Leita í fréttum mbl.is

Nýi meirihlutinn nýtur ekki trausts borgaranna.

Það hlítur að vera dapurlegt fyrir arkitekta meirihlutasamstarfs Sjálfstæðisflokksins og Íslandshreyfingarinnar að sjá að þeir njóta einungis trausts fjórðungs borgarbúa.  Sjálfstæðisflokkurinn einn hefur aldrei notið svo lítils trausts í borgarmálum eins og nú.

Mér finnst það eðlilegt að fólkið í borginni sé búið að fá nóg af þeim óheilindum sem hafa einkennt störf kjörinna borgarfulltrúa til þessa. Sá ruglandi sem hefur verið í borgarstjórninni kostar gríðarlega fjármuni og hefur komið í veg fyrir að haldið væri utan um hagsmuni Reykvíkinga með nægjanlega góðum og markvissum hætti.

Sjálfstæðisflokkurinn ber höfuðábyrgð á því hvernig komið er í borgarstjórn Reykjavíkur. Flokkurinn hefur ekki komið fram í samræmi við þau vinnubrögð sem gerðu hann að stórum flokki. Bjarni Benediktsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi borgarstjóri talar um það víða í ræðum sínum hvað það skipti miklu máli að stjórnmálamenn njóti trausts. Undir hans forustu í Viðreisnarstjórninni ríkti gagnkvæmt traust milli stjórnarflokkana og ég hygg að enginn maður hafi nokkru sinni talið að til þess gæti komið að Bjarni heitinn stæði ekki við allt sem hann sagði og orðum hans mætti treysta í hvívetna. Mér þykir líklegt að staða Sjálfstæðislfokksins í borgarmálum væri önnur í dag hefðu borgarstjórnarfulltrúar hans tekið þennan merkasta foringja flokksins til fyrirmyndar í störfum sínum.

Mér þykir miður að Sjálfstæðisflokkurinn skuli hafa staðið að málum með þeim hætti sem hann hefur gert. Hann er að vísu ekki einn sekur. Óheilindi virðist einkenna störf meginhluta borgarfulltrúa og það er óviðunandi.

Vonandi tekst samt nýja meirihlutanum vel upp í störfum sínum því Reykvíkingar þurfa á því að halda. Ég vænti þess að borgarstjórn Reykvíkinga starfi með meiri heilindum í framtíðinni en hingað til.

En það eru ekki nema tvö ár til kosninga og þá verður að vinna að því að Reykvíkingar eignist borgarfulltrúa sem vilja starfa að hagsmunum borgaranna fyrst og fremst og taki þau mál fram yfir persónulegan metnað og pólitíska refsskák.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valgeir Bjarnason

Bíddu við Jón, varst þú ekki einn sá fyrsti sem fagnaðir þessu rugli??!

Valgeir Bjarnason, 24.1.2008 kl. 13:22

2 Smámynd: Jón Magnússon

Nei ég fagnaði þessu ekki. Ég átaldi Sjálfstæðisflokkinn fyrir vinnbubrögðin og óheilindi við myndun meirihluta 1. Ég átaldi vinnubrögðin og óheilindinn við myndun meirihluta 2. Með sama hætti gagnrýni ég óheilindin og vinnubrögðin nú.

Skylda borgarstjórnar er að mynda traustan starfhæfan meirihluta. Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin bera höfuðábyrgð á því með hvaða hætti hefur til tekist en þau vinnubrögð sem fólk hefur séð hafa gjaldfellt stjórnmálin í landinu.

Jón Magnússon, 24.1.2008 kl. 13:49

3 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Félagsmaður í "Íslandshreyfingunni" stendur nú sem borgarstjóri fyrir meirihluta sem lét ryðja fundarpalla ráðhússins á meðan "varaformaður Íslandshreyfingarinnar" stóð á bak við þá mótmælendur sem vísað var út.

Magnús Þór Hafsteinsson, 24.1.2008 kl. 14:15

4 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Er Ólafur í Íslandshreyfingunni? þess utan skulum við sjá til hvað skoðanakannanir segja þegar múgæsingunni slotar.

Hjörtur J. Guðmundsson, 24.1.2008 kl. 14:42

5 identicon

ég lít svo á að hvorki Margrét eða Ólafur eigi að vera í Borgarstjórn, þau bæði eru búin að segja sig úr xF og hvernig stendur þá á því að þau eru að vinna undir merkjum xF, þau bæði sem eru í xI Íslandshreyfingunni, hver á að botna í þessari vitleysu, þetta er algjór sjóræningja ferli á þessu

stýri

Tryggvi (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 16:31

6 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Ólafur F. Magnússon var í Íslandshreyfingunni síðast þegar fréttamenn höfðu rænu á að spyrja hann að því. Það gerði Egill í Silfrinu nú í desember. Ólafur sagðist hafa gengið í hana fyrir alþingiskosningar í vor.

Magnús Þór Hafsteinsson, 24.1.2008 kl. 16:38

7 identicon

Til upprifjunar:

Ólafur F. í Silfrinu 2. des. 07
Hér er slóð á viðtal við Ólaf F. Magnússon í Silfri Egils 2. desember síðastliðinn:

http://http.ruv.straumar.is/static.ruv.is/geyma/olafurf.2007-12-02.wmv


Kristján Þór Júlíusson um nýja meirihlutann í Reykjavík:
http://www.visir.is/article/20080124/FRETTIR01/80124016


Hér er því haldið fram að sjálfstæðismenn hafi lekið upplýsingum um heilbrigðisvottorð

Ólafs F,Magnússonar:

http://eyjan.is/hux/2008/01/22/bjortu-hli%c3%b0arnar/


kv. gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 17:21

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það kemur mér ekki á óvart að Jón Magnússon heldur óskertri dómgreind í þessu, fremur létta prófi.

Læt í ljós von um að margir fari nú að ná áttum. 

Árni Gunnarsson, 24.1.2008 kl. 17:31

9 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Þessir vönduðu menn eru ekki til í röðum sjálfstæðimanna í Borgarstjórn, Sjálfstæðismenn hljóta að eiga heiðalegri, skynsamari og agaðri menn en þeir bjóða fram.

Ég sem Reykvíkingur vil fá að kjósa núna,,,,mér finnst það réttast í stöðinni.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 24.1.2008 kl. 17:57

10 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Í nefndum og ráðum borgarinnar eru nú fjöldi fólks á vegum F - listans sem kom aldrei nálægt því framboði, heldur var í framboði á vegum "Íslandshreyfingarinnar" í vor. Skoðið bara www.reykjavik.is

Það vantar í raun bara Ómar "formann" og Margréti "varaformann". Þau eru hvergi sjáanleg. Þetta þýðir væntanlega að "Íslandshreyfingin" sé búin að yfirgefa "varaformann" sinn hið minnsta. Eða öfugt?

Magnús Þór Hafsteinsson, 24.1.2008 kl. 19:10

11 identicon

Skynja ég það núna að þið, Jón Magnússon og Magnús Þór Hafsteinsson séuð lafhræddir við að Ólafur F. snúi til baka í Frjálslynda flokkinn þar sem hann raunverulega á heima? Mér sýnist Sigurjón Þórðarson vera á allt annari línu í skrifum sínum en þið!

kristófer (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 22:26

12 identicon

Getur einhver svarað því,hvort að Ólafur F sé í Íslandshreyfingunni eða í Frjálslyndaflokknum,eða einhverstaðar í ´´ óháða flokknum sínum og Margrétar,vá hvernig er hægt að skilja þettað.?

jensen (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 22:55

13 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Í desembermánuði sagði Ólafur F. að hann væri í Íslandshreyfingunni. Þannig að seta Ólafs í borgarstjórn er alls ekki á vegum FF. Hann er trúlega þar á eigin vegum, eða hvað ? Ekki er íslandshreyfinginn í borgarstjórn.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 24.1.2008 kl. 23:12

14 identicon

þETTA ERU x-FILES IN ICELAND.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 03:12

15 identicon

Ert þu ekki einn af þessum flokkaflökkurum og alltaf á höttunum eftir sæti sem gefur áhrif Hvernig væri ad telja upp þa flokka sem þu og einhverjir fleiri sem þurfa stól og eru í þinum flokki

bingo (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 10:31

16 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það þjónar litlum tilgangi að kjósa aftur, ekki nema að fækka flokkum niður í þrjá, annars kemur bara sama stjórnarkreppan upp aftur.

Frjálslyndir myndu kannski ekki bjóða fram aftur í borginni, þar sem helstu menn á lista þeirra eru ekki lengur í flokknum.

Framsókn er rjúkandi rúst og ef þeir stilltu upp einhverjum lista fengi hann sennilega ekki mörg prósent.

Þá eru bara eftir Sjálfst.flokkur, Samfó og VG og þá erum við komin með miklu skýrari línur, minni líkur á að allir séu að múta hver öðrum með stólum og bitlingum.

Theódór Norðkvist, 25.1.2008 kl. 11:03

17 identicon

Theódór, Þetta er algerlega rangt mat hjá þér því margir standa þétt við Ólaf F. og F-Listann. Hvort hann muni áfram vera í sérframboði eða bjóða undir merkjum Frjálslyndra skiptir í raun ekki máli því hann hefur sýnt það svo rækilega að hann er afbragðs pólitíkus sem lætur málefnin og verkin tala. Ég yrði ekki hissa að fylgi við hann í næstu kosningum mældist kringum 15%. Allt tal um að fækka flokkum er aðför að lýðræðinu!

Kristófer (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 09:54

18 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Hjörtur: Stutt og skynsamleg innskot eru mér að skapi. Sammála þér -bíðum aðeins.

Kristófer ég er líka sammála þér, við verðum að passa upp á lýðræðið þó lítið hafi farið fyrir því í mótmælum á pöllum Ráðhússins sl. fimmtudag.

Hvar Ólafur F. er eða er ekki er ekki aðalmálið heldur að sú stefna sem hann bauð fram í síðustu kosningum og tilheyrir F-listanum verður nú stefna meirihlutans í borgarstjórn. Það er vissulega óhugnanlegt að svona baktjaldamakk,  bæði þegar þessi og síðasti meirihluti voru stofnaðir, eigi sér stað en það virðist tilkomið út af því að fólk innan sama lista stendur ekki saman og treystir ekki hvort öðru. Þegar Ólafur F. kom aftur til starfa í  borgarstjórn var hann ekki eins velkominn og "guðfaðir" ætti að vera  og hans stefnumál ekki til umræðu. Reyndar átti eftir að gera málefnasamning en það gerði ekkert til því það var svo gaman í stólunum.

Ég tek eftir að stýrimaður hjá Samfylkingunni dreifir ótæpilega upplýsingum hér á síðunni. Hvað gengur honum til? Skyldi þetta vera þreifing um að fá Frjálslynda flokkinn í ríkisstjórn?  Skyldi hann vera á leið í Frjálsynda flokkinn? :) Ég er nú kannski að verða pínu "paranojuð" en get lagt fram heilbrigðisvottorð ef þess er óskað ;) :)

Kolbrún Stefánsdóttir, 26.1.2008 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 982
  • Sl. sólarhring: 1319
  • Sl. viku: 6627
  • Frá upphafi: 2277265

Annað

  • Innlit í dag: 921
  • Innlit sl. viku: 6159
  • Gestir í dag: 872
  • IP-tölur í dag: 848

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband