Leita í fréttum mbl.is

Eldshúsdagsumræður

Hefðbundin almenn stjórnmálaumræða verður í kvöld. Aldrei þessu vant ætla ég að fylgjast með umræðunni. Ástæðan er sú að ég fylgdist með umræðu sænskra stjórnmálaforingja í gær.

Í þau, skal viðurkennt, fáu skipti sem ég hef fylgst með umræðum frá Alþingi undanfarið hef ég orðið fyrir vonbrigðum. Oft á tíðum er farið fram af mikilli vanþekkingu. Ofar en ekki er farið í ræðustól án takmarks eða tilgangs í því skyni einu að sóa þeim tíma sem Alþingi hefur til umfjöllunar um mál.

Kvennablómi Samfylkingarinnar sker sig úr. Oftar en ekki verða lítil börn hrædd þegar þær fraukur birtast á skjánum með orðskrúði, látbragði og svigurmælum sínum.  Það þarf í sjálfu sér ekki að leita langt til að átta sig á hvað veldur fylgistapi Samfylkingarinnar. 

Umræða formanna sænsku flokkana í sænska sjónvarpinu í gær var þeim til sóma nema e.t.v. helst forsætisráðherranum, sem á stundum líktist kvennablóma systurflokksins síns hér á landi þó að yfirbragð hans og látæði væri allt miklu mildara og geðfelldara. Þar var fjallað um málefni og stefnu. Formennirnir veltu fyrir sér og skiptust á skoðunum um hvað væri skynsamlegast að gera og hvernig bæri að gera hlutina til að ná árangri í stjórn landsins.

Ég vona að stjórnmálaumræða á Íslandi standi fljótt jafnfætis því sem ég hlustaði á í gær í sænska sjónvarpinu og bíð spenntur eftir eldhúsdagsumræðunum að þessu sinni til að reyna að meta íslenska stjórnmálamenn í samanburði við sænska.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 51
  • Sl. viku: 416
  • Frá upphafi: 2291792

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 374
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband