Leita í fréttum mbl.is

Öfgaflokkar við völd

Í dag fara fram kosningar í nokkrum sambandsríkjum Þýskalands. Viðbúið þykir að sigurvegari kosninganna verði flokkur sem er andsnúinn innflytjendastefnu Angelu Merkel. Af því tilefni mátti sjá einstæðan fréttaflutning í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í kvöld., sem birti þá frétt í seinni hluta fréttatímans en aðra óviðkomandi fréttaskýringu fyrr í fréttatímanum

Önnur frétt Rúv í kvöld,sem var frekar fréttaskýring en frétt, var að öfgaflokkar væru við völd víða í Evrópu og þeir væru að sækja í sig veðrið. Fréttastofan fékk hefðbundinn viðmælanda vinstri "öfga"? manninn Eirík Bergman kennara til að uppfræða þjóðina um að nú væri um afturhvarf til fasískari stjórnarhátta að ræða víða í Evrópu.

Mat fréttastofu RÚV á því hvar fasísku öfgaflokkarnir eru við völd er í Póllandi, Slóvakíu, Tékklandi og Ungverjalandi.

Hvað er öfgaflokkur? Fróðlegt væri, að fréttastofa RÚV skýrði hvað felst í því heiti. Það væri líka einkar fróðlegt að Eiríkur Bergman útskýrði í hverju þeir fasísku stjórnarhættir felast sem eru í gangi að hans mati í ríkjunum fjórum a.m.k.

Svo virðist að allir sem eru á móti opnum landamærum séu hægri öfgafólk og fasistar miðað við skilgreiningu fréttastofu RÚV. Sú skilgreining er ekki notuð nema af fréttamiðlum í Evrópu sem þykja vera yst á vinstri kantinum í pólitík. Ætti e.t.v.að tala um öfgar í því sambandi? Já og öfgafréttastofu RÚV? Væri það við hæfi? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tók eftir þessu líka.

En að fréttamaður spyrði höfðingjann

hvað ylli þessu, var engvra spurninga spurt.

Fólk er bara komið með upp í kok, eftir sl. 50 ár að

leyfa þessu Islams liði að setjast hér að.

Sennilega túlkaður sem rasisti eða eitthvað verra.

Við höfum bara því miður, allar staðreyndir hvernig

þetta fólk sem að hyllist ISLAM er búið að haga sér í Evrópu.

Vandamál og meiri vandamál, vegna þessara miðalda

hugsjónar. Í Þýskalndi ferð þú í fangelsi við það

eitt að heilsa á nazistakveðju hvað þá að tilbiðja

Hitler.

ISLAMISTAR tilbiðja Mohammed, barnaníðing, fjöldamorðingja

og þann mesta óþverra sem hægt er að setja í mannslíki.

Þeir sem vilja geta flett því upp.

Það er allt í lagi..!!

Af hverju..???

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 13.3.2016 kl. 20:38

2 identicon

Sæll Jón - sem og aðrir gestir, þínir !

Hárrétt skilgreining þín Jón: enda treysti ég betur söguþekkingu þinni, fremur en flóna, eins og Eiríks Bergmann, auk nokkurra klaufskra starfsmanna Ríkisútvarpsins, hérlenda.

Tékkar - Slóvakar - Ungverjar - Austurríkismenn, auk Pólverja og nokkurra annarra, muna líkast til umsátur Tyrkja um Vínarborg, í September 1683, svo aðeins sé talið.

Með beztu kveðjum: sem endranær - af Suðurlandi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.3.2016 kl. 20:57

3 identicon

Það er nú svo merkilegt með þessa öfgamenn að þeir eru einungis til á hægri vængnum.  Ég hef ekki athugað þetta af neinni nákvæmni en er nokkuð viss um að ekki hafi verið minnst á vinstri öfgamenn í fréttum í áratugi, jafnvel ekki síðan Baader og Meinhof fóru sem mestan.

Svona er þessu líka farið hér á vinstri ströndinni þar sem ég hef verið búsettur í einhverja áratugi, öfgamenn eru einungis til hægri.  Þar sem ég var ekki endilega sammála Obama á ýmsum sviðum var ég náttúrulega rasisti þannig að ég er öfga hægri rasisti.  

Þeir sem eru mér ósammála eru hins vegar venjulegir menn og konur.  Mér til hugarhægðar minnist ég hins vegar orða eins öfgamannsins, Churchill, þar sem hann sagði "You have enemies? Good. That means you've stood up for something, sometime in your life"

Erlendur (IP-tala skráð) 13.3.2016 kl. 21:28

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Já ég hlustaði á þetta með öðru eyranu og sé við að lesa þetta hvað var um að vera. Þetta er þetta týpíska aðferð hjá RÚV en þeir halda þessari öfgaskoðun sinni á lofti s.s. túlkun á rasisma og fótbolta bullum en fólk fer að tjá sig gegn ríkjandi stefnu stjórnvalda ESB og ekki síður á Íslandi

Valdimar Samúelsson, 13.3.2016 kl. 21:59

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Gott að sjá að það voru fleiri en undirritaður, sem svelgdist á kvöldnæringunni, sökum fréttaflutnings kvöldsins á rúv, af "öfga og fasistaöflum" í stjórnsýslu ýmissa Evrópulanda. Hreint ótrúlegur fréttaflutningur og jaðrar við að vera fasískur.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 13.3.2016 kl. 22:30

6 identicon

Fyrirsögnin hefði kannski frekar átt að vera öfga fréttastofa RÚV

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 14.3.2016 kl. 10:08

7 identicon

Hef tekið eftir því að rauði þráðurinn eða samnefnarinn í fréttaflutningi RÚV af þeim stjórnmálaflokkum sem þeir telja öfgafulla er að þeir aðhyllist þjóðernishyggju. En hvað er eiginlega að því að vera þjóðernissinnaður? Er það öfgafullt að tengja sig og hafa tilfinningar til föðurlandsins. Getur maður t.d. ekki bæði verið þjóðernissinnaður og hlyntur friðsmalegu samstarfi við aðrar þjóðir. Er þjóðernishyggja nokkuð annað en að vilja vernda og vera stoltur yfir menningu föðurlandsins. Hvað er eiginlega að því? Patriot eru þeir kallaðir í Bandaríkjunum sem sannarlega þykir ekki skammaryrði.

Ragnar Thorisson (IP-tala skráð) 14.3.2016 kl. 18:31

8 Smámynd: Skeggi Skaftason

Æ af hverju flytjið þið ekki bara til Ungverjalands ...

Skeggi Skaftason, 14.3.2016 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 24
  • Sl. sólarhring: 71
  • Sl. viku: 877
  • Frá upphafi: 2291643

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 775
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband