Leita í fréttum mbl.is

Birgitta, Björk og Katrín og orsök og afleiðing

Kapteinn Pírata sagðist hafa verið í miklum sálarháska vegna setu við hlið Jóns Gunnarssonar fyrir ári síðan. Svo var að heyra að kapteinninn, Birgitta Jónsdóttir hefði beðið varanlegan sálrænan skaða af þessari hjásetu Jóns.

Jón Gunnarsson stóð upp á Alþingi til að bera af sér áburð Birgittu og sagðist ekki vita til annars en hann væri hin dánumannlegasti til hjásetu og hefði frekar verið sóst eftir honum til slíkra hluta en að við því væri amast.

Væntanlegur formaður Hræðslubandalagsins, Katrín Jakobsdóttir nú formaður Vinstri grænna sagði þá úr ræðustól Alþingis að þetta væri mátulegt á Jón þar sem hann hefði talað óvirðulega um Björku Guðmundsdóttur söngkonu. Kapteinninn, Birgitta sagði að þar sem Jón hefði talað niður til Bjarkar þá hefði hún áttað sig á því hversu ömurlegur sessunautur Jón hefði verið ári áður.

Þjóðin getur verið stolt af því að eiga þingmenn sem greina jafn vel og þær Katrín og Birgitta orsök og afleiðingar. Katrín telur að ummæli Birgittu um ömurleika hjásetu Jóns verði réttlætt á þeim grundvelli að Jón hefði talað óvirðulega um Björk söngkonu. Birgitta segir þá að tilefni þess að hún taldi Jón Gunnarsson ógeðfelldan sessunaut hafi verið ummæli hans um Björku söngkonu.

Jón Gunnarsson og Birgitta Jónsdóttir sátu ekki saman þegar Jón sagði þessi orð um Björku og andstyggð Birgittu á hjásetu Jóns gat því ekki komið til nema vegna þess að hún sé kona svo forvitri að hún hafi vitað af því að Jón mundi í framtíðinni tala óvirðulega um Björk og því þjáðst í hjarta sínu og líkama yfir því sem mundi gerast í framtíðinni meðan Jón sat í makindum við hlið hennar og uggði ekki að sér.

Tilvonandi formaður Hræðslubandalagsins hefur ekki sömu skynjunarhæfileika um það ókomna og Birgitta, en sér orsakasamband milli þess að Jón sé slæmur til hjásetu og þeirra orða sem hann viðhafði um Björku söngkonu.

Slík næmni fyrir orsök og afleiðingu hefur sjaldan heyrst úr ræðustól Alþingis og hafa margir þó átt þar góða spretti. Þær Birgitta og Katrín Jakobs eiga þakkir skildar fyrir að opinbera þjóðinni með jafn skírum hætti þá rökrænu samfellu sem hugsun þeirra einkennist af.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ha ha ha.

Er þetta kannski einskonar "hemdarklám" hjá Birgittu?

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 17.12.2015 kl. 09:48

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Björk Guðmundsdóttir og Jón Gunnarsson hafa málfrelsi. Boð og bönn forsjárhyggjufólks "rétttrúaðra" breyta því ekki.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 17.12.2015 kl. 10:29

3 Smámynd: Elle_

Já þetta var nú meiri röksemdafærslan og hljómar eins og kjaftasaga.  Ruddalegar við Jón og þeim sjálfum til skammar.  Ekki kom samt orð frá þeim um hvað stjarnan þeirra var ruddaleg sjálf og það opinberlega.  Það var ekki við hæfi að vera einu sinni að ræða hana í alþingi eða hvort gott eða vont það væri að sitja við hlið manns.

Elle_, 17.12.2015 kl. 11:40

4 Smámynd: Jón Magnússon

Ekki veit ég það svo gjörla Bjarni. En það er alla vega viðbrögð við meintum árásum á "hina ástsælu listakonu Björk Guðmundsdóttur" svo notuð séu orð Birgittu sjálfrar.

Jón Magnússon, 17.12.2015 kl. 13:50

5 Smámynd: Jón Magnússon

En þeir rétttrúuðu í þessu tilviki eru þær Birgitta og Katrín sem vilja beita fólk endalausri forsjárhyggju og hnussa ef eitthvað er þeim ekki að skapi.

Jón Magnússon, 17.12.2015 kl. 13:50

6 Smámynd: Jón Magnússon

Mér finnst þetta nú ansi skondið ef ég á að segja þér satt Elle og ótrúlegt að fólk skuli láta svona og stökkva upp á nef sér af minnsta tilefni og það tilefni sem þeim kemur ekki við í sjálfu sér.

Jón Magnússon, 17.12.2015 kl. 13:51

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta upphlaup, sérstaklega hjá Birgittu, er svolítið lýsandi fyrir málefnafátækt þeirra og hversu lítilmótlegar persónur þær eru. 

Jóhann Elíasson, 17.12.2015 kl. 13:59

8 Smámynd: Jón Magnússon

Alla vega ekki geislandi andagift Jóhann.

Jón Magnússon, 17.12.2015 kl. 16:45

9 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Sælir eru fatalausir af þvi að þeir fatta ekki hvað þeir eru vitlausir.

Typical fyrir sjóræningjaþingmann að það tók fyrrverandi skipstjóra sjóræningjanna marga mánuði að fatta hvaða áhrif Jón Gunnarsson hafði á maddömuna.

Er ekki kominn tími að setja kvóta á hversu margir kvennamenn megi sitja áþingi á sama tíma? Ég sting upp á 7 kvennmenn.

Þingið og starfsemin sem þar fer fram er komið alltof mikið tilfinningarugl.

Með jólakveðju frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 17.12.2015 kl. 18:19

10 Smámynd: Elle_

Fyrst stökk Birgitta opinberlega á forsetann, vildi leggja niður forsetaembættið en var samt með forsetaefni í huga, mikil röksemdafærla það.  Og núna stökk hún á Jón Gunnarsson.  Í alvöru ætti Birgitta að víkja úr alþingi, ef ekki stjórnmálum.  Það væri líka engin eftirsjá af Katrínu.

Elle_, 17.12.2015 kl. 18:44

11 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég er svo aldeilis hlessa á konunum. Jóla angrið virðist trufla geðslagið. Og úr verður kvenremba.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.12.2015 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 19
  • Sl. sólarhring: 65
  • Sl. viku: 1680
  • Frá upphafi: 2291570

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 1508
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband