Leita í fréttum mbl.is

Hermdarverk í Írak

Tveir bandarískir hermenn hafa verið dæmdir fyrir fjöldamorð á saklausum borgurum í Íraska bænum Haditha. Frásögnin af þeim hermdarverkum var hræðileg. Fólk sat í mestu makindum við venjulega iðju á heimilum sínum þegar bandarískir hermenn ruddust inn og skutu á allt kvikt.

Innrásin í Írak var gerð til að koma í veg fyrir að Írakar gætu notað gereyðingarvopn sem sagt var að þeir ættu. Í ljós hefur komið að þeir áttu engin slík.  Þegar það lá fyrir sögðu sumir ráðamenn í veröldinni þ.á.m. íslenski forsætisráðherrann sem þá var Halldór Ásgrímsson að það hefði samt verið gott að losna við hinn illa Saddam Hussein. 

Í hverjum mánuði frá því að löglaus innrás Bandaríkjamanna og Breta var gerð með siðferðilegum stuðningi Íslands hafa verið framdir fleiri hermdarverk en að meðaltali á stjórnartíma Saddams.  Tvær milljónir Íraka hafa flúið land. Tvær milljónir til viðbótar eru á flótta utan heimasvæða sinna í Írak sjálfu. Tugir þúsunda saklausra borgara hafa verið drepin. Hver ber ábyrgð á því? Hver skyldi verða dregin fyrir Alþjóðadómstólinn í Haag til að svara til saka fyrir þá stríðsglæpi? Örugglega ekki George W. Bush jr. 

Hvaða ábyrgð á að láta þá sæta sem drógu Ísland siðferðilega inn í þessa ólöglegu innrás í Írak?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Annar þessara manna starfar sem "Ölver" norrænna ráðherra og reynir með takmörkuðum árangri að þjálfa sig í hófdrykkju. Í ofanálag ætlar Sverrir að reyta af honum æruna fyrir það eitt að hafa skenkt aldraðri móður sinni og nánustu vinum af eignum og sameignum þjóðarinnar. 

Hlutskipti hins aðilans er síst betra. Hann er aðalbankastjóri Seðlabankans og stendur fyrir því að hækka stýrivexti svo mikið að krónan styrkist miklu meir en innistæða er fyrir og viðskiptahallinn er að verða óleysanlegt vandamál.

Er refsing þessara manna ekki næg? 

Sigurður Þórðarson, 20.10.2007 kl. 12:50

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Nokkrir atburðir á pólitískum vettvangi okkar Íslendinga og tengjast þessum hörmungum standa upp úr að mínu mati.

Staðhæfingar utanríkisráðherrans um efnavopn: "Við vitum að þau eru þarna." Reyndist vera bull sem hann baðst aldrei afsökunar á.

Heimsókn forsætisráðherrans á fund G.W.Bush þar sem hann lýsti ENN yfir stuðningi Íslendinga við styrjöldina í Írak og síðan hin ótrúlega  niðurlægjandi tilbeiðsla sem birtist í viðtali hans við fréttamann sjónvarps nú fyrr á þessu ári. Þar lýsti Davíð fundi þeirra friðarboðanna og því að Bush hefði sagt viðstöddum að þeir Davíð væru VINIR. Bætti síðan við: "Og þetta er staðfest!"

Enn tók Geir Haarde upp klisjuna um þá gæfu fyrir heimsbyggðina að hafa tortímt Saddam Hussein. Og bætti við tuggunni um að við ættum að fagna uppbyggingu lýðræðisins í Írak!

Óskaplega margt er hér ósagt og væri efni til bókar.

Spurt í einfeldni:

Hvenær leyfist að segja að starfandi ábyrgðarmenn stjórnsýslu séu ómerkingar?

Árni Gunnarsson, 20.10.2007 kl. 14:05

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Bendi á fjölda myndbanda á youtube, sem gerð eru af hermönnum sjálfum og sýna ofbeldis og hryðjuverk þeirra gagnvart borgurum 'Irak.  Þetta eru hlæjandi 18 ára unglingar í stríðsleik að skjóta á grunlausa vegfarendur. Pentagon er ötult að flagga þessi videó út, en menn eru duglegir við að setja þau inn aftur.  notið leitarorð á borð við war crimes, Iraq, civilians etc.

Í tengslum við innlendann terrorisma, þá vil ég vara við nýju "Patriot Act" frumvarpi Björns Bjarna, sem er hrein og klár árás á almenn mannréttindi og stjórnarskrá og það án nokkurrar átyllu.

Þessi vænisjúki lögguleikur hér er genginn í öfga og tími til kominn að sporna við.

Jón Steinar Ragnarsson, 20.10.2007 kl. 17:52

4 Smámynd: Jens Guð

  Á árum áður fengu menn sem voru á sakaskrá ekki inngöngu í bandaríska herinn.  Fyrir nokkrum árum var ákvæði um þetta fellt út.  Í dag er uppistaðan af bandaríska hernum menn á sakaskrá.  Í Írak eru 150.000 bandarískir hermenn ef ég man rétt.  Ég veit ekki hve margir eru í Afganistan.  En í þessum tveimur löndum eru til samans 120.000 hermenn sem hafa verið í fangelsi í Bandaríkjunum.  Margir fyrir ofbeldisbrot.  Fyrir marga þeirra er Írak leikvöllur,  eins og dæmin sem Jón Steinar vísar á staðfesta.

Jens Guð, 20.10.2007 kl. 23:15

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Stuðningur ráðamanna okkar við innrásina í Írak og undirskrift borgarstjóra á nýlegan samning ætti að færa okkur heim sanninn um mikilvægi þess að samþykkja engin tilmæli sem borin eru fram á ensku.

Þetta er vandræðatungumál.

Margsannað.

Árni Gunnarsson, 20.10.2007 kl. 23:50

6 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þetta eru ofurauðtrúa jesúfrík sem gleypa við hverju sem er frá bandar. sálufélögum sínum og samtrúarruglustrumpum og síðan eru þau sett í að gjöreyða trúverðugleika seðlabankans og norðurlandaráðs eins og hver maður hefur séð.

Baldur Fjölnisson, 21.10.2007 kl. 00:30

7 Smámynd: Þórbergur Torfason

Tek undir allt sem hér er sagt.

Þórbergur Torfason, 21.10.2007 kl. 09:27

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Guðmundur, þú meinar greinilega stríðsglæpum.  Þetta eru magnaðar fréttir sem ég hef ekki heyrt áður. Já, það er greinilegt að við höfum mikið að skammast okkar fyrir!

Og hvað erum við þá að reyna að troða okkur í öryggisráðið, með ærnum tilkostnaði? Verðum við ekki fyrst að taka til í eigin ranni? 

Sigurður Þórðarson, 22.10.2007 kl. 08:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 71
  • Sl. sólarhring: 1203
  • Sl. viku: 5815
  • Frá upphafi: 2277566

Annað

  • Innlit í dag: 70
  • Innlit sl. viku: 5376
  • Gestir í dag: 70
  • IP-tölur í dag: 69

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband