Leita í fréttum mbl.is

Herrakvöld Fylkis.

Um 900 herramenn sóttur herrakvöld Fylkis í gærkvöldi. Þar stjórnaði Gísli Helgason með miklum myndar og glæsibrag þannig að hvorki þurfti að kalla til Hönnu Birnu eða sérsveitina til að koma á ró í salnum þegar þess var óskað.  Við Grétar Mar Jónsson þingmenn Frjálslynda flokksins mættum og fékk Gréta það erfiða hlutskipti að fara með drykkjukvóta minn það kvöldið enda búið að framselja hann til Grétars tímabundið en hann fór vel með kvótann og átti allt of mikið eftir þegar við yfirgáfum fögnuðinn.

Bjarni Harðarson fór með gamanmál sem má ekki verða höfð hér eftir eða vitnað í en honum tókst að tengja saman á snilldarlegan hátt kynlíf íslendinga frá því að land byggðist og jafnvel norrænna manna frá því í árdaga, íslenska pólitík og kosningabaráttu. Geri aðrir betur. Bjarni er margfróður og skemmtilegur en þurfti að yfirgefa samkvæmið vegna lasleika og var þar eina skarðið fyrir þeim gleðiskildi sem einkenndi kvöldið.

Að venju voru fastir liðir eins og venjulega. Ég annaðist um málverkauppboð og Jóhannes grínari leitaðist við að koma mönnum í stuð að því loknu.

Þarna mættu 2 fyrrverandi borgarstjórar þeir Villi og Dagur sem hafa jafnan sótt þessi herrakvöld. Einnig sá ég borgarfulltrúana Gísla Martein, Kjartan Eggertsson og Óskar Bergsson. Óskar var í fylgd Alfreðs Þorsteinssonar sem er greinilega að leggja honum lífsreglurnar. Þrátt fyrir að ofangreindir óeirðarmenn úr borgarmálum Reykvíkinga hefðu sótt herrakvöldið og setið að sumbli fram eftir nóttu þá urðu þeir síður en svo til leiðinda og gátu vonandi notið þess kvöldsins betur en borgarstjórnarfundanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Ég hefði viljað vera fluga í loftinu og getað fylgst með !

Verður ekki settur kynjakvóti þarna líka????

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 26.1.2008 kl. 22:06

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Jón. Ég veit að þessi herrakvöld eru skemmtileg því ég hef orðið svo fræg að fara á eitt svoleiðis. Það var hjá  Fjölni í Grafarvogi. Þá var Geir H. Haarde aðalræðumaður og Guðlaugur Þór var með honum. Ég var við borð með þeim og tveimur öðrum útibússtjórum úr Landsbankanum en við vorum styrktaraðilar þeirra og því  boðin þarna. Siggi Hall og Samúel Örn voru í aðalhlutverkum , Siggi sem veislustjóri og Samúel stjórnandi uppboðs. Það var bara mjög gaman en mikið spurt hvað við værum að gera þarna ég og Guðrún útibússtjóri sem var líka. Aldrei séð annað eins fyllerí. Enginn kvóti þar :) 

Kolbrún Stefánsdóttir, 27.1.2008 kl. 01:41

3 Smámynd: Jón Magnússon

Mig furðar oft á því Kolbrún hvað það er lítið fyllerí á herrakvöldum Fylkis. Ef til vill höfum við betri stjórn á þessu en þeir Geir Haarde og Guðlaugur Þór.

Jón Magnússon, 27.1.2008 kl. 12:00

4 identicon

ee (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 12:08

5 identicon

'Eg vona, Bjarna vegna, að hann hafi verið veikur, en að ekkert annað  hafi amað að hjá honum "kvótalausum" manninum. 

Palli (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 14:41

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Hef verið á konukvöldi þar sem reyna átti að bjóða upp málverk. Konurnar voru/eru allar svo sparsamar að það var ákveðið að endurtaka þetta ekki að ári!  ...

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.1.2008 kl. 16:50

7 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

hahaha góður Jón en reyndar verð ég að taka það fram að ekki sá ég vín á þessum sómamönnum Geir og Guðlaugi. Eru allir búnir með kvótann  í Fylki ? Jóhanna ég hef heyrt þetta um konukvöldin og var sjálf á einu slíku hjá Herði í Mosfellsbæ og það passar við það sem þú segir. Ég keypti sjálf folatoll, rándýran sem ég ætlaði Litlu-Jörp minni  en nennti svo aldrei að innheimta hann. Hún bjargaði sér reyndar sjálf og var komin með tvö folöld áður en við var litið. Óttalegt lauslæti í henni :) skál Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 29.1.2008 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 938
  • Sl. sólarhring: 943
  • Sl. viku: 2468
  • Frá upphafi: 2293936

Annað

  • Innlit í dag: 846
  • Innlit sl. viku: 2237
  • Gestir í dag: 800
  • IP-tölur í dag: 780

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband