Leita í fréttum mbl.is

Hvað fá landsliðskonur fyrir landsleik?

Mér datt það í hug á baráttudegi kvenna 19 júní hvort ekki yrði á ný vakin athygli á því og spurt hvort að selpurnar okkar sem spila í lkvennaandsliðinu í fótbolta fái sömu greiðslur frá KSÍ og strákarnir okkar sem spila í karlalandsliðinu í fótbolta.  Ég sá engan velta þessari spurningu upp.

Nú spyr ég fá stelpurnar okkar sama fyrir að spila landsleiki og strákarnir okkar? Ef ekki þá af hverju?

Rökin gegn því að greiða stelpunum það sama geta ekki verið önnur en hefðbundin sjónarmið fyrir því að viðhalda launa- og aðstöðumun kynjana eða hvað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Egilsson

Það er ekki langt síðan þessi umræða fór fram í fjölmiðlum landsins. Ég held þú ættir að fletta blöðunum aðeins...

Hallgrímur Egilsson, 22.6.2007 kl. 16:19

2 Smámynd: mongoqueen

Miðað við gengi liðanna ætti kvennalandsliðið að fá þónokkuð hærri tekjur af sínum leikjum en karlalandsliðið

mongoqueen, 22.6.2007 kl. 17:20

3 identicon

Tetta hefur ekkert med gengi ad gera, karlalidid er med mun betri auglysingatekjur, mun betri tekjur af adgangseyri og kvennalandslidid er haldid uppi af peningum sem koma af karlalidinu. 

Pall (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 17:24

4 Smámynd: Herbert Guðmundsson

Og hvað fá svo strákarnir greitt? Ef það er eitthvað, veit ég ekki hvað það er. En ef áhugi er á að fá upplýsingar um þetta, er líklega best að hringja á skrifstofu KSÍ og fá svörin þar ... og birta þau síðan.

Herbert Guðmundsson, 22.6.2007 kl. 19:37

5 Smámynd: Hallgrímur Egilsson

Herbert: Lestu blöðin aðeins betur... Það voru mikil greinaskrif í Fréttablaðinu fyrir stuttu síðan...

Hallgrímur Egilsson, 22.6.2007 kl. 19:44

6 identicon

Nei karlarnir fá miklu hærra í sinn vasa, mér finnst þetta ætti nú frekar að vera árángurstengd eins og staðan er í dag!

gben (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 21:55

7 Smámynd: Egill Óskarsson

Palli, ég get ekki séð að karlalandsliðið sé að trekkja fleiri en að kvennaliðið. Það mættu fleiri á leikinn í gær heldur en seinasta landsleik karla.

Egill Óskarsson, 22.6.2007 kl. 23:46

8 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já góð spurning Jón.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 23.6.2007 kl. 00:45

9 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Góður Jón. Ég verð þó að segja að þessi umræða er dálítið svona einkennileg þó stelpurnar hafi unnið glæstan sigur á Serbum þá er svo langt á milli þessara liða sem verið er að keppa við að við getum ekki borið saman konur og karla. Við þurfum auðvita að vera duglegri að horfa á stelpurnar keppa og peppa þær upp svo þær fái meiri athygli og meiri aðgangseyri á leiki.

Það er bara frábært þegar vel gengur sama hvort kynið það er.

p.s frábær skoðun hjá þér á Útvarpi Sögu 21 .6 sl.

kveðja til þín

Kolbrún Stefánsdóttir, 25.6.2007 kl. 14:50

10 identicon

Ég man ekki betur en að það hafi verið samið fyrir stuttu að bæði karla- og kvennalandslið íslands í knattspyrnu fái sömu greiðslur og jafnháa dagpeninga.
Þannig að það er jafnrétti í þessu, áður voru stelpurnar að fá varla neitt úr þessu...

Björn A. (IP-tala skráð) 29.6.2007 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 24
  • Sl. sólarhring: 1212
  • Sl. viku: 5768
  • Frá upphafi: 2277519

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 5330
  • Gestir í dag: 24
  • IP-tölur í dag: 24

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband