Leita í fréttum mbl.is

Það sem þú heldur að sé löglegt þarf ekki að vera það

Bifreiðastæði í miðborg Reykjavíkur gerast fágætari með hverjum deginum sem líður. Í dag þurfti ég að erinda í miðborginni og sá bifreiðastæði við Arnarhólinn suðvestan við byggingu Hæstaréttar. Þar sem að bifreið var lagt sunnan og norðan við stæðið þurfti ég að beita ökuleikni minni við að bakka inn í bílastæðið sem tókst með ágætum. Þar sem ég taldi mig vera um hálftíma að erindast þá borgaði ég fyrir stæðið til kl. 16.10 eins og stóð á miðanum sem var settur við framrúðu bifreiðarinnar.

Þegar ég kom til baka settist ég upp í bílinn og mér til undrunar þá var miði undir þurkublaðinu og þar stóð að ég væri sektaður fyrir stöðubrot. Ég skoðaði miðan vel og þar stóð að þetta hefði verið kl. 15.50 eða tæpum tíu mínútum áður en ég kom að bílnum og tuttugumínútum áður en tíminn var liðinn skv. samningnum sem ég gerði við bílastæðasjálfsalann.

Ég hringdi í bílastæðasjóð og var sagt að það væri í sjálfu sér allt í lagi að ég hefði borgað fyrir og tíminn hefði ekki verið liðinn, en ég hefði lagt of nálægt bílastæði langferðabíla. Það kom mér á óvart. Vissi raunar ekki til að langferðabifreiðar hefðu bílastæði í þessari götu en sjálfsagt er það vegna sömu skipulagsmistaka og Halldór Bragason þarf að líða fyrir daglega.

En ég sem borgari lagði í bílastæði milli tveggja fólksbifreiða. Greiddi stöðugjald og kom áður en tíminn var liðinn og þá var bílastæðið allt í einu orðið eitthvað annað en það virtist vera þegar ég af alkunnri ökuleikni minni lagði í bílastæðið sem ekkert benti til að væri ólöglegt að leggja í.

Ég er að hugsa um að fylgja fordæmi verkalýðsfélags Selfoss og andskotast út í bílastæðasjálfsalann fyrir að selja mér stæði og standa ekki við samninginn.

En það er greinilega vandlifað í Reykjavík Hjálmars Sveinssonar fyrir venjulegt fólk en frábært fyrir langferðabíla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ferðu ekki langar ferðir á bílnum þínum? Ef svo er þá er hann langferðabíll og þú ert í 100próstent rétti til að leggja þarna.wink

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 19.5.2015 kl. 21:45

2 Smámynd: Jón Magnússon

Takk fyrir ábendinguna Rafn. Ég mun reyna að nota þetta.

Jón Magnússon, 20.5.2015 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 60
  • Sl. sólarhring: 92
  • Sl. viku: 2545
  • Frá upphafi: 2291528

Annað

  • Innlit í dag: 50
  • Innlit sl. viku: 2312
  • Gestir í dag: 43
  • IP-tölur í dag: 37

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband