Leita í fréttum mbl.is

5 ár frá ólögmætri innrás Breta og Bandaríkjamanna í Írak.

Það eru 5 ár síðan Bandaríkjamenn og Bretar réðust í skjóli nætur inn í Írak af tilefnislausu. Innrásin var ólögmæt miðað við reglur Sameinuðu þjóðanna. Halldór Ásgrímsson þáverandi utanríkisráðherra og Davíð Oddsson settu okkur á lista yfir hin viljugu ríki sem studdu innrásina. Innrásin var gerð til að koma í veg fyrir að Saddam Hussein þáverandi einræðisherra í Írak notaði og þróaði betur gereyðingarvopn sem Bandaríkjamenn og Bretar héldu fram að hann hefði undir höndum og væri að þróa. Þá var innrásin líka gerð vegna meintra tengsla við Al Qaida og Osama bin Laden forustumann þeirra samtaka.

Nú 5 árum síðar liggur fyrir að Saddam átti engin gereyðingarvopn og var ekki að þróa nein. Þá liggur fyrir að engin tengslu voru milli stjórnar Saddam Hussein og eða hans sjálfs við Al Qaida eða Osama bin Laden. Ástæður innrásarinnar voru því ekki fyrir hendi heldur búnar til gegn betri vitund.

Tugir eða hundruðir þúsunda hafa látið lífið vegna innrásarinnar og meir en milljón Íraka eru landflótta. Þrátt fyrir ógnarstjórn Saddam bjó almenningur við þokkalegt öryggi og gat iðkað trú sína óttalítið. Nú eru kristnu söfnuðurnir nánast lokaðir. Stór hluti landsmanna býr í stöðugum ótta. George W. Bush Bandaríkjaforseti sem ber höfuðábyrgðina á löglausu innrásinni fyrir 5 árum ber því mikla ábyrgð og mikla sök. En hvað sem sök hans og ábyrgð líður þá bætir það ekki stöðu þeirra milljóna Íraka sem eru landflótta, á flótta innan Írak og búa við stöðuga ógn og hættur.

Innrásin í Írak eru óafsakanleg. Það að setja Ísland á lista yfir hinar viljugu þjóðir var óafsakanlegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Samúð mín er með fólkinu sem býr við þessar hörmungar. Í leiðinni skammast ég mín fyrir að hafa átt þátt í að skapa þetta ástand, þó óbeint sé. 

Pálmi Gunnarsson, 21.3.2008 kl. 00:48

2 identicon

Nei, nú fórstu alveg með það Jón - og öðru vísi mér áður brá! Ertu farinn að réttlæta óstjórn einræðisherra?

Ég er ekki að segja að Bush og Cheney hafi farið rétt að eftir að þeir handsömuðu Saddam Hussein. Hins vegar virðist mér að ýmsir og þ.m.t. þú gamli félagi, hafir hreinlega ekki áttað þig á því hvernig hann kom fram við íbúana. Eða er búið að gleyma meðferð hans á Kúrdum og innrásinni í Kúveit? Ég velti því aðeins fyrir mér hvað þú hefðir brugðist við atæðum í Evrópu á tímum Hitlers!

Jónas Egilsson (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 01:22

3 Smámynd: Jens Guð

  Jónas,  það hefur enginn varið Saddan Hussein.  Nema,  jú,  Rumsfield á sínum tíma þegar hann hlóð á Saddam gjöfum frá Reagan.  Ásamt því að færa honum myndir úr njósnahnöttum af hernaðarstyrk Írana.

  Óumdeilanlegt er að Írak hafði engin tengsl við Al Qaeda fyrir hina kolólöglegu innrás í Írak.  Í dag,  eftir innrásina,  er Írak helsta vígi Al Qaeda.  Þar fyrir utan er 4,2 milljónir Íraka flóttamenn í dag.  Þar af 2 milljónir í neyð.  Deilt er um það hvort að 600 þúsund Íraka hafa verið drepnir eða ein milljón. 

  Eftir stendur að forsendur innrásarinnar voru upplognar og fórnarlömb hennar voru/eru fólk sem hafði ekkert sér til sakar unnið.

Jens Guð, 21.3.2008 kl. 03:10

4 identicon

Jens.

Það sagði enginn að það hefðu ekki verið gerð mistök þarna. Bush og Cheney gerðu ótlal hluti rangt og eru nú að reyna af veikum mætti að vinda ofan af því. Við skulum samt ekki gleyma því hvað Saddam Hussein gerði bæði sínum þegnum og nágrönnum. Áætlað er t.d. að um milljón manns hafi fallið í hinu tilgangslausa stríði hans við Íran, efnavopnaárásir voru gerðar á Kúrda. Í öllu falli fögnuðu Írakar almennt að hann skyldi hrakinn frá völdum í upphafi. En ég er þér sammála um að eftir að ekki hefur verið staðið rétt að uppbyggingunni í Írak. En það að hún hafi ekki tekist sem skyldi, þýðir ekki að innrásin og handtaka Husseins hafi verið röng.

En við skulum taka þessa umræðu aðeins dýpra - og gott væri að heyra álit þingmannsins á því. Það er, að ef það er of kostnaðarsamt að leiðrétta hlutina, þá á ekki að gera það! Er það afstaðan? Ef svo má spyrja t.d. hvort lögsækja eigi eingöngu þá sem ekki geta borið hönd fyrir sig? Á t.d. ekki að sækja mál gegn "voldugum" kaupsýslumönnum, heldur bara kaupmanninum á horninu? Nær siðferðið ekki dýpra en svo að buddan ræður? Er það afstaða Frjálslyndaflokkins, eða e.t.v. "Umburðalyndaflokksins"?

Jonas Egilsson (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 11:02

5 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Ég bið þjóðina afsökunar í dag. Sjá hér:

 http://magnusthor.eyjan.is/

Magnús Þór Hafsteinsson, 21.3.2008 kl. 12:32

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk fyrir þennan góða pistil Jón. Það er gott til þess að vita að á hinu háa alþingi skuli vera menn eins og þú, sem annt er um siðferði og sóma Íslands. Jónas Egilsson, það er ekkert nýtt við það, því miður, að ríki á þessu svæði sýni Kúrdum grimmd. Sadam fékk gasið sem notað var á Kúrdana fyrir milligöngu Rumsfield, sem sjálfsagt hefði frekar kosið að hann geymdi gasið. Ég efa ekki að Sadam og hans menn hafi sýnt andstæðingum sínum hörku. Það er samt alveg furðulegt ef Bush og hans menn hafa litið á það sem einhverskonar áskorun eða keppni sem þeir yrðu að vinna.  Sé sú raunin er sá sigur eini raunverulegi árangur þeirra í stríðinu til þessa.

Sigurður Þórðarson, 21.3.2008 kl. 13:05

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Kæri Jónas,  það var gott hjá þér að upplýsa Jens og okkur um að Bush og Cheney  "vilji af veikum mætti reyna að leiðrétta mistök sín" það er þá gott að geta tekið viljann fyrir verkið. Skrýtið að lesa um það núna að Saddam stríðið milli Iran og Írak hafi verið ónauðsynlegt og allt mannfall báðum megin víglínunnar megi þess vegna skrifast á hann.  Sú var tíðin að hann var góði kallinn og Rumsfield sparaði hvorki vopn, hvatningu né lofsorði á framgang Íraka í stríðinu. Varðandi fögnuð Íraka þá var það vitað að hann var umdeildur meðal  shita og Kúrda, fögnuðurinn var festur á filmur og rataði á forsíður blaðanna allt í einu hætti fögnuðurinn þetta rifja ég upp á bloggsíðu minni ýta hér
Gallinn á þessari PR maskínu er sá að hún er ekki gerð fyrir sæmilega upplýst fólk eins og okkur Jónas. Ef við viljum vera sannir vinir Bandaríkjanna eigum við að segja þeim ef okkur er misboðið eða þegja ef við viljum ekki taka andstreyminu.  

Sigurður Þórðarson, 21.3.2008 kl. 14:22

8 identicon

nú er þetta búið og gert og einfalt að mál að vera vitur eftir á

...hvað vilt þú herra Jón að verði gert akkaúrat núna ?

viltu að kaninn fari einn tveir og þrír.. hvað viltu að þeir geri ??

steini (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 17:24

9 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Jón, ég skil ekkert í því af hverju "steini" spyr svona skringilega?

Það getur varla verið að hann fylgist eitthvað með.  Ég hef nú orð ekki ómerkari manns en Davíðs Oddsona, sem eins og allir vita er manna fróðastur um þetta stríð að því sé löngu lokið og  kominn friður og ró í Írak. Fyrir 4 árum flutti hann fróðlegt erindi um sögu stríðsins úr ræðupúlti alþingis og sagði: "Stríðinu er löngu lokið af 800 héruðum í Írak er friður og ró í 795 í einungis 5 héruðum eru enn smá skærur."  

Sigurður Þórðarson, 21.3.2008 kl. 21:51

10 identicon

Sigurður!

vilt þú þá ekki koma með tillögu, fyrst Jón hefur enga?

Steini (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 09:48

11 Smámynd: Jón Magnússon

Steini það er ekki spurning að vera vitur eftir á. Ég bæði benti á það fyrir og þegar innrásin var gerð að hún væri ólögmæt og engin rök hefðu verið færð fram sem réttlættu innrás.

Ágæti vinur minn Jónas Egilsson ég er ekki að réttlæta Saddam Hussein. En í heiminum eru magar vondar ríkisstjórnir og margir vondir harðstjórar. Að þjóðarrétti hefur engin þjóð rétt til að ráðast inn í lönd þeirra og steypa þeim af stóli og taka þá af lífi. Þrátt fyrir það að bent sé á ólögmæta innrás er ekki verið að verja Saddam.

En hvað finnst þér um það ágæti Jónas að ríkisstjórnin þín skuli senda ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins til Íran til að fá stuðning klerkastjórnarinnar við framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Þar er stjórn sem bannar trúfrelsi, ofsækir samkynhneigða og þjóðernisminnihluta og þá sem haga sér ekki í samræmi við þröngar skilgreiningar á meintum boðum Kóransins.  Hvað finnst þér um svona utanríkisstefnu?

Jón Magnússon, 22.3.2008 kl. 10:29

12 identicon

Semsagt Jón ! þú hefur ekkert annað til málanna að leggja en það að það að " það var ólöglegt að ráðast inn í Írak"

...núna er búið að ráðast inn í Írak og þá er spurningin ..hvað gera menn í framhaldinu??

p.s hvar nálgast maður þessi lög sem þú telur að hafi verið brotin ?

Steini (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 12:30

13 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Steini,  þú spyrð ítrekað, ég svara auðvitað ekki nema fyrir mig. En hvernig væri að spyrja þá sem  stóðu að innrásinni þó þeir vissu ekki af hverju þeir réðust á landið er lámark að þeir hafi einhverja hugmynd um hvað þeir ætla sér að gera þarna. Eða hvað? Einn af forvígismönnum stríðsins Davíð Oddsson heldur því fram að stríðinu sé lokið og friður kominn á og það fyrir löngu síðan. Mér skildist á honum að það nægði að hafa Hjálpræðisherinn þarna. Ekki förum við nú að rengja Davíð. Eða hvað?  Ég veit auðvitað miklu minna um þetta en Davíð en af því að þú spyrð mig samt. Þá er mitt álit það  að ef einhver brytist inn í mitt hús og það væri búið og gert eins og þú segir, vildi ég heldur að hústökumaðurinn hyrfi á braut en að hann héldi til. Varðandi lögin sem þú Steini, ert að undirbúa að nálgast þá býst ég við að Jón eigi við þjóðarrétt og stofnskrá sameinuðu þjóðanna.  En kannski hefur  þú einhverja skoðun?

Sigurður Þórðarson, 22.3.2008 kl. 19:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 17
  • Sl. sólarhring: 1218
  • Sl. viku: 5761
  • Frá upphafi: 2277512

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 5323
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband