Leita í fréttum mbl.is

Styrk efnahagsstjórn?

Nú mælist verðbólga síðustu 3 mánuði 12.8% það er óásættanlegt. Verðbólga síðasta heila árið er 8.7%. Þessar verðbólgutölur mælast þó að stór hluti verðhækkana vegna gengisbreytinga eigi eftir að koma fram í verðlagi og kynda enn undir verðbólgubálið.  Þá liggur fyrir að búvörur munu hækka á grundvelli miðstýrðra verðákvarðana.  Hætt er því við að verðbólga muni enn magnast en gegn þeirri vá hefur Seðlabankinn sagst vinna með því að setja stýrivexti í ofurhæðir.

Verðbólgan nú ber þess glöggt vitni að efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans nær ekki tilætluðum árangri.  Ástandið er svo alvarlegt að það er tími til kominn að  skoðaðar verði nýjar leiðir til að vinna okkur frá þeim vanda sem nú er við að etja og mun bitna harkalega á lífskjörum fólksins í landinu. Þá er fyrirséð að vaxtaokrið og verðtryggingin mun í óðaverðbólgu éta upp eignir fólks.

Ríkisstjórnin verður strax að bregaðst við með því að afnema vörugjöld og lækka álögur á olíur til að hamla gegn verðbólguþróuninni og vinna tíma til að koma okkur frá því versta á meðan unnið er að nýrri langtímastefnumörkun.

Hafi einhverntíma verið tilefni til að leita eftir víðtækri þjóðarsátt stjórnmálaflokka og hagsmunasamtaka um nýjar og róttækar aðgerðir í efnahagsmálum þá er það núna og það reynir á forsætisráðherra hvort hann þekkir sinn vitjunartíma og bregst við með þeim hætti eða ekki.


mbl.is Mesta verðbólga í 6 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hagstjórnarmistökin voru náttúrulega gerð við upphaf þenslutímabilsins. Þá átti að hækka vexti, hækka bindiskyldu og koma í veg fyrir peningaaustur íbúðarlánasjóðs. Svo hefur erlent vinnuafl aukið á þensluna sem á endanum leiðir til dýpri kreppu en annars hefði verið.

 Annars verðum við bara að vona að þessar traustu fjárfestingar sem 7.000 milljarða erlendu lánin fóru í standi undir sér. Það er að rekstur tískuvöruverslana í London gangi vel!

Ljónsmakkinn (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 11:35

2 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Það er erfitt að ná sáttum þegar engin er sáttaviljinn. Er það ekki?

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 29.3.2008 kl. 00:13

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Ég er sammála því Jón að það væri ekki óeðlilegt að koma á þjóðstjórn undir þessum kringumstæðum.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 29.3.2008 kl. 02:26

4 Smámynd: Atli Hermannsson.

Það verður forvitnilegra með degi hverjum að fylgjast með ráðamönnum þjóðarinnar. Þeir virðast ekki ætla að gera neitt sérstakt á meðan það sligast sífellt meira á merinni. Í sjálfu sér veit ég ekki hvað það ætti að vera. En það kaldhæðnislega er að þeir sem segja þjóðina verða að hafa sjálfstæðan gjaldmiðil til að geta gripið inní við erfiðar efnahagsaðstæður sem þessar vita það ekki heldur. Þá ber þess að geta að þau ráð sem gjarnan er vitnað til virka ekki og hafa aldrei gert það -  kannski frekar þveröfugt. Og til að bíta höfuðið af skömminni þá segir formaður fjárlaganefndar að orsakanna sé helst að leita í óstöðugleika í fjármalalífi Bandaríkjanna. Þá segir Davíð að atlaga hafi verið gerð að krónunni og efnahagskerfi þjóðarinnar af óprútnum aðilum.

Ég veit ekki hvað er rétt og satt í þessu -  en ég vil að byrjað verði á að endurvekja hringormanefnd og henni fært nýtt hlutverk. 

Atli Hermannsson., 29.3.2008 kl. 18:53

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ætli það sé nokkur von til að Geir og Ingibjörg hafi áhuga á þjóðarsátt, þau spila sóló.  Og virðast hafa fengið leppa fyrir augu og eyru.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.3.2008 kl. 13:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 92
  • Sl. sólarhring: 1207
  • Sl. viku: 5836
  • Frá upphafi: 2277587

Annað

  • Innlit í dag: 90
  • Innlit sl. viku: 5396
  • Gestir í dag: 89
  • IP-tölur í dag: 88

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband