Leita í fréttum mbl.is

Viđ erum enn í hópi hinna viljugu ţjóđa.

Forsćtisráđherra og utanríkisráđherra hittu varautanríkisráđherra Bandaríkjanna í dag. Honum var kynnt ađ nýja ríkisstjórnin harmađi stríđiđ í Írak. Blessađur varautanríkisráđherra horfđi eđlilega stórum augum á ţau skötuhjúin og sagđi gera ţađ ekki allir. George W. Bush jr. Bandaríkjaforseti harmar stríđiđ í Írak. Spurningin er ekki um ţađ. Spurningin er um ţađ hvort fólk harmar innrásina í Írak og hvort ţađ telur hana réttlćtanlega og löglega.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Samfylkingin sögđust ćtla ađ taka okkur af lista yfir hin viljugu ríki sem tóku siđferđilega ţátt í ólögmćtri innrás í Írak. Nú er ţađ ekki á dagskrá. Samfylkingin getur auđveldlega svikiđ ţađ kosningaloforđ eins og svo mörg önnur.  Nú harma ţau stríđiđ en ţađ er ekki minnst á lista hinna viljugu og löglausa innrás andstćđa reglum Sameinuđu  ţjóđanna.

Á sama tíma og undirlćgjurnar tvćr sem hittu varautanríkisráđherra Bandaríkjanna í dag brostu breitt og samţykktu allt sem varautanríkisráđherrann sagđi ţá var ritstjóri breska lćknablađsins Lancet ađ fordćma innrásina í Írak og segja frá ţví ađ innrásin hefđi veriđ lagalega og siđferđilega röng. Hann benti líka á ađ fjöldi fallina í Írak vćru mun fleiri en ćtlađ hefđi veriđ og skiptu a.m.k. mörgum tugum ţúsunda. Ritstjóri Lancet talađi tćpitungulaust um ţađ sem máli skiptir. Merg málsins. Ţađ gerđu íslensku ráđherrarnir ekki og hafa nú samsamađ sig ţeirri ógćfustefnu í utanríkismálum ţjóđarinnar sem Davíđ og Halldór tóku upp ţegar viđ vorum sett á lista yfir hinar viljugu ţjóđir

Ekkert minna en ađ harma löglausa innrás í Írak,  taka okkur af lista hinna viljugu ţjóđa og lýsa ţví yfir ađ viđ tökum ekki ţátt í hernađarátökum eins og var stefna Bjarna Benediktssonar fyrrum formanns Sjálfstćđisflokksins kemur til greina til ađ hreinsa ţá hneisu af okkur sem siđferđileg samstađa međ Bandaríkjunum í löglausri innrás kostar okkur.  Mér finnst slćmt ađ Ingíbjörg Sólrún skyldi ekki hafa meiri hugsjónastyrk en ţann ađ samţykkja hernađarstefnu Bandaríkjanna.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Grunađi ekki Gvend! Hundur sem gjammar bítur ekki Jón, ţannig er ţađ bara og takk fyrir síđast ;)

Ester Sveinbjarnardóttir, 14.6.2007 kl. 23:07

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Gert er gert, ţađ vćri lydduskapur ađ ćtla ađ afneita fortíđ sinni. Ţú mátt hafa ţađ ađ mottói ađ fara aldrei aftur í stríđ međan hvergi sést ástćđa til. Ţetta vildi Chamberlain líka en Churchill sá ađ ekki vćri hćgt ađ semja viđ Hitler um neitt.

 Hvađ ćtlarđu ađ gera Jón, ţegar viđ verđum ađ ráđast á Íran til ađ afstýra ţví ađ múllarnir drepi okkur međ kjarnorkusprengjunum sem ţeir eru í óđa önn ađ búa til ?

Hvursu óviljugur verđur Jón Magnússon  ţá ?

Halldór Jónsson, 14.6.2007 kl. 23:12

3 Smámynd: Páll Ingi Kvaran

Vel skrifađ og laukrétt hjá ţér Jón!
Málflutningur Lancet var ađdáunarverđur og hitti beint í mark.
Ingibjörg ćtti ađ taka sér hann til fyrirmyndar.

Páll Ingi Kvaran, 14.6.2007 kl. 23:31

4 Smámynd: Sigurđur Ţórđarson

Halldór, viđ skulum nú ekki fara međ gömlu ţuluna ađ ađ ´"ákvörđunin hafi veriđ rétt  ............." (tek út fyrir ađ skrifa ţessa heimskulegu setningu)  Ţađ er enginn sem heldur ţví farm ađ ţađ sé hćgt ađ afspćla egg.  En ef mađur er svo vitlaus ađ spćla egg í leyfisleysi í húsi nágranans ćtti mađur samt ađ biđjast afsökunar.   Ekki satt?  

Ef hćgt er ađ réttlćta Íraksstríđiđ međ tilvísun í samskipti Hitlers og Chamberlain ţá legg ég til ađ viđ förum í stríđ viđ Fćreyinga viđ fyrsta tćkifćri.

Viđ vitum Halldór, hvađ sumir múllar virđast mikiđ fyrir vopnaskak, ţess vegna ćttum viđ ekki ađ gera slíka afglapa ađ leiđtögum lífs okkar hvort sem ţeir búa í Wasington eđa Teharan.  Ég hef enga trú á ađ  Jón Magnússon  muni gera ţađ heldur.

Sigurđur Ţórđarson, 14.6.2007 kl. 23:45

5 Smámynd: Guđrún María Óskarsdóttir.

Ţađ var afskaplega fróđlegt viđtal viđ varautanríkisráđherrann hjá Ingólfi Bjarna, sem einmitt leiddi ţetta afstöđuleysi Íslendinga enn betur í ljós en ella hefđi veriđ.

Guđrún María Óskarsdóttir., 14.6.2007 kl. 23:46

6 identicon

Ţađ er náttlega aumingjaskapur af okkur ađ skríđa fyrir fótum usa eins og ódýr hóra.
Gaurinn svarađi flott til sveitalubbana sem hörmuđu dćmiđ... sheesh

Alger skömm

DoctorE (IP-tala skráđ) 15.6.2007 kl. 14:27

7 Smámynd: Jón Magnússon

Ţakka ţér líka fyrir síđast Ester.

Halldór ţađ er reginmisskilningur ađ Írak hafi veriđ stjórnađ af múllum. Ţađ er nćsta land viđ hliđina Íran. Ţađ var aldrei vitrćn glóra ađ ráđast inn í Írak og engin ástćđa til ţví ađ Írak var ekki ógnun viđ heimsfriđinn. Fyrst ráđist var inn í Írak ţá ţurfti ađ skipuleggja hvernig átti ađ stjórna landinu eftir ađ stríđinu lyki. Ţađ var ekki gert og vegna óskiljanlegrar heimsku, skorts á sögulegri ţekkingu og hroka ţá komu Bandaríkjamenn í veg fyrir ađ eđlileg stjórnun tćki viđ í landinu. Ástandiđ er búiđ ađ vera mun verra í landinu síđan hinn illi Saddam var hrakinn frá völdum. Til hvers var ţá barist. Til hvers var lífi ţúsunda krakka frá Bandaríkjunum, Bretlandi og víđar fórnađ? Hver er hin vitrćna skýring.

Jón Magnússon, 15.6.2007 kl. 15:01

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Nei Jón ţú misskilur mig. Ég hef aldrei sagt ađ Írak hafi veriđ stjórnađ af múllum, ţađ er Iran. Saddam var hinn merkasti mađur á margan hátt og gerđi ýmislegt gott fyrir Iraka´, einkanlega framan af ferli sínum. Hann var auđvitađ líka grimmur hundur sem feilreiknađi sig á utanríkismálum. Og hann hélt friđinn innanlands sem Goggi getur ekki endurheimt. Ţessvegna er ég enn ţeirrar skođunar ađ ţađ hefđi veriđ betra fyrir Irak ađ setja hann aftur til valda heldur en ađ hengja hann.

En hversu stađfastur verđur ţú gegn  mögulegri  árás, vćntanlega af hálfu  Nato,  á Iran ?

Halldór Jónsson, 15.6.2007 kl. 21:07

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 68
  • Sl. viku: 854
  • Frá upphafi: 2291620

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 753
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband