Leita í fréttum mbl.is

Góður fundur í Breiðholtsskóla. Umræða eyðir fordómum

Ég var á góðum fundi með frambjóðendum hinna flokkana í Breiðholtsskóla í kvöld. Þar komu m.a. fram að ákveðin vandamál hafa komið upp í grunnskólum í hverfinu vegna vanrækslu ríkisstjórnarinnar á að sinna þeim mikla straumi innflytjenda sem sest hefur hér að á undanförnum árum. Ljóst er að sú umræða sem við Frjálslynd hófum vorið 2006 um vanrækslu ríkisstjórnarinnar í þessum efnum á fullan rétt á sér.  Það skiptir máli að gera vel við þá sem hingað koma og  gæta þess að íslenskt velferðarkerfi starfi með eðlilegum hætti.

Við Frjálslynd höfum ítrekað bent á að vandamálið er ekki innflytjendurnir. Vandamálið er of margir á skömmum tíma. Vandamálið er síðan fyrst og fremst ráðleysi og vanræksla ríkisstjórnarinnar á að taka á málum þannig að öllum sem hingað eru komnir sé tryggð mannréttindi og möguleikar til að aðlaga sig að þjóðfélaginu.

Sem betur fer gera fleiri og fleiri sér grein fyrir að sú umræða sem við Frjálslynd höfum haft um þessi málefni er þörf og til þess fallin að eyða fordómum og búa svo um hnútana að hér skapist ekki vandamál í framtíðinni. Þeir sem hafa reynt að afflytja þessa umræðu gera öllum ógagn. Umræða á aða eyða fordómum. Þannig höfum við nálgast málið við Frjálslynd og munum halda áfram að gera það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er gaman að heyra, Jón. Þú ert virkilega að standa þig vel og átt sannarlega heima í Alþingi. Haltu áfram góðu verki og Frjálslyndi Flokkurinn mun gera góða hluti og standa sig með sóma. Ég hef góða trú á góðu gengi.

Auðunn Snævar Ólafsson (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 00:34

2 Smámynd: Grétar Pétur Geirsson

Það er eins og þú segir réttilega þá er innflytjendurnir ekki vandamálið heldur hvernig hefur verið tekið á móti þeim af hálfu stjórnvalda. Þau hafa helst ekkert viljað af þeim vita það blasir við öllum þeim sem skoða þessi mál fordómalaust eins og Frjálslyndir hafa gert.Sem betur fer virðast æfleiri vera farnir að átta sig á því að þegar við bjóðum fólki hingað þá þarf að vera til staðar lágmarks þjónusta  

Grétar Pétur Geirsson, 27.4.2007 kl. 10:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 345
  • Sl. sólarhring: 749
  • Sl. viku: 2731
  • Frá upphafi: 2294282

Annað

  • Innlit í dag: 321
  • Innlit sl. viku: 2488
  • Gestir í dag: 314
  • IP-tölur í dag: 305

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband