Leita í fréttum mbl.is

Löglegt en siðlaust

Þingmaður Framsóknarflokksins sér ekkert við það að athuga að fjalla um afgreiðslu frumvarps um makrílkvóta, sem færa mun fjölskyldu hans tugi milljóna ef ekki hundrað.

Björg Thorarensen prófessor við Háskóla Íslands og helsti ráðgjafi ríkisstjórna um lögfræðileg málefni segir að lagalega sé ekkert athugavert við málið þar sem um almenna löggjöf sé að ræða. Spurning hlítur þó alltaf að vera hversu almenn sú löggjöf er,sem færir nokkrum tugum einstaklinga milljóna gróða og 99.9% þjóðarinnar ekki neitt.

Óneitanlega eru hagsmunatengsl þessa þingmanns Framsóknarflokksins, Páls Jóhanns Pálssonar með þeim hætti að flestum siðuðum mönnum er það morgunljóst að jafnvel þó þetta kunni að vera löglegt, sem ég raunar efa, þá er það gjörsamlega siðlaust. Átti flokksforusta Framsóknarflokksins sig ekki á hversu fráleitt þetta er, þá er hún jafn siðlaus og þessi þingmaður flokksins.

Svo er það annað mál og miklu alvarlegra að stjórnvöld með atvinnumálaráðherra Framsóknarflokksins í broddi fylkingar þykir það eðlilegt og jafnvel sanngjarnt að afhenda litlum hluta þjóðarinnar milljónir og jafnvel milljarða fyrir það eitt að veiða úr flökkustofni sem er nýr á miðunum og hefur ekkert með upprunalegt kvótakerfi að gera.

Væri  ekki nær að bjóða upp veiðiheimildir úr þessum flökkustofni og sjá hvernig það kerfi mundi reynast. Það á engin rétt til að veiða úr honum og Alþingi getur ákveðið að láta alla þjóðina njóta afraksturs veiða á makríl í stað þess að gefa konu Páls Jóhanns þingmanns Framsóknarflokksins ásamt nokkrum öðrum velunnurum sínum þessi verðmæti sem syntu inn í íslenska lögsögu algerlega án þess að kona Páls Jóhanns eða nokkur annar sem á að fá milljónir og milljarða gefins frá ríkisstjórninni og meirihluta Alþingis, hafi til þess unnið.  

Velti því fyrir mér hvort Sjálfstæðisflokkurinn hafi endanlega skilið við markaðshyggjuna með því að hampa svona ríkisvæðingu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Finns Ingólfssonar og Halldórs Ásgrímssonar heilkennin svífa yfir vötnum Frasóknarflokkssins sem með þessum gjörningi Páls Jóhanns þingmanni Framsóknarflokksoms færir Framsóknarflokkin aftur til fyrri tíma, fortíðar sem er ekki langt um liðin og engum gleymd.

Sigurbjörn Friðriksson, 25.4.2015 kl. 00:31

2 Smámynd: Guðjón Sigurbjartsson

Alerglega sammála þessu.  Það yrði mjög viðeigandi tilraun að selja þenna kvóta hæstbjöðendum, með skilmálum og skilyrðum sem myndu henta markmiðum.

Guðjón Sigurbjartsson, 25.4.2015 kl. 06:45

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Frábær pistill og svo sannur!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.4.2015 kl. 09:34

4 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Það má líka spyrja sig hvað ríkið er að gera með það að bjóða upp eitthvað sem enginn á?

Sindri Karl Sigurðsson, 25.4.2015 kl. 11:31

5 Smámynd: Jón Magnússon

Takk fyrir þessi innlegg. Þetta er síðan góð spurning sem þú setur frma Sindri. Þarna tekur ríkið yfirráð yfir þessum flökkustofni sem syndir inn í landhelgina og þá er það allt í einu ríkið sem telur sig ráða yfir þessu og bjóða sumum að græða á þessu en öðrum ekki.

Guðrún Magnea ég get ekki birt athugasemd þar sem eru grófar ávirðingar gagnvart fólki hversu sammála eða ósammála sem ég er þeim.

Jón Magnússon, 26.4.2015 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 37
  • Sl. sólarhring: 106
  • Sl. viku: 2522
  • Frá upphafi: 2291505

Annað

  • Innlit í dag: 30
  • Innlit sl. viku: 2292
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband