Ísis. 

Valdimar Samúelsson, 14.1.2015 kl. 10:15

14 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Ég verð að segja að viðbröð þjóðfélagsins hafa komið mér verulega á óvart.  Eflaust má til sanns vegar færa að ekki megi mismuna eftir trúarbrögðum, litarhætti o.s.frv. en er einhver annar hópur/flokkur sem hefur eftir stríð ráðist jafn markvisst á, drepið og slasað saklausa borgara, víðsvegar á vesturlöndum? Þegar fólk af þessum sama trúflokki drap nokkur þúsund bandaríkjamanna var eina ráðið að láta voðaverkin bitna á allri heimsbyggðinni með því að stórauka vopnaleit á flugvöllum og lengja ferðatíma með flugi um allt að 2 klst á ferð.  Ég skil vel að þingmaðurinn hugsi leiðir til að stemma stigu við óöldinni, en ef til vill hefði hann mátt halda þessu fyrir sig á meðan hann var að kanna hvaða leiðir eru færar. 

Kjartan Sigurgeirsson, 14.1.2015 kl. 10:39

15 Smámynd: Jón Magnússon

Nei Jakob mér er annt um mannréttindi allra. En ég er að benda á tvískinnunginn. Það er ráðist á mann sem setur frá sér lítt hugsuð orð á sama tíma og verið er að framkvæma að verulegu leyti það sem hann er að tala um. Svo sýnist mér honum líka hafa orðið fótaskortur á tungunni og ekki gert greinarmun á Íslamistum og Múslimum.  En mér finnst þetta fyrst og fremst storumur í vatnsglasi og það er það sem færslan lítur að.

Jón Magnússon, 14.1.2015 kl. 15:12

16 Smámynd: Jón Magnússon

Ég tók það heldur ekki til mín Halldór. Því miður virðast það vera örlög þeirra sem setjast í valdastóla á vegum Sjálfstæðisflokksins að þeir standa ekki nægjanlega fastir fyrir þegar kemur að hagsmunum skattgreiðenda.

Jón Magnússon, 14.1.2015 kl. 15:13

17 Smámynd: Jón Magnússon

Takk fyrir það Valdimar. Ég held að þetta hafi verið óheppilega orðað hjá þingmanninum en ætla mér ekki að reyna frekar að barna það sem hann vildi sagt hafa.

Jón Magnússon, 14.1.2015 kl. 15:14

18 Smámynd: Jón Magnússon

Það er einmitt það Kjartan sem mér finnst að í þessu máli. Það eru þau skefjalausu viðbrögð sem fréttastofur og aðrir sýna eins og þetta sé helsti heimsögulegi viðburður ársins.-

Jón Magnússon, 14.1.2015 kl. 15:15

19 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það er einfaldlega rangt að verð sé að framvæma að verulegu leyti það sem þingmaðurinn var að tala um. Það er engin þjóð að fylgjast með mönnum bara fyrir það eitt að vera múslimar eins og hann lagði til.

Aftur á móti er fjöldi þjóða þar með Ísland að fylgjast með öfgamönnum sem taldir eru hættulegir. Það hefur ekkert með trú þeirra að gera.

Hvað varðar Hells Agles meðlimina sem ítekað voru stoppaðir í Leifsstöð þá eru Hells Angles og nokkur önnur mótorhjólasamtök einfaldlega skilgeins sem skipulögð glæpasamtök sem þau eru og því eru meðlimir þeirra undir efirliti. Þegar þeir komu til landsins voru þeir teknir í yfirheyrslur og þeir úr hópnum sem voru á sakaskrá, sem þeir voru flestir, var meinað að fara inn í landið og því sendir aftur heim með næstu vel. Þeir úr hópnum sem ekki voru á sakaskrá var hins vegar hleypt inn í landið en voru undir eftirliti meðan þeir voru hér.

Og svo má geta þess að ástæða þess að íslensk stjórnvöld gátu án fyrirvara flett upp hverjir í hópnum voru á sakaskrá og hverjir ekki eru sú að við erum aðilar að Shengen samstarfinu. Værum við það ekki hefðum við þurft nokkra daga til að fá þær upplýsingar. Staðreyndn er nefnielga sú að aðild að Shengen samstarfinu er öflugasta vopn okkar í baráttunni við bæði skipulögð glæpasamtök og hryðjuverkasamtök.

Sigurður M Grétarsson, 15.1.2015 kl. 06:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1197
  • Sl. sólarhring: 1217
  • Sl. viku: 6842
  • Frá upphafi: 2277480

Annað

  • Innlit í dag: 1114
  • Innlit sl. viku: 6352
  • Gestir í dag: 1043
  • IP-tölur í dag: 1011

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband