Leita í fréttum mbl.is

Það er stöðugt verið að krossfesta Krist.

Við sem trúum, að krossfesting Jesú og upprisan sé söguleg staðreynd höfum trúarsannfæringu sem Páll postuli víkur víða að í bréfum sínum sem mikilvægasta inntaki fagnaðarerindis.

Á sama tíma og við minnumst pínu og dauða Jesú með þeirri aftöku sem Rómverjar notuðu til að niðurlægja landráða- og uppreisnarmenn þá hefur kristni heimurinn gleymt Helferðinni gegn kristnu fólki í Írak og Sýrlandi og víðar þar sem vagga kristninnar stóð í frumbernsku trúarbragðanna.

Í Mið-Austurlöndum eru milljónir kristins fólks sem stöðugt er ráðist á og þeim ógnað með útrýmingu.

Vestrænar ríkisstjórnir aðhafast ekkert. Daglegar ógnanir, morð og óeiginlegar krossfestingar kristins fólks varna þeim ekki nætursvefns. Helstu prelátar kristinna hvort heldur kaþólika eða mótmælenda láta sem ekkert sé og gera ekkert til að koma í veg fyrir að kristið fólk í Írak og Sýrlandi sé hrakið frá heimkynnum sínum,smáð,hrakið, nauðgað og myrt.

Meir en 3 af hverjum fjórum kristnum hafa flúið Írak frá 2003 og nær helmingur Yasida undan Íslömsku trúarrasistunum.

Hjálparstarf Vesturlanda sinnir þessu fólki nánast ekki neitt. Síst hinn gjörspillti vestræni Rauði kross, ríkisstjórnir Vesturlanda eða kristnar kirkjudeildir.

Hjálparstarfið er á vegum Sameinuðu þjóðanna sem flytja birgðir og hjálpargögn til stofnana sem stjórnað er af múslimum sem dreifa því sem í boði er fyrst til allra annarra en kristinna eða Yasida og sýna kristnum og Yasidum iðulega lítilsvirðingu. Trúarlegur rasismi Íslam er því miður hluti kenningar Múhameðs.

Í grein í DT í gær segir að um margra ára skeið hafi ýmis hjálparsamtök upplýst bresk yfirvöld um að kristnir flóttamenn finnist varla í búðum Sameinuðu þjóðanna í Írak og Sýrlandi.

Einn af hverjum tíu Sýrlendingum var kristinn þegar borgarastyrjöldin hófst árið 2011, en þeir hafa ekki fengið nema um tvö af hverjum hundrað plássum í flóttamannabúðum í landinu og eiga jafnvel þar stöðugt á hættu að vera ofsóttir vegna trúar sinnar.  

Vestræna stjórnmála- og fréttaelítan er svo illa haldin af því að fylgja stjórnmálalegri samkvæmni að haldið er blygðunarlaust fram, að með sérstökum stuðningi við Kristið fólk, sé verið að gera upp á mill fólks með óleyfilegum hætti á trúarlegum forsendum. Vísað er til fjölþjóðlegra samninga sem ýmsir lögspekingar halda fram að komi í veg fyrir að stjórnmálamenn megi láta skynsemina ráða varðandi hjálparstarf.

Afleiðingin af þessu rugli er knúin áfram af kórnum sem syngur í sífellu stefið um að ekki megi mismuna fólki á grundvelli trúarbragða, en leiðir til þess að Kristnum og Yasídum er mismunað og verða útundan einmitt fólkið sem þarf mest á hjálp að halda, en það er ekki umræðuefnið,viðfangsefnið eða vandamálið í huga "góða fólksins" svokallaða.

Að sjálfsögðu eiga múslimar rétt til að fá aðstoð og hjálp eins og fólk af öðrum trúarbrögðum. Munurinn á kristinni boðun og boðun Múhameðs er að skv. okkar boðun eigum við að hjálpa öllum óháð trúarbrögðum en í boðun Kóransins er byggt á trúarlegum rasisma.

Hjálparstarf verður alltaf að miða að því að hjálpa þeim sem þurfa mest á hjálp að halda. Það eru kristnir og Yasídar í Írak og Sýrlandi í dag. Með því að neita að horfast í augu við þjóðarmorð á kristnu fólki eru stjórnmálamenn og kirkjuhöfðingjar Vesturlanda stöðugt að láta krossfesta Krist og láta sér fátt um finnast.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristin stjórnmálasamtök

Frábær grein, Jón Magnússon, og sannarlega tímabær. Kristin stjórnmálasamtök hafa (en ekki með jafn-ýtarlegri efnisöflun og rökstuðningi) tekið sambærilega afstöðu. Krefjumst þess að hér verði tekið við ofsóttum, kristnum flóttamönnum fremur en að láta þá múslimsku ganga fyrir um alla hjálp. Og Rauði kross Íslands hefur líka reynzt hér næsta þægt verkfæri vegvilltrar hugmyndafræði eins og sá alþjóðlegi.

Kristin stjórnmálasamtök, 14.4.2017 kl. 10:26

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jón. Takk fyrir þennan pistil. Trú og trúarbrögð er ekki það sama í mínum huga. Trúarbrögð afleiða trúfrelsi hverrar sjálfstætt hugsandi persónu. Trú sem engin utanaðkomandi áróðursöfl stjórna né innprenta, er rétta trúin fyrir hvern og einn. Fræðsla og áróðursinnprentun er ekki það sama.

Trúfrelsi eins endar þar sem trúfrelsi annars byrjar. Trúfrelsi er meðfædd gjöf, svo lengi sem trúfrelsi eins skaðar ekki annars frelsi með neinum hætti.

Siðareglur sem maður hefur lært af gömlu áróðurslausu einföldu skólabiblíusögunum, sem kenndar eru við nafnið Jesú, hafa reynst vel. Þarf ekki að heita kristnitrú, þó að fólk trúi að sú krisnikennda speki sé farsælt leiðarljós. Þessi trúarbragða prédikaði trúarbragðaótti og fordómar eru skaðleg heilaþvottaöfl.

Ótti er lamandi og lífneistadeyfandi afl, sem er öllum skaðlegt.

Því miður hefur næstum slokknað á leiðarljósi mínu upp í gegnum árin. En það er einungis við mig sjálfa að sakast í þeim efnum. Það kærleiksljós sem maður ræktar ekki og nærir með náungavirðingu, það dofnar að sjálfsögðu.

Lífsneistinn er alltaf til staðar í hverju hjarta, og ljósið verður ekki skærara innra með manni, heldur en maður nærir það til að lýsa.

Þetta er mín eigin skoðun og trú. Allir jarðarbúar eiga að hafa sína skaðlausu einkaskoðun og trú í friði fyrir trúarinnprentunaráreiti og útskúfun annarra.

Ég óska þér og öllum öðrum á misjafnra lífvera jörðinni, gleði/friðar og náungakærleikans páskahelgar.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.4.2017 kl. 11:26

3 Smámynd: Elle_

Hví gera vestrænar ríkisstjórnir svo lítið eða ekkert til að verja þetta fólk gegn ofsóknum? Má bara gera útaf við Kristna menn?

Elle_, 14.4.2017 kl. 11:38

4 Smámynd: Jón Magnússon

Ég þakka hólið frá kristilegum stjórnmálasamtökum. Þetta er vissulega efni sem við kristið fólk þurfum að taka föstum tökum og standa með trúbræðrum okkar og systrum.

Jón Magnússon, 14.4.2017 kl. 13:10

5 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Anna það er alveg rétt sem þú segir um heilaþvottinn. En það er einmitt svo heillandi við kristnina að Jesús býður okkur að koma til sín hvernig sem við erum klædd og meta sig á okkar eigin forsendum. Kirkjan hefur að vísu í gegn um aldirnar reynt að breiða yfir það og reynt að taka sér alræðisafl um það með hvaða hætti eigi að nálgast Jesús og lýst þá trúvillinga sem ekki gera það á þeirra forsendum. Það er algjörlega andstætt kenningunni.

Jón Magnússon, 14.4.2017 kl. 13:13

6 Smámynd: Jón Magnússon

Einmitt góð spurning Elle.

Jón Magnússon, 14.4.2017 kl. 13:13

7 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þakka þér Jón fyrir þína góðu grein, orð í tíma töluð.

Ofsóknir gegn kristnum hefur margfaldast á síðast liðnum árum og hefur aldrei verið eins mikil og nú. Um daginn, á Pálmasunnudag, voru sprengjur sprengdar við Kopta kirkjur í Egyptalandi, en lítið um það fjallað á vesturlöndum. Það sem fékk enn minni athygli voru þó þrjár sprengjuárásir sem áttu sér stað við kristnar kirkjur á Indlandi.

Kristur dó í eitt skipti fyrir öll, syndlaus fyrir okkur syndara til að kaupa okkur undan bölvun syndarinnar. Dauðinn gat ekki haldið honum þar sem Hann var syndlaus. Því getum við sagt með fullri vissu, eins og þeir gerðu í frumkristninni: Hann er upprisinn, um leið og við óskum hvert öðru Gleðilegra páska.

Tómas Ibsen Halldórsson, 14.4.2017 kl. 16:00

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Í öllum heimshornum deila menn um hvað sé kristilegt. Sem leikmaður  tel ég að það sé kristilegt að breyta ein og maður gæti ímyndað sér að Kristur gerði. Margt sem gert hefur verið í nafni kristni erlendis virðist komið úr framandi menningu. Hérlendis hefur þróast umburðalynd og þjóðleg kristin trú. Ég gæti t.d. vel hugsað mér að ganga í Fríkirkjuna í Reykjavík ef ekki væri fyrir þá undarlegu reglu að ekki megi vera í fleiri en einu trúfélagi. Þannig var Ólafi Jóhannessyni vini mínum sem starfað hafði til margra ára  ötullega sem safnaðarformaður Grafarvogssóknar gert að segja sig úr Ásatrúarfélaginu ef hann vildi halda áfram sem safnaðarformaður. Við brosum að þessu hér á Íslandi en það er ekki víst að þeir sem leita hér skjóls hafi húmor fyrir okkar skringilegheitum.  Við vonum það besta. 

Sigurður Þórðarson, 14.4.2017 kl. 16:36

9 Smámynd: Jón Magnússon

Takk fyrir þitt innlegg Tómas Ibsen. Mér finnst að við eigum að minnast upprisunnar og segja gleðilega upprisuhátíð. Páskar vísa til Mósebókar um brottförina frá Egyptalandi.

Jón Magnússon, 14.4.2017 kl. 20:38

10 Smámynd: Jón Magnússon

Fólk getur ekki verið í forustu fyrir einn trúarsöfnuð Sigurður minn Þórðarson og verið síðan í öðrum trúarsöfnuði sem boðar ósamrýmanlegar kenningar. En hins vegar er ég alveg sammála þér um frelsi okkar til að nálgast guðdóminn. Takk fyrir innleggið.

Jón Magnússon, 14.4.2017 kl. 20:40

11 identicon

Mikill rosalegur hálfviti er maður sem trúir á upprisu krists. Ævintýralega óupplýstur og heilaþveginn. Væntanlega án allrar vísindalegrar þekkingar. Grátlegt að börnum sé enn boðið upp á slíka samfylgd.

Magnús S. Magnússon (IP-tala skráð) 15.4.2017 kl. 00:11

12 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Fyrirsögn pistilsins, segir meira en þúsund orð. Hvers vegna enginn hlustar, er með hreinum ólíkindum. Þakka góð akrif.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 15.4.2017 kl. 03:41

13 Smámynd: Jón Magnússon

Jæja Magnús þú hefur greinilga einkarétt á vitrænni umræðu og til að fella dóma yfir öllum öðrum.

Jón Magnússon, 16.4.2017 kl. 09:54

14 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir þitt innlegg Halldór.

Jón Magnússon, 16.4.2017 kl. 09:55

15 identicon

Góður pistill, kærar þakkir. Var í þeirri stöðu fyrir mörgum árum að þurfa að taka afstöðu til sögunnar um upprisuna. Kennari minn í "Jötureglunni", kom frá kirkju í Californíu sem kallaði sig, fyrsta kirkja Kristinnar dulspeki, (mín þíðing). Ég spurði eitt hvöldið hvort við værum að nálgast þá hæð í andlegum þroska, sem kristnir kalla að "Frelsast". Hann sagði að við þyrftum að gera okkur greina fyrir því að sagan um upprisuna væri bara orð manna. Sem fullorðin K.F.U.M. strákur var þetta mikið áfall og allt í einu þurfti ég að taka afstöðu. Var þetta bara lygasaga? Mundi orðin "Af ávöxtunum skulið þið þekkja þá". Leit yfir heimssöguna og sá að í þeim löndum sem voru með kross í fánum sínum var einfaldlega best að búa. Yfirgaf regluna og fór að lesa Biblíuna með nýju gleraugunum mínum.

Jón Erlings (IP-tala skráð) 16.4.2017 kl. 12:55

16 Smámynd: Jón Magnússon

Takk fyrir Jón Erlings. Það er spurningin um að eiga lifandi trú  og það er það besta sem fólk getur átt. Allt sem komið er til ára sinna í heimssögunni orkar tvímælis um hvort hlutirnir hafi ákkúrat gerst svona eða eitthvað örlítið öðru vísi En það skiptir ekki öllu, heldur inntakið og heildarhugsunin.

Jón Magnússon, 16.4.2017 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 82
  • Sl. viku: 1662
  • Frá upphafi: 2291552

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1491
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband