Leita í fréttum mbl.is

NATO , Tyrkir, Kúrdar og ÍSIL

Tyrkir hafa beðið um fund í fastaráði NATO til að fjallað verði um hernaðaraðgerðir þeirra gegn Kúrdum undir því yfirskini að verið sé að ráðast gegn hermdarverkasamtökunum ISIL.

Tyrkir undir stjórn Erdogan forseta sem er öfgafullur íslamisti hefur færst undir hans stjórn til meiri harðlínustefnu. Stjórn Erdogan hefur stutt starfsemi Isil í Sýrlandi og Tyrkland, hefur verið griðastaður fyrir Isil, þar sem nýir liðsmenn hafa komið til stuðnings við þessi hermdarverkasamtök. Tyrkland hefur verið miðstöð fyrir liðsflutninga, flutninga á vistum og hergögnum auk fjármálastarfsemi fyrir Isil. Eðlilegt er að aðrar NATO þjóðir spyrji Tyrki að því hvort þeir hafi endanlega hætt virkum stuðningi við Isil.

Frá því að Tyrkir tilkynntu að þeir mundu ráðast gegn frelsisher Kúrda í Írak og gegn Isil hefur sprengiregnið dunið á Kúrdum. Ekki fer eins sögum af því að Ísil hafi mátt þola svipaða ásókn frá her Tyrkja. Finnst fulltrúum NATO eðlilegt að þannig sé staðið að verki.

Bandaríkjamenn sem hafa ekki rekið skilvirka utanríkisstefnu á þessari öld, slógust í för með öfgafullum Íslömskum ríkjum eins og Saudi Arabíu, Quatar og Tyrklandi til að koma á borgarastyrjöld í Sýrlandi og hafa viðhaldið henni m.a. með því að styðja Isil, Al Nusra. Þessar þjóðir hafa stuðlað að langvinnu borgaratríði, gríðarlegum hörmungum og bera ábyrgð á morðum hundrað þúsund einstaklinga, mannránum, mannsali og hungursneyð. Fastaráð NATO ætti að ræða þessa hermdarverkastarfsemi NATO ríkjanna Tyrklands og Bandaríkjanna í frjálsu og fullvalda ríki.

Fundurinn í NATO í dag á að verða tímamótafundur þar sem þjóðir Evrópu segja Tyrkjum og Bandaríkjunum að NATO sé friðarbandalag og líði ekki eða hafi jákvæð afskipti af hentistefnu Tyrkja eða Bandaríkjanna og fordæmi aðgerðir þeirra sem hafa leitt til þess að kristið fólk hefur verið hundelt, myrt og selt í ánauð. Að það fordæmi þá stefnu Bandaríjanna og Tyrkja sem hefur leitt til þess að Yasídar hefa verið hundeltir myrtir og seldir í ánauð. Að það fordæmi þá stefnu Bandaríkjanna og Tyrkja sem hefur leitt til langvinnrar borgarastyrjaldar í Sýrlandi með ómælanlegum hörmungum fyrir milljónir fólks og leitt til þess að versta flóttamannavandamálið sem Evrópa hefur þurft að glíma við er núna.

Utanríkisráðherra Íslands ætti að gera grein fyrir að við teljum aðferðir Bandaríkjanna og Tyrkja með stuðningi við hryðjuverkasamtök og bein afskipti af borgarastyrjöldinni í Sýrlandi sé ógn við öryggi Evrópu og það sé komið að þeim að bæta fyrir þau mistök sem þau hafa gert í þessum heimshluta á undanförnuum árum. Þá yrði Gunnar Bragi Sveinsson maður að meiri og ríkisstjórn Íslands væri þá alla vega á réttri leið í mannúðarmálum.

Eða er það bara Úkraína sem skiptir máli?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Hlutskipti okkar íslendinga er altaf það sama, að játa sig sigraða og halda með djöfulsskapnum endalaust. Auðvitað var stuðningur við Tyrki einróma samþykktur, drepum kristna Kúrda!

Eyjólfur Jónsson, 28.7.2015 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 95
  • Sl. sólarhring: 1302
  • Sl. viku: 1625
  • Frá upphafi: 2293093

Annað

  • Innlit í dag: 88
  • Innlit sl. viku: 1479
  • Gestir í dag: 88
  • IP-tölur í dag: 88

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband