Leita í fréttum mbl.is

Nú þarf að mótmæla lýðnum.

Undanfarnar vikur hafa fjölmiðlar einkum hér á landi farið mikinn og bent okkur á hvílík skepna í mannsmynd hinn nýkjörni Bandaríkjaforseti er. Helst hafa þeir haft horn í síðu hans fyrir að setja tímabundið bann við komu fólks frá nokkrum ríkjum þar sem meirihlutinn eru Íslams trúar.

Stjórnmálamenn í Evrópu hafa heldur ekki látið sitt eftir liggja og talið þessa afstöðu Trump vera kynþáttahyggju þ.e. rasisma og óásættanlega í alla staði. Þau Angela, Hollande og Tusk hafa farið mikinn og skírskotað til bandarísku þjóðarinnar að taka í taumana. Einhvern tímann hefði það verið talið jafngilda því að erlendir þjóðarleiðtogar væru að hvetja til byltingar í öðru ríki.

Alþingi íslendinga hefur ekki látið sitt eftir liggja og Píratar fóru mikinn og kyrjuðu sálminn sinn úr ræðustól á Alþingi og þar sem þeim verður jafnan orðafátt þegar kemur að alvöru málsins þá tóku þeir þau tvö orð sem þeim eru tömust sér í munn í síbylju - rasisti- fasisti og þannig var þulan látin ganga um manninn sem Píratar og ríkisstjórn Íslands telja að sé hin mesta ógn við hinar einu hreinu og leyfilegu skoðanir að þeirra mati þ.e. Kanahatur, menningarleg og siðræn uppgjöf og opin landamæri

En svo bregðast krosstré sem önnur tré eins og segir í máltakinu. Nú hefur skoðanakönnun í 10 Evrópuríkjum staðfest að skoðanir Trump hafa yfirburða stuðning meðal kjósenda. Þannig vilja 54% Evrópubúa setja algjört aðkomubann á múslima. Trump setti bara 90 daga bann. Í Póllandi heimaríki Tusk eru yfir 70% kjósenda sem vilja setja á svona bann.

Hvar standa Evrópuleiðtogar þá Gulli minn góður. Eiga þeir ekki að fara í stríð við eigin landsmenn og mótmæla þeim fyrir rasisma og fasisma. Þurfa þeir þá ekki að berjast sem aldrei fyr til að skipta um þjóð fyrst einhliða fréttaflutningur, fréttafalsanir og fréttabann dugar ekki til.

Hvað er til ráða og hvað má þá vera til varnar sóma þeirra sem fordæma og fordæma aðra og standa svo frammi fyrir því að þeir standa naktir í næðingnum af því að fólk er ekki jafn skyni skroppið og forréttindaaðallinn í vestrænum þjóðfélögum sem heldur að peningar vaxi á skinni skattgreiðenda.

Nú þarf Alþingi og utanríkisráðherra að gera hið fyrsta hróp að kjósendum í Evrópu fyrir fasisma og rasisma og mótmæla því að þeir skuli leyfa sér að hafa skoðanir sem þau eru ekki sammála.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góður Jón!

Jón Valur Jensson, 9.2.2017 kl. 23:42

2 identicon

Mér finnst það mjög slæmt að Morgunblaðið sé orðið handbentill Fréttablaðsins í skrifum á móti Donald Trump. Ég hef sent þeim bréf þar sem ég mótmæli þessum Fréttablaðaskrifum þeirra. Sjáum hvað setur. Kannski segi ég upp mbl.. En takk fyrir góð skrif Jón, það eru mjög margir sem lesa þau en lika ekki þar sem margir þora ekki því. Ég hef fengið að heyra það sjálfur að margir lesa með velþóknun mín skrif sem eru ekki mörg, en kommentarar fleyri en þora ekki að lika.

Rafn Einarsson (IP-tala skráð) 10.2.2017 kl. 11:11

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það að vilja setja ferðabann á fólk fyrir það eitt að játa ákveðna trú er rasismi og gildir þá einu hvort það er meirihluta eða minnihlutaskoðun. Það að vilja mismuna fólki á grundvelli trúar eða kynþáttar er rasismi sama í hversu fínan búning slíkt er sett og hversu margir hafa þá skoðun.

Sigurður M Grétarsson, 10.2.2017 kl. 11:12

4 identicon

Frábær pistill og svo sannur.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 10.2.2017 kl. 12:52

5 Smámynd: Jón Magnússon

Takk fyrir það Jón Valur.

Jón Magnússon, 10.2.2017 kl. 17:23

6 Smámynd: Jón Magnússon

Það er spurning hvað þú lest í Morgunblaðinu Rafn. Mér hefur fundist ritstjórnargreinar Morgunblaðsins, Reykjavíkurbréf og Staksteinar blaðsins það skynsamlegast sem birst hefur á prenti um þessi mál. Hitt er annað mál að annarsstaðar í blaðinu hafa verið hlutir sem eru með öðrum hætti. En Morgunblaðið er eina alvöru blaðið í dag og það er eini fjölmiðillinn sem væri slæmt að missa.

Jón Magnússon, 10.2.2017 kl. 17:25

7 Smámynd: Jón Magnússon

Samkvæmt því Sigurður M. Grétarsson þá er meiri hluti Evrópubúa rasistar. En þannig er það ekki. Í fyrsta lagi er Íslam ekki rasi heldur pólitík samofin trúarbrögðum. En þú getur kallað það hvaða nafni sem þú vilt. Miðað við hryðjuverkin sem fylgjendur þessara miðalda trúarbragða hafa aftur og aftur framið, ránin, nauðganir og annað ofbeldi sem fólk í Evrópu verður fyrir af fylgjendum miðalda trúarbragðanna þá er ekkert skrýtið að fólk hugsi um eigið öryggi. En það hefur ekki með rasisma að gera Sigurður heldur sjálfsbjargarviðleitni og heilbrigða skynsemi.

Jón Magnússon, 10.2.2017 kl. 17:30

8 Smámynd: Jón Magnússon

Takk fyrir það Sigurður.

Jón Magnússon, 10.2.2017 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 851
  • Sl. sólarhring: 1355
  • Sl. viku: 6496
  • Frá upphafi: 2277134

Annað

  • Innlit í dag: 801
  • Innlit sl. viku: 6039
  • Gestir í dag: 767
  • IP-tölur í dag: 753

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband