Leita í fréttum mbl.is

Gróðurmagn í Afríku eykst- Hvað varð um gróðureyðingu vegna hlýnunar?

Á fréttamiðlinum Eyjunni í dag er frétt um rannsókn sem gerð var á gróðurmagni í Afríku. Í ljós kom að þrátt fyrir ágang manna og fleiri meinvætta á gróðurinn, þá hefur hann samt aukist verulega að magni til í álfunni.

Þetta gerist og þrátt fyrir bölvaldinn hnattræna hlýnun af mannavöldum. Samkvæmt þeirri kenningu og fréttum áróðurspresta hlýnunarinnar þá eru stórkostleg vandamál í Afríku vegna hnattrænnar hlýnunar, þurkar, gróðureyðing og afleiðingin landflótti og hungur.

Samkvæmt þessari nýju könnun þá eru staðreyndir allt aðrar. Gróðurmagn í álfunni eykst og það er m.a. vegna aukinnar rigningar. Martin Brand hjá Kaupmannahafnarháskóla sem stjórnaði rannsókninni sem tekur til 20 síðustu ára segir að þar sem gróðureyðing hafi orðið í álfunni sé fyrst og fremst um að kenna ágangi manna.

Þetta hljóta að vera váleg tíðindi fyrir trúarbragðahópinn sem vill leggja milljarða skatta á borgaranna með umhverfisráðherra Bjartrar framtíðar í broddi fylkingar til að þjóna hinni pólitísku veðurfræði.

Er ekki kominn tími til að stoppa þessa vitleysu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Einfalt svar..."Jú"

Sigurður Kristján Hjaltested, 19.3.2017 kl. 19:30

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Margir vísindamenn hafa bent á að jörðin í heild sé að verða gróðursælli en áður og er gróðuraukningin í sama hlutfalli og aukning co2 í andrúmsloftinu.

Raunar er hlutfallið nákvæmlega eins, þ.e. á meðan aukning co2 er 20% eykst gróðurþekja jarðar um 20%.

Þeir vísindamenn sem bent hafa á þetta er þaggaðir niður af alarmistum í lofslagsmálum því þetta þykja ekki góðar fréttir á þeim bæjum. Fjölmiðlar hafa sömuleiðis engan áhuga á góðum fréttum varðandi loftslagsmál. Slæmu fréttirnar selja betur.

Prófið að gúggla "earth is getting greener"

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.3.2017 kl. 17:40

3 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

NASA hefur sannreynt þetta:

NASA:  Carbon Dioxide Fertilization Greening Earth, Study Finds

https://www.nasa.gov/feature/goddard/2016/carbon-dioxide-fertilization-greening-earth

Ágúst H Bjarnason, 21.3.2017 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 791
  • Sl. sólarhring: 1026
  • Sl. viku: 2321
  • Frá upphafi: 2293789

Annað

  • Innlit í dag: 718
  • Innlit sl. viku: 2109
  • Gestir í dag: 686
  • IP-tölur í dag: 669

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband