Leita í fréttum mbl.is

Verst fyrir Bretland

Ólíkt því sem ég hafði spáð þá náði Íhaldsflokkurinn ekki hreinum meirihluta í þingkosningunum í Bretlandi í gær. Það var þvert á það sem lagt var upp með þegar þing var rofið og efnt til nýrra kosninga.

Íhaldsflokkurinn á þó þess kost að leita eftir stuðningi norður írska hægri flokksins, sem mér virðist ef eitthvað er til hægri við Íhaldsflokkinn.

Theresa May og ráðgjafar hennar virðst hafa gert nokkur reginmistök. Í fyrsta lagi tókst þeim að ýta frá sér atkvæðum eldri borgara í nokkrum mæli. Í öðru lagi þá var það ekki viturlegt af Theresu May að vera með drottningarstæla og neita sjónvarpskappræðum við leiðtoga annarra flokka. Í þriðja lagi þá var spurningaþáttur leiðtoga bresku stjórnmálaflokkanna það versta sem flokkur sem hugsa um hag skattgreiðenda getur farið út í þar sem spurningarnar eru nánast allar "Hvað ætlar þú að gera fyrir mig á kostnað skattgreiðenda"

Í fjórða lagi þá virðist áætlun May um áherslur hvað varðar kjördæmi hafa verið jafnrangar og áherslur Trump voru réttar í forsetakosningnunum í Bandaríkjunum síðasta haust.

Ólíkt því sem gerðist í frönsku forsetakosningunum þar sem unga fólkið kaus til hægri þá kaus unga fólkið í Bretlandi til vinstri.

Eftir stendur að það er með ólíkindum að Íhaldsflokkurinn skuli hafa klúðrað unninni stöðu, sem leiðir til þess að Theresa May mun þurfa á öllu sínu að halda til að halda leiðtogasæti í Íhaldsflokknum. Þar í landi verða stjórnmálamenn nefnilega ólíkt því sem gerist hér, að bera nokkra ábyrgð á verkum sínum og gengi og gengisleysi flokka sinna.

Þessi úrslit eru þó augljóslega það versta fyrir Bretland vegna fyrirhugaðra Brexit viðræðna. Vinstri sinnaðisti foringi Verkamannaflokksins í langa hríð leiddi flokkinn til aukins vegs í breskum stjórnmálum á sama tíma og íhaldsflokkurinn með eina frjálslyndustu stefnuskrá sem hann hefur haft hafði samt ekki erindi sem erfiði. 

Eftir að Brexit var samþykkt taldi ég að Íhaldsmenn gerðu best í því að kjósa Boris Johnson sem formann sinn. Ég er enn þeirrar skounar. En sennilega getur flokksvél Íhaldsflokksins illa sætt sig við það, vegna þess að Boris er öðruvísi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þarna afhjúpaði Theresa May frekju íhaldsmanna og þeirra rétta eðli þ.e.a.s valdagræðgina, eitthvað sem við hér á Íslandi könnumst við...því miður. En þetta útspil hennar kom beint í andlitið á henni aftur.

Annars má túlka úrslit þessara kosninga á þann veg, að Bretar séu ekki alls kostar ánægðir með Brexit og úrslit þeirra kosninga, og ég vona að jafnaðarmenn í Bretlandi sameinist um næstu ríkisstjórn og vindi ofan af þessu Brexit rugli.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 9.6.2017 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 306
  • Sl. sólarhring: 382
  • Sl. viku: 4896
  • Frá upphafi: 2268040

Annað

  • Innlit í dag: 284
  • Innlit sl. viku: 4523
  • Gestir í dag: 281
  • IP-tölur í dag: 270

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband