Leita í fréttum mbl.is

Skoðanakannanir og hvað má lesa úr þeim

Í skoðanakönnun Gallup sem birt var í fréttum RÚV í kvöld gleyma fréttamiðlarnir að geta um það sem er markverðast við skoðanakönnunina. Meirihluti aðspurðra svarar ekki eða tekur ekki afstöðu til flokks. Þannig eru það aðeins 47% aðspurðra sem lýsa stuðningi sínum við ákveðinn stjónrmálaflokk.

Fjöldi þeirra sem spurðir eru í könnununni sem segjast ætla að kjósa Pírata eru 13% og 3% segjast ætla að kjósa Framsókn. Fylgi við aðra flokka en þá sem á þingi sitja er nánast ekkert þó þar séu ýmsir í fleti fyrir eins og Viðreisn sem kemst þó á blað, Þjóðfylkingin og Dögun.

Þrátt fyrir að margir Sjálfstæðismenn hafi hoppað hæð sína vegna þess að fylgið við flokkinn var að hlutfalli miðað við þá sem aftöðu tóku um 27% en af þeim sem spurðir voru voru það einungis 12% sem lýstu yfir stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn.

Skoðanakönnunin lýsir því aðallega vantrú fólks á stjórnmálum og stjórnmálaflokkum. Ágætur vinur minn þingmaður, ráðherra og mikill áhugamaður um pólitík frá blautu barnsbeini  sem féll frá langt fyrir aldur fram sagði jafnan þegar skoðanakannanir eins og þessar birtust að þær sýndu að stjórnmálaflokkarnir gengju ekki í takt við þjóðina og það vantaði nýtt stjórnmálaafl. Hann brást raunar við slíku kalli, en taldi sig ekki hafa haft erindi sem erfiði þegar upp var staðið þó margir aðrir teldu að svo hefði verið.

Fróðlegt verður að sjá aðrar kannanir til að átta sig á hvort aukið hlutfall kjósenda telur sig eiga samleið með einhverjum stjórnmálaflokk eða hvort meiri hluti fólksins í landinu telur pólitíska eyðimerkurgöngu heppilegri en þá stjórnmálaflokka sem nú starfa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þarfagreinir

Svarhlutfall er hlutfall úrtaksins sem næst í. Það segir því ekkert um hversu margir gefa ekki upp afstöðu enda liggur ekkert fyrir um afstöðu þeirra sem eru utan svarhlutfallsins, eðli málsins samkvæmt. Þess vegna er þetta tvískipt, annars vegar svarhlutfall og hins vegar hlutfall þeirra sem gefa upp afstöðu. Það er að vísu rétt að lágt svarhlutfall skekkir niðurstöðurnar en það er ekki talan sem maður skoðar til að álykta um afstöðuleysi eða hversu margir eru afhuga flokkunum.

Sjá greinargóða útlistun á aðferðafræði skoðanakannana hér: http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1134106/

Þarfagreinir, 14.4.2016 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 530
  • Sl. sólarhring: 646
  • Sl. viku: 2916
  • Frá upphafi: 2294467

Annað

  • Innlit í dag: 494
  • Innlit sl. viku: 2661
  • Gestir í dag: 472
  • IP-tölur í dag: 457

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband