Leita í fréttum mbl.is

Helv. rasistar, nasistar og hægri öfgamenn

Morgunblaðið greinir frá því í dag að hægri öfgamenn í bænum Bautzen í Þýskalandi hafi ráðist að innflytjendum þeir hafi jafnvel haft uppi nasistayrðingar. Í málum sem þessum þarf að skoða vel hvað gerðist í stað þess að hrapa að fullyrðingum sem standast ekki eins og fréttamönnum  í dag er allt of gjarnt að gera.

Þegar málið er skoðað grannt, þá virðist eftirfarandi hafa gerst. Hópur ólöglegra innflytjenda í boði Angelu Merkel safnaðist saman á bæjartorginu í Bautzen og sinnti ekki tilmælum lögreglu og hóf að kasta m.a. eldsprengjum að lögreglu og jafnvel vegfarendum einhver meiðsli urðu vegna þessa athæfis.

Í kjölfarið safnaðist saman ungt fólk sem réðist að ólöglegu innflytjendunum og einhverjir hrópuðu að Bautsen væri fyrir Þjóðverja. Það virðist hafa verið sú nasistayrðing sem sumir fréttamiðlar vísa til. Lögregla kom þá ólöglegu innflytjendunum til síns hælis svo sem lögregluyfirvöld höfðu krafist að þeir færu áður en þeir byrjuðu aðsókn að lögreglunni.

Íbúar í Bautzen eru um 40 þúsund og pólitíska landslagið þar hefur verið þannig að Kristilegir Demókratar Merkel Kanslara og Sósíaldemókratar hafa yfirburðafylgi í bænum en hingað til hefur stuðningur við flokka hægra megin við Kristilega verið mjög takmarkaður. Íbúar Bautzen eru hins vegar afar ósáttir við stefnu Angelu Merkel og gerð voru hróp að forseta landsins vegna innflytjendamálanna, þegar hann heimsótti bæinn fyrir skömmu.

Eftir að hafa kynnt mér umsagnir fjölmargra fréttamiðla um atburðinn þá velti ég því fyrir mér, hvort unga fólkið sem safnaðist saman í Bautzen var ekki bara venjulegt ungt fólk sem ofbýður yfirgangur og skrílslæti ólöglegu innflytjendanna?

En það er alltaf handhægt til að koma í veg fyrir vitræna umræðu að hrópa: "þú talar eins og Hitler."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Jón. Þakka góða grein. Það virðist vera breyting í aðsigi. Það er sagt að Trump hafi blásið hugrekki í Þingheima og þeir sína meira þor að fylgja hug fólksins. Eitt dæmi er að Sarkozky talar nú fyrir því að þessi hugmyndafræði varðandi Global warming er ekkert annað en tilræði heimsvaldasinna til að hræða fólk til hlýðni.Nú ef fólk fer að berjast fyrir landi sínu þrátt fyrir að verða kallaðir rasistar þá ætti það að styðja við þingmenn og þeir fara að taka upp hanskann fyrir sína þjóð en ekki Heimsveldið.  

Valdimar Samúelsson, 16.9.2016 kl. 09:26

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góð grein og upplýsandi, nafni. Þakka þér fyrir að standa vörð um sannleikann gegn billegum spunafréttum.

Jón Valur Jensson, 16.9.2016 kl. 09:52

3 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka ykkur fyrir innleggin Valdimar og Jón. Þingmenn eru greinilega margir hræddir vegna skefjalausrar innrætingar sem hefur verið í skólum landsins og eru þar Háskólarnir ekki aftast í röðinni. Þar hafa verið skrifaðar hræðilega lélegar lokaprófsritgerðir um nýrasisma og hatursumræðu, sem halda ekki nokkru vatni. En skoðast sem fræði í dag. Þetta borga skatgreiðendur fyrir.

Jón Magnússon, 16.9.2016 kl. 16:12

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Fólk hefur bara, sér til þægindauka, gleymt því að hér fyrir nokkrum áratugum var Nazisminn alvöru pólitísk kenning (og það má færa fyrir því góð rök að hún sé það enn.)

Nú er þetta blótsyrði.

Ég heft oft bent fólki á að kynna sér þetta - best er að byrja á Hobbes, hann er hægt að fá á hljóðbókarformi gegnum til dæmis librivox, og hlusta á forrennara fasismans á leið í og úr vinnu, svona til dæmis, eða á skokkinu.

En fólk hefur ekkert nennu til þess, eð'a brainpower til að átta sig á þessu.

Í staðinn þá eru bara allir sem eru ósammála skoðunum þínum nazistar/fasistar/hægri öfgamenn/frjálshyggjumenn/neytendur sykraðra gosdrykkja/kattaeigendur eða hvað annað sem mönnum dettur í hug að hreyta út úr sér.

Ásgrímur Hartmannsson, 16.9.2016 kl. 17:48

5 identicon

Þú skrifar" Hópur ólöglegra innflytjenda í boði Angelu Merkel " Telu þú að Merkel sé að brjóta lög?

Jónas Kr. (IP-tala skráð) 16.9.2016 kl. 20:08

6 Smámynd: Jón Magnússon

Ásgrímur ég reikna með að þú sért að tala um hið svokallaða góða fólk sem hengir þessa merkimiða á þá sem þeim eru ekki sammála. Ég hengi ekki þessa merkimiða á fólk þó það sé ósammála og eigi jafnvel skilið að fá eitthvað af þeim.

Jón Magnússon, 16.9.2016 kl. 22:37

7 Smámynd: Jón Magnússon

Jónas Kr. það sagði ég ekki. Hópur ólöglegra innflytjenda í boði Angelu Merkel. Eru þarna vegna þess að Angela opnaði landamærin en síðan er vinnsla í gangi til að vísa þeim sem eru ólöglegir innflytjendur úr landi en sú vinna gengur hægt og það eru tugir þúsunda þessara ólöglegu innflytjenda sem eru týndir og yfirvöld í Þýskalandi vita ekkert hvar eru.

Jón Magnússon, 16.9.2016 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 508
  • Sl. sólarhring: 645
  • Sl. viku: 2894
  • Frá upphafi: 2294445

Annað

  • Innlit í dag: 472
  • Innlit sl. viku: 2639
  • Gestir í dag: 452
  • IP-tölur í dag: 438

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband