Leita í fréttum mbl.is

Olíur og bensín verður að lækka.

Hvað með fyrirheitið um að díselolía yrði ódýrari en bensín? Það hefur ekki verið efnt. Hvernig væri að fjármálaráðherra beitti nú áhrifum sínum til að koma á móts við alla bifreiðastjóra og lækka álögur ríkisins til að vega á móti þeim verðhækkunum sem hafa orðið vegna gengisfellingar krónunnar og hækkandi oliuverðs. Það er ekki til of mikils mælst.

Tryggar og öruggar samgöngur eru mikilvægar og fæstir komast hjá því í borgarsamfélaginu að nota bílinn sinn. Þeir sem eru í dreifbýlinu þurfa þess enn þá frekar.  Bifreið er nauðsyn og það verður að gæta þess að verð á nauðsynjaþjónustu sé ekki spennt upp úr öllu valdi.


mbl.is Árni reiðubúinn til viðræðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Guðmundsson

Ég er alls ekki sammála því að einkabíll sé nauðsynlegur í borgarsamfélagi. Hinn venjulegi íslendingur hefur vanið sig á það að nota bílinn í staðinn fyrir að ganga, hjóla eða að nota almenningssamgöngur. Hann fer allar sínar ferðir á einkabíl og er því orðinn háður bílnum sínum. Ég hef ekki látið bílinn stjórna mér það mikið að hann sé nauðsynlegur og þess vegna er einkabíllinn ekki nauðsynlegur.

Nú spyr ég, eru álögur á eldsneyti of háar af hálfu ríkisins? Ég svara sjálfum mér. Nei, alls ekki. Á meðan að íslendingar flytja inn eyðslufreka bíla án þess að blikna, þá geta þeir líka borgað fleiri krónur fyrir hvern eldsneytislítra. Það er ekki nauðsynlegt að aka um á eyðslufrekum bílum og að hafa 2 eða fleiri bíla á heimili.

Ólafur Guðmundsson, 31.3.2008 kl. 17:51

2 Smámynd: Skaz

Það búa nú bara 50% þjóðarinnar í hinu meinta "borgarsamfélagi" á suðvesturhorninu...hvað með okkur hin?

Skaz, 31.3.2008 kl. 17:57

3 Smámynd: Baldvin Jónsson

Skaz, það búa nú reyndar orðið hátt í 75% þjóðarinnar í "meintu borgarsamfélagi" og nærliggjandi bæjum. Títt nefnt suðvestur hornið.

En við sem hér búum alveg eins og "þið hin" þurfum gjarnan að nota eldsneyti Ólafur, þótt ekki sé það endilega alltaf nauðsyn.

En af hverju má ekki ræða lækkun skattbyrði á eldsneyti þrátt fyrir að þú kjósir að nota bílinn þinn lítið. Háar álögur á eldsneyti snerta í samfélaginu allt það sem þú kaupir til daglegra nota að engu undanskildu.  Það koma verkfæri sem nota eldsneyti til við að framleiða, flytja, þjónusta og viðhalda öllu því sem við teljum til nauðsynja í okkar samfélagi.

Fyrir utan svikin loforð um að dísel olía ætti ávallt að vera ódýrari en bensín vegna m.a. umhverfisvænni brennslu, að þá er líka enn skattur á dísel olíunni í hlutfalli að mér skilst en ekki í krónutölu eins og er á bensíni. Er ekki mál að breyta a.m.k. því?

Baldvin Jónsson, 31.3.2008 kl. 18:16

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ljóst er að þessi tekjustofn ríkisins er gamaldags og ætti að heyra sögunni til. Nuaðsynlegt er að fara svipaða leið og í nágrannaríkjunum en þar hefur skattkerfið verið gjörbreytt með nýjum áherslum. Taka þarf upp nýjan skatt: umhverfisskatt þar sem öll mengandi starfsemi verði skattlögð hvort sem er útblástur frá stóriðju, bílum, flugvélum, skipum eða einhverri annarri stafsemi. Leggja þarf umhverfisskatt á ýmsa neyslu t.d. nagladekk, flugelda, tóbak sem og annað sem veldur mengun. Hugsa sér hve það hefði hvetjandi áhrif að aðrir kostir fyrir samgöngur væru skoðaðir og myndu efla  þegar í stað. Við verðum að líta á skattkerfið öðrum augum en þegar þessir gömlu skattar voru lagðir á sem voru fyrst og fremst til að afla ríkissjóði fjár.

Með alþjóðasamningunum um umhverfismál sem kenndur er við Kyoto er verið að hvetja ríki heims að móta stefnu þar sem ríki heims eru hvött til að beita sér fyrir að draga úr mengun. Auðveldast er að skattleggja hana til að afla tekna fyrir að binda koltvísýring sem og önnur mengandi lofttegundir og aðra starfsemi.

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 31.3.2008 kl. 18:37

5 identicon

Almeningsamgöngur eru ekki raunhæfur valkostur nema fyrir 101reykjavík. Ég athugaði að selja bílinn og nota strætó fyrir umþaðbil 3árum en hætti strax við þegar ég sá að það hefði tekið mig um 60min að fara aðra leiðina í staðinn fyrir 15min með bil 90min á dag 7 klukkusundir og 30 min auka tími til og frá vinnu á viku hver hefur þann tíma á dag.

Hannes Adam (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 23:44

6 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já Jón, ég er ansi hrædd um að menn verði að gjöra svo vel og taka ákvörðun um slíkt.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 1.4.2008 kl. 02:00

7 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Mér þætti nú gaman að sjá þá leið, sem er hægt að fara í 15 mínútum á bíl á annatíma í umferðinni en tekur 60 mínútur í strætó. Þetta hlýtur að heyra til algerra undantekninga ef satt er.

Ef þetta er rétt þá get ég bent Hannesi Adam á að það tekur aðeins 20 til 30 mínútur að fara á reiðhjóli milli Hafnafjarðar og Reykjavíkur. Það er ekkert mál að nota reiðhjól, sem faratæki allan ársins hring á höfuðborgarsvæðinu og væntanlega flestum þéttbýlisstöðum á Íslandi. Umræðan um að veðrið sé eitthvert vandamál er mýta. Það veit ég því ég hef notað reiðhjól til að fara í og úr vinnu og flestar aðrar ferðir, sem ég fer einn, í 14 ár.

Ef vegalengdin er innan við 10 km. hvora leið er þetta ekkert mál og ef menn eru í sæmilegu formi ráða menn tiltölulega auðveldlega við 15 km. hvora leið. Síðan má benda á að nú eru komin á markað rafmagnsreiðhjól, sem geta nýst vel upp brekkur og á móti vindi eða einfaldlega til að auka hraðann.

Nánast allir á höfuðborgarsvæðinu geta komist af án þess að eiga bíl þó vissulega fylgi bílnum umtalsverð þægindi og að sum áhugamál sé erfitt að stunda án bíls. Það er hins vegar hægt að ná nánst öllum þessum þægindum með einum bíl á heimili og það er hægt að minnka notkun bíla heimilisins umtalsvert á flestum heimilum án þess að það komi mikið niður á lífsgæðum og örugglega minna en hægt er að auka lífsgæðin á móti fyrir þann pening, sem sparast við það. Þegar talað er um þann tíma, sem sparast við að nota bíl þá má benda á það að það tekurvenjulegan launamann um 2 til 4 tíma á dag að þéna nettó fyrir kostnaði við að reka bíl.

Sigurður M Grétarsson, 6.4.2008 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 517
  • Sl. sólarhring: 645
  • Sl. viku: 2903
  • Frá upphafi: 2294454

Annað

  • Innlit í dag: 481
  • Innlit sl. viku: 2648
  • Gestir í dag: 461
  • IP-tölur í dag: 446

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband