Leita í fréttum mbl.is

Umskurður

Almennt er viðurkennt að umskurður á kynfærum kvenna eða stúlkna sé viðbjóðsleg árás á frelsi konunnar og gróf misþyrming á líkama hennar, sem hafi varanlegar skaðlegar afleiðingar. 

Í grein sem ég las nýverið er því haldið fram að umskuður á lim karlmanna eða sveinbarna sé í fleiri tilvikum en færri til þess fallinn að valda þeim karlmanni vandræðum sem fyrir því verður.

Fornaldartrúarbrögð hafa þessa ósiði og siðlausa atferli í hávegum. Þeir sem trúa á Gamla testamenntið fylgja boðum Guðs um að færa honum forhúðir drengja svo að Gyðingar megi verða Guðs útvalda þjóð. Það var og- Trúir því einhver að Guð hafi valið einhverja þjóð sérstaklega sem útvalda fram yfir aðrar þjóðir? Sá Guðdómur er þá heldur betur rasískur.

Fólk ætti að fletta upp á 17. kafla fyrstu Mósebókar 9-14. vers þar segir m.a. "Allt karlkyn meðal ykkar skal umskera. Þið skuluð umskera hold forhúðar ykkar. Það er tákn sáttmálans milli mín og ykkar." Guðdómur sem metur forhúð lims ungra drengja svona mikils er vægast sagt pervert.

Nú fjölgar fólki á landi hér frá löndum þar sem umskurður er tíðkaður. Ekki síst umskurður á kynfærum stúlkna.

Umskurður er gróf árás á kynfrelsi og líkama þess sem fyrir því verður hvort heldur er um að ræða svein- eða meybarn. Það ber að banna slíka líkamsárás ótvírætt með lögum.

Í 218.gr.a almennra hegningarlaga er vísað til líkamsárásar á konur og kynfæri hennar. Þar er hins vegar ekki minnst á sambærilega árás á kynfæri drengja. Þá er umskurður sem slíkur ekki beinlínis bannaður.

Það þarf að taka af öll tvímæli um það með beinni lagasetningu að umskurður bæði svein- og meybarna sem og unglinga sé bannaður og liggi þungar refsingar við mun þyngri en eru skv. 218.gr.a almennra hegningarlaga.

Þó svo að einhverjir Gyðingar eða þá Múhameðstrúarmenn telji að sér vegið með því, þá verða þeir að sætta sig við sjónarmið okkar um réttindi einstaklingis og vald einstaklingsins yfir eigin líkama hvort sem það er í þessu máli eða öðrum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Eigum við ekki bara að kalla þessar limlestingar villimennsku?  Það er mótsögn í því að framkvæma þær í þágu Guðs síns ef sköpunarverk hins sama Guðs og boðskapur telst að öðru leyti fullkomið.

Kolbrún Hilmars, 6.3.2017 kl. 15:19

2 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Sæll og blessaður.

Ég hef ekki hugsað orðið glæpur,, en þroskaleysi.

Ef einhver vill ekki læra að hætta þessu á okkar landi, á að taka mjög hart á því.

Umskurður er brot á Guðs og manna lögum, hann er heimska.

Þeir sem hann stunda eru frosnir í fortíðinni.

Umskurður á drengjum var gert til að byrja með, vegna einhverra aðstæðna, í fortíðinni.

Eitthvert smit, eða snýkjudýr skaðaði drenginn.

Ég vil ekki koma með íhugun um umskurð kvenna.

Umskurður er brot á Guðs og manna lögum.

Ég er með íhugun um umskurð á blogginu mínu, en finn það ekki.

Þessar digital geymslur eru oft til vandræða, það er hægt að fela þær, svo að þær finnist ekki.

Þegar söfnin okkar segjast geyma allt á rafrænu formi, þá er alltaf hægt að breyta þeim upplýsingum, eða að láta þær hverfa á einu augnabliki.

Bíkin, pappírinn, er mun öruggari.

Hugsa upp geymslu til hliðar við rafræna forminu.

Jónas Gunnlaugsson, 6.3.2017 kl. 16:15

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Sammála að það á að banna umskurð barna algjörlega. En bendi á að umskrður Stúlkna sem vissulega er ógeðsleg verknaður og ömurleg misþyrming hefur víst verið stundaður síðan á dögum Faróa og hefur meira með hjátrú, menningu og siði í þessum löndum að gera. Aðallega Afríku. Þar eru öll trúarbrögð sem koma að þessu ógeði.  Gyðingar eru jú að umskera sveinbörn um allan heim. En þar eins og mað annað á að banna það þar til börn hafa náð sjálfræði og ákveða það sjálf.

Las þetta um daginn á netinu hér https://umskurdur.wordpress.com/page/2/

Vestur-Afríka

Mest gagnasöfnun varðandi umskurð kvenna hefur verið gerð í Vestur-Afríku. Í fyrra var gerð áhugaverð skýrsla á vegum World Health Organisation sem reynir að greina þróun fyrirbærisins og segja til um hvaða þættir spila inn í. Til að rannsaka útbreiðslu umskurðarins voru konur spurðar og athugað hvaða þættir voru ráðandi um það hvort þær létu umskera dætur sínar eða ekki. Niðurstaðan er að tíðni umskurða er mjög há í Vestur-Afríku en aldur, menntunarstig, og fjárhagsleg staða höfðu áhrif. Trú hafði líka sitt að segja en niðurstaðan er að í mörgum löndunum fylgdu hærri líkur á umskurði því að vera múslimi . Þannig voru ungar, fátækar, lítið menntaðar og múslimskar konur líklegri til að vilja halda umskurðar-hefðinni áfram. En það er ekki svo einfalt því hjá þeim sem játa aðra trú en íslam var tíðnin líka mjög há. Og þá er spurning hvort það er ekki annars konar trú sem hefur áhrif á meginþorra almennings í þessum löndum, burtséð frá íslam eða kristni, nefnilega hjátrú?

Magnús Helgi Björgvinsson, 6.3.2017 kl. 16:44

4 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Algjorlega sammála thér tharna Jón.

Thad tharf ad breyta 218.gr. og taka

drengi inn thar líka.

Einnig, ekki spurning ad thyngja refsingar

fyrir thessum glaep, sem thad er og ekkert

annad.

Sigurður Kristján Hjaltested, 6.3.2017 kl. 16:55

5 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Úreltir siðir og misskilningur

6.7.2014 | 23:41

6.7.2014 | 23:41

Slóðin átti að fara með fyrri athugasemd.

Egilsstaðir, 06.03.2017  Jónas Gunnlaugsson

Þú mátt senda mér fyrri athugasemdina, ef þú sérð þér ekki fært að birta hana.

Jónas Gunnlaugsson, 6.3.2017 kl. 17:00

6 Smámynd: Elle_

Frábær pistill. Ungir drengir geta alveg skaðast af svona meðferð líka og ætti raunar að banna þetta í 'siðuðum' löndum. Ótrúlega gerist þetta enn og enn verra, það er vaninn í sumum vestrænum löndum. Og þá er ég að tala um nýfædda drengi. 

Jú því er nú verr Jón að það eru nokkrir sem í alvöru trúa og mundu berjast við þig fyrir það að guð hafi valið eina útvalda þjóð. Og sem allt leyfist gegn næstu þjóðum. 

Elle_, 6.3.2017 kl. 22:08

7 Smámynd: Elle_

Vildi bara bæta við að það var sterkara að tala um beina líkamsárás en meðferð og beina lagasetingnu gegn þessu, eins og þú gerðir.

Elle_, 6.3.2017 kl. 22:17

8 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Umskurn drengja er mjög algengur í Bandaríkjunum, ekki aðeins meðal Gyðinga. Mig grunar að líkt og fleiri siðvenjur eigi þessi uppruna sinn sem tilraun til að forðast sjúkdóma (svona svipað og bann Gyðinga og Araba við svínakets- og skelfiskáti). Umskurn stúlkna er til þess fallin (og til þess gerð) að koma í veg fyrir að þær geti notið kynlífs. Það á ekki við um umskurn drengja, sem er þeim almennt talað alveg skaðlaus.

Þorsteinn Siglaugsson, 6.3.2017 kl. 23:58

9 identicon

Ef kynfaeri karls og konu vaeru honnud med truarlegu tilliti vaeir mannkynid sennilega um 500 000 manns og heldi ser vid a taeknifrjogvunum. Anaegjan af kynlifi vaeri engin thar sem konan fynndi bara til sarsauka a medan samforum staedi. Madurinn er hannadur med sinum kynfaerum ad njota kynlifs svo hann se viljugur til ad fjolga ser med samforum undir venjulegum kringumstaedum sem ekki eru thvingadar a neinn hatt hvad tha med skurdadgerdum an deyfingar oft lifshaettulegum. Vestraen samfelog hafa alla burdi til ad snua thessu vid med arodri og massivri kynnningu a upplysingunni sem her frelsadi og breytti fyrir 250 arum. Thar sem umskurdur kvenna er idkadur tharf upplysingin ad koma inn og gera talsmenn umskurdar haettulega samfelaginu og tortryggilega talsmenn myrkra midalda. Gera thessu folki thad tilbod ad thad verdi ad skera af ser haegri handlegginn an deyfingar med skitugu Gillette rakvelabladi og fa adeins skitugan strigapoka rifinn i raemur sem umbudir. Engin sykla eda verkjalyf. Umskurdur kvenna er takmarkad menningartengt fyrirbaeri sem a ekkert skylt vid tru thar sem ekkert stendur um slikt i truarritum. Slikt verdur ad uppraeta rett eins og Bretar uppraettu mordsveitir Thogga og ekkjubrennur i Indlandi 19. aldarinnar.

Þ (IP-tala skráð) 7.3.2017 kl. 09:03

10 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Að mínu áliti er sjálfsagt að gera greinarmun á umskurði drengja og stúlkna. Þetta er í raun ekkert sambærilegt.

Guðmundur Pálsson, 7.3.2017 kl. 11:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 69
  • Sl. viku: 855
  • Frá upphafi: 2291621

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 754
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband