Leita í fréttum mbl.is

Hvað segir Trump forseti í innsetningarræðunni

Eftir rúmar 7 klukkustundir tekur Donald Trump við sem 45.forseti Bandaríkjanna. Allt venjulegt fólk óskar honum velfarnaðar í starfi. Velferð heimsbyggðarinnar hvort sem einhverjum líkar það betur eða verr er undir því komin að ofurveldið Bandaríkin gangi til góðs heima fyrir og í alþjóðamálum.

Í innsetningarræðu sinni mun Trump leggja áherslu á að draga úr ríkistúgjöldum og ég spái því að hann boði gamla stefnu ungra Sjálfstæðismanna um "Báknið burt", en það er stefna sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur löngu gleymt því miður.

Trump hefur ekki haft þá skoðun að ríkisstjórnir leysi vandann og tekur þá sennilega í sama streng og Ronald Reagan sem sagði að ríkistjórnir væru vandamálið en ekki lausnin.

Trump mun líka fara inn á gildi þess að vera Bandaríkjamaður og hvaða áskoranir  það hefur í för með sér.

Trump hefur lofað að einbeita sér að því að bæta hag hinnar svokölluðu miðstéttar í Bandaríkjunum og mun vafalaust leggja fram helstu stefnumál sín hvað það varðar á eftir.

Það sem mér finnst einna forvitnilegast varðandi ræðu Trump er með hvaða hætti og hvernig hann leggur fram stefnu sína um niðurskurð ríkisútgjalda en ætla má miðað við fyrri yfirlýsingar að hann muni stefna að því að spara meira en 10 trilljónir dollara á næstu 10 árum.

Engin Bandaríkjaforseti hefur náð eins miklum árangri í að draga saman ríkisútgjöld og Demókratinn Harry S. Truman. Mesti blómatími í bandarísku efnahagslífi tók við í kjölfar þess. Vonandi verður það einnig raunin nú og Trump nái þessum árangri.

Á sama tíma og allt venjulegt fólk óskar nýjum Bandaríkjaforseta velfarnaðar megnar vinstri fjölmiðlaelítan ekki að sjá nokkuð jákvætt við forsetaskiptin og hamast við að finna allt hið neikvæða. Sú var raunin í morgunútvarpi RÚV á rás 2 í morgun þar sem frábær fréttamaður vestan hafs svaraði jákvætt spurningum neikvæðninnar hér heima fyrir,sem varð til þess að leitast var við af neikvæðninni að elta uppi eitthvað sem gæti verið neikvætt við embætistöku Donald Trump.  Ekki hlutlæg fréttamennska það nú sem fyrr.

Hvað svo sem því líður þá er alltaf spennandi að sjá hvernig nýjum forseta Bandaríkjanna farnast og þó að Donald Trump hafi fjarri því verið minn óskaforseti þá hefur hann fært fram mörg góð stefnumál og sett mál sem brenna á venjulegu fólki í forgang. Vonandi gengur honum allt í haginn við það góða sem hann hefur ætlað sér að gera.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

AÐ draga saman ríkisútgjöld er eitthvað sem Rikisstjórn ÍSLANDS  mun ekki hugnast.

 það er öfgamaður ´ á ferð þar sem TRUMP er - vonum að hann snúist í retta átt- !kv. cool

Erla Magna Alexandersdóttir, 20.1.2017 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 152
  • Sl. sólarhring: 1108
  • Sl. viku: 5797
  • Frá upphafi: 2276435

Annað

  • Innlit í dag: 141
  • Innlit sl. viku: 5379
  • Gestir í dag: 140
  • IP-tölur í dag: 139

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband