Leita í fréttum mbl.is

Gleðilegt sumar.

Gleðilegt sumar. Pabbi sagði við mig áðan að það væri alltaf meira gaman að fá sumardaginn fyrsta en vetrardaginn fyrsta. Í sjálfu sér finnst mér það ekki skipta öllu máli. Allar árstíðir hafa sinn sjarma. Ég uppgötvaði það þegar ég eignaðist hund fyrir margt löngu og þurfti að fara í góðan göntutúr með honum vetur sumar vor og haust að veðrið er miklu betra á Íslandi heldur en ég hafði áður haldið og það kom mér á óvart þegar ég var með hundinn í bílnum hvað maður þurfti oft að hugsa til þess að leggja honum í forsælu. Sólin skein miklu oftar en maður hafði haldið.

Ég spái góðu sumri. Sólríku og heitu. Svo er að sjá hvort það gengur eftir.

 En ég þakka þeim fjölmörgu sem ég hef haft saman við að sælda á þessum vetri fyrir sinn þátt í því að gera lífið skemmtilegt og eftirminnilegt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bumba

Þakka þér sömuleiðis Jón fyrir alla pistlana í vetur. Gleðilegt sumar. Með beztu kveðju.

Bumba, 24.4.2008 kl. 23:17

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Gleðilegt sumar Jón, með þökk fyrir góð samskipti í vetur.

kv.

Guðrún María Óskarsdóttir., 25.4.2008 kl. 00:20

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Gleðilegt sumar!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 25.4.2008 kl. 00:28

4 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Eigum við kannski að viðra hundana saman Takk fyrir mig og gleðilegt sumar

Eva Benjamínsdóttir, 25.4.2008 kl. 00:28

5 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Happy Summer

Gleðilegt sumar, Jón minn Magg!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 25.4.2008 kl. 01:00

6 Smámynd: Jón Magnússon

Takk fyrir kveðjurnar öll sömul. Því miður Eva mín  þá dó minn í júní í fyrra þannig að ég er hundlaus nema þegar fullornað fólkið, börnin  mín þurfa á pössun fyrir sína hunda að halda.

Jón Magnússon, 25.4.2008 kl. 14:29

7 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Ég var víst hundahaldari hjá Kalífanum í Bagdad í fyrra lífi. Þetta sagði mér vitur maður fyrir margt löngu í óspurðum fréttum. Ég á engan hund núna frekar en þú en er hundfróð kona og samhryggist þér. Það er sárt að missa besta vininn Jón minn en mikið ertu heppinn að fá að viðra blessaða rakkana. Efast ekki um að þú snyrtimennið hirðir upp eftir þá líka...talandi um pú, pú, þá er varla hægt að stinga niður fæti á Stór-Reykjavíkursvæðinu án þess að verða var við ósómann. Það mætti alveg gera herferð í því uppeldinu...ussussuss, skömm að þessu. Já, og minna á að aðalvandamálið í mótmælunum gegn hundum í hundabanninu fyrir þrjátíu árum var einmitt argumentið um skítinn. Menn sögðu að Reykjavík yrði einn daginn einsog NY með allan sinn hundaskít. Ég trúði ekki þeirri vitleysu þá en nú finnst mér mætti herða lögin, svo við í útivistinni ættum líka heilnæmið og fegurðina skilið....Góða helgi kv. eva

Eva Benjamínsdóttir, 26.4.2008 kl. 01:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1123
  • Sl. sólarhring: 1216
  • Sl. viku: 6768
  • Frá upphafi: 2277406

Annað

  • Innlit í dag: 1053
  • Innlit sl. viku: 6291
  • Gestir í dag: 988
  • IP-tölur í dag: 958

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband