Leita í fréttum mbl.is

Sjálfstæði Kúrda

Í dag ganga Kúrdar að kjörborðinu í Írak til að greiða atkvæði um sérstakt ríki Kúrda. Ekki er vafi á því að mikill meiri hluti Kúrda mun greiða atkvæði með sjálfstæðu ríki, en spurningin er bara hvort það verða 90% eða meira af Kúrdum sem greiða því atkvæði. 

Kúrdar eru sérstök þjóð og eiga mikla og langa sögu og menningu. Saladin sá frægi soldán og hershöfðingi sem náði m.a. Jerúsalem frá Kristnu krossförunum var Kúrdi svo dæmi séu nefnd og Kúrdar hafa átt sameiginlega sögu og baráttu að hluta með öðrum í Arabíu, en eru samt þjóð með sama hætti og Norðmenn eru ekki Svíar og Danir og Hollendingar eru ekki Þjóðverjar.

Kúrdar eru aðallega í Tyrklandi, Írak, Íran og Sýrlandi og eru allsstaðar undirrokaðir og njóta ekki fullra mannréttinda nema e.t.v. í Írak frá falli Saddam Hussein. Alþjóðasamfélagið hefur brugðist Kúrdum og stórveldin hafa látið aðra hagsmuni en frelsi og sjálfsákvörðunarrétt þjóða ráða umfram það að vilja tryggja þjóðum sjálfsögð mannréttindi og sjálfstætt þjóðríki. 

Fólk sem ann frelsi, mannréttindum og sjálfsákvörðunarrétti fólks ætti að skipa sér í fylkingu með þeirri sjálfsögðu réttindabaráttu Kúrda að fá að vera í sjálfstæðu Kúrdistan og stjórna eigin málum eins og aðrar þjóðir. Allt annað er undirokun, mannréttindaskerðing og kúgun. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála.  Það er löngu komin tími á þetta mál.  Spurningin hvað fíflið hann Erdogan gerir ef Kúrdar í Tyrklandi fylgja svo í kjölfarið.

Brynjar (IP-tala skráð) 25.9.2017 kl. 14:57

2 Smámynd: Merry

Kurdar verða að taka fyrir sér landið og kalla þetta Kúrdistan. Enga getur sagt að þeir verðskulda það ekki.

Merry, 25.9.2017 kl. 16:58

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Tyrkir líta niður á Kúrda m.a. vegna þess að þeir eru mörgum öldum á eftir menningu nútímans. Í Austur Tyrklandi meðal Kúrda tíðkast fjölkvæni og konur eru ekki taldar með í manntali heldu með búfénu. Þær eru eign karla. Börn fyrstu eiginkonu eru hærra sett en seinni eiginkvenna.

Þetta hef ég frá Kúrda sem ég kynntist í Marmaris í Tyrklandi. Hann var fyrsta barn fyrstu eiginkonu (af þremur) föður síns. 

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.9.2017 kl. 06:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 580
  • Sl. sólarhring: 633
  • Sl. viku: 2966
  • Frá upphafi: 2294517

Annað

  • Innlit í dag: 540
  • Innlit sl. viku: 2707
  • Gestir í dag: 514
  • IP-tölur í dag: 498

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband