Leita í fréttum mbl.is

Flutt í skattaskjól

Það er velþekkt, að eiginkonur láta ekki eiginmenn sína vita um allar sínar gerðir ekki frekar en þeir, þær. Ég tel uppá að Dorrit Moussaief hafi ekki sagt eiginmanni sínum allt af létta um peningalegar eignir sínar og umsvif í því sambandi.

Þegar Ólafur Ragnar og Dorrit tóku saman árið 2003 var forsetinn undanþegin skattgreiðslum og Dorrit flutti því til hans í skattaskjól, þegar þau giftu sig. Það var skammgóður vermir. Lög voru samþykkt á Alþingi nokkru síðar sem tóku af skattfríðindi forsetans. Vel má vera að Dorrit hafi unað þessu illa og því ákveðið að flytja fjármuni sína í önnur og hentugri skattaskjól auk þess að flytja lögheimili sitt úr landi.

Hvað sem líður Tortolla reikningum Dorrit eða öðrum reikningum í skattaskjólum þá er ljóst að það kemur illa við forsetann að hún hafi ráðstafað fjámunum sínum með þeim hætti þvert á það sem hann taldi að væri og hefur fullyrt í fjölmiðlum.

Nú verður það helst til varnar sóma forsetans að hann geri skilmerkilega grein fyrir þessum málum öllum svo þjóðin geti áttað sig á hvað um er að ræða í kjölfar fullyrðinga erlendra fjölmiðla um leynireikninga forsetafrúarinnar í skattaskjólum.

Sé svo að frú Dorrit hafi átt og eigi reikninga í skattaskjólum þá er það alvarlegt mál fyrir þjóðhöfðinga Íslands að fjármál konu hans séu með þeim hætti.

Mér finnst eðlilegt að sett séu þau siðrænu mörk fyrir kjörna fulltrúa sem starfa í nafni íslensku þjóðarinnar og með umboði hennar, að hvorki þeir né makar þeirra eigi  peninga í skattaskjólum. Þetta gildir óháð því hver í hlut á eða hvort manni líki vel við viðkomandi eða jafnvel styðji viðkomandi að öðru leyti. Þannig þarf forseti lýðveldisins, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra að gefa þjóðinni fullnægjandi skýringar á eignum sínum og þess vegna maka í skattaskjólum, í hvaða tilgangi peningarnir hafi verið fluttir þangað og sýna fullnægjandi gögn um eðlilega meðferð leynireikninganna hvað varðar samskipti við íslensk yfirvöld.

Gangi það ekki eftir að ofangreindir kjörnir fulltrúar þjóðarinnar geri ekki fullnægjandi grein fyrir þessum hlutum þá verða þeir hinir sömu að víkja.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Það gæti verið gott innlegg í þessa umræðu að fá "brochure" frá þjónustufulltrúum bankanna, þar sem þeir útlista kosti þess að stofna félag í gegnum Lúxemborg og geymi fjármuni sína erlendis. Þetta var ekki fundið upp í tómarúmi af viðkomandi opinberum persónum sem þú víkur að. Af hverju stofnaði allt þetta fólk félögin? Af hverju slógu skattayfirvöld ekki á putta þegar þetta fólk kom og vildi greiða sína skatta og skyldur? 

Flosi Kristjánsson, 4.5.2016 kl. 16:52

2 identicon

Flott grein. "Eftir höfðinu dasna limirnir".  

Magnus Magnusson (IP-tala skráð) 4.5.2016 kl. 17:27

3 identicon

Sæll Jón.

Eins og þetta er allt skynsamlegsa sett fram eins og þín
var von og vísa þá gæti þurft að sjá þetta í víðara
samhengi og í því ljósi að umræðan kunni að vera drifin
áfram af pólitík öðru fremur og þá ekki síður vegna
þess að varlega áætlað er einungis framkomin 10%
af því umfangi sem gæti verið um að ræða og að
áhrifamenn í samfélaginu sem og minni spámenn
ekki færri en 100.000 og sennilega 50.000 betur
sem eigi fjármuni í skattaskjóli þá vaknar
sú spurning hvort sá jöfnuður sem menn vilja ná fram nú
kunni að vera ójöfnuður þegar upp er staðið.

Frú Dorrit Moussaief á lögheimili í öðru landi;
henni ber ekki skylda til að gefa upp eitt né neitt
varðandi fjármál sín, væntanlega séreign þar að auki. 

Húsari. (IP-tala skráð) 4.5.2016 kl. 17:47

4 Smámynd: Tryggvi Helgason

Ég vil taka undir það sem kemur fram í grein þinni, Jón Magnússon. Mér finnst að það vanti meiri upplýsingar um hina skyndilegu ósk Ólafs Ragnars Grímssonar um, að sækjast eftir endurkjöri í fjórða sinn, - og það nánast á síðasta degi. Og þá vantar meiri upplýsingar um það hvernig konan hans tengist þessari umsókn um endurkjör.

Því hvernig í heiminum á maður að skilja þetta? Á Íslandi er sagt að Dorrit sé skráð til heimilis í Bretlandi, (Hafi flutt heimilsfesti sitt til London frá Íslandi í lok des. 2015), og greiði þar með enga skatta á Íslandi. Og stenst það lög að hjón geti skráð sig til heimilis, hvort í sínu landi?

En í Bretlandi er sagt að hún sé "utan lögheimilis" í því landi, og þá, (ef til vill), þá greiði hún heldur enga skatta í Bretlandi. Og þá er spurningin: - Hvað er hið rétta? ... ég bara spyr?

Ef Ólafur Ragnar verður ekki kosinn aftur, núna í júni, þá missir hann diplómataréttindin og þá konan hans einnig. Ég held að þjóðin eigi heimtingu á, að fá að vita hvort það hafi verið undirliggjandi ástæða þess að Ólafur sótti um endurkjör. Að mínu mati, þá á almenningur fullan rétt til þess að fá allar upplýsingar um ástæður þess að Ólafur Ragnar óskar eftir endurkjöri. Það, að Sigmundur Davíð hafi sagt af sér sem forsætisráðherra, er ekki næg ástæða, - að mínu mati.

Tryggvi Helgason, 4.5.2016 kl. 20:26

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jón. Það vantar bæði haus og sporð, tilgang og markmið, á þessa sérvöldu pólitísku aftökufréttamennsku. Hvað í ósköpunum réttlætir það að sumir séu á pólitískt passandi tímasetningu, dregnir fram og niðurlægðir án lagalegrar rannsóknar, réttarhalda og dómstólaniðurstaðna? Í siðmenntuðu réttarríki?

Konur eiga að hafa sitt sjálfstæða fjármálalíf eins og karlar, og ekkert við það að athuga, svo framarlega sem löggjafaeftirlitið, sýslumannsembætti og lögmennirnir samþykkja og ábyrgjast gjörningana og pappírana.

Eða eiga lögmannaábyrgu einstaklingarnir innan eftirlitskerfisins að sleppa við ábyrgð á umræddum lögmannaráðlögðum og skipulögðum meintu "glæpum"?

Ekki myndi ég geyma pening á Íslandi (ef ég ætti þá til), þegar bankar hér á Íslandi ávaxta ekki peningainnistæður. Ég færi að sjálfsögðu með þá eins langt burt frá glæpabönkum Íslands eins og lög leyfa. Er það ekki skiljanlegt? Maður yrði alla vega að geta ávaxtað peningana einhversstaðar, fyrir okursköttunum glæpafyrirtækja/stjórnsýslunnar kúgandi á Íslandi. 

Las fyrir nokkru síðan lög Frímúrarareglunnar á Íslandi, og sá ekki betur en að í þeim lögum væri félagsmönnum óheimilt að segja eiginkonum sínum hvað færi fram innan þeirra samtaka?

Giftir, og jafnvel kristnir menn mega ekki segja konum sínum  hvað fer fram í "klúbbnum" þeirra leynilega? Hvers konar klúbbur er það eiginlega?

Guðni Th. Jóhannesson þarf að átta sig á að eiginkona forseta hæstaréttar, sem er klappstýra hans forsetaframboðs, er jafnvel óafvitandi klappstýra falda valdsins frímúraða. Og eitthvað hef ég skynjað að innan frímúrarareglunnar fari fram ákvarðanir um hverjir séu skipaðir í æðstu valdasæti Hæstaréttar Íslands.

Veit ekki hvort ég hef að öllu leyti skilið þetta allt rétt, en það væri fróðlegt að heyra þitt álit á mínum skilningi. Og hvað sé satt og rétt?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.5.2016 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 411
  • Sl. sólarhring: 1359
  • Sl. viku: 1941
  • Frá upphafi: 2293409

Annað

  • Innlit í dag: 377
  • Innlit sl. viku: 1768
  • Gestir í dag: 372
  • IP-tölur í dag: 364

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband