Leita í fréttum mbl.is

Vonandi dregur úr verðbólgu.

Vonandi hefur greiningardeild Landsbankans rétt fyrir sér hvað það varðar að verulega muni draga úr verðbólgu á næstunni. Ég tel raunar að verðbólgumælingin sé ekki alls kostar rétt eins og nú háttar til. 

Mjög fáar fasteignir hafa selst undanfarin misseri og raunverðlækkun fasteigna er því ekki komin fram í vísitölunni. Mér finnst líklegt að fasteignir hækki ekki í krónutölu á næstunni og stærri eignir muni jafnvel lækka en það hefur mikil áhrif ti lað draga úr verðbólgunni.

Gengisþróunin skiptir miklu máli. Meðan við erum með krónu sem er ein óstöðugasta myntin í dag þá gætir því miður mikillar óvissu um verðbólgu framtíðarinnar. Veiking krónunnar mun valda verðbólguskoti á sama tíma og styrking hennar ætti að draga úr verðbólgunni. Nú er eðlilegt að neytendur og eftirlitsaðilar fylgist með því að seljendur lækki verð jafn hratt vegna sterkari krónu eins og þeir hækkuðu verð þegar krónan veiktist.

Vonandi stenst spá greiningardeildarinnar um að það dragi úr verðbólgu á næstunni.


mbl.is Spáir því að verðbólga hjaðni hratt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Þú segir hér að undanfarin misseri hafi mjög fáar fasteingir selst og í pistlinum þínum hér á undan talarðu um að fasteignamarkaðurinn sé hruninn og allt sé það nú ríkistjórninni að kenna. Því spyr ég þig, fannst þér í lagi hvernig fasteignaverð hefur þróast hér á undanförnum árum? Ég tel að fasteignaverð hér hafi verið orðið allt of hátt og úr öllu samhengi við raunkostnað. Það var og er beinlínis nauðsynlegtað það lækki.

Hvers vegna hækkað fasteignaverð svona mikið? Ég tel það vera vegna þess að hægt var að fá lán fyrir allri upphæðinni öfugt við það sem áður var þegar Íbúðalánasjóður var einn á markaðnum. Landinn virðist vera þannig að verðið skipti ekki máli ef þú getur fengið það lánað.

Af hverju er verðið að lækka núna? Er það ekki vegna þess að bankarnir eru hættir að lána og menn þurfa að eiga pening til að kaupa. Af hverju eru bankarnir hættir að lána? Er það ekki vegna þess að þeir fá ekki lánað fé til að endurlána nema á afarkjörum. Af hverju fá þeir ekki fé á sömu góðu kjörunum og áður? Er það ekki vegna alþjóðlegrar lánsfjárkreppu sem á upptök sín í Ameríku. Hver er orsök þessarar alþjólegu lánsfjárkreppu? Ég held að það sé ekki sofandaháttur Ríkistjórnar Íslands.

Ég tel að það hefði verið ábyrgðarhluti af hálfu Rikistjórnarinnar að fara að gera einhverjar ráðstafanir til að halda íbúðaverði uppi í þeim skýjum sem það var og er ennþá.

Íbúðalánsjóður er enn á fullu að lána til íbúðakaupa eins og hann hefur alltaf gert og ekki mikill samdráttur á þeim bænum. Þar geta menn fengið lán til íbúðakaupa sem þeir hafa efni á að taka, eins og áður en bankarnir komu og sprengdu markaðinn með lánum til fólks sem ekki hafði efni á að taka lán en gat komið með uppákriftir.

Þú kennir einnig Ríkistjórninni um hátt matarverð. Er ekki búið að lækka vaskinn af öllum matvörum í 7%. Er ekki líklegra að orsakanna fyrir háu matarverði sé að leita annars staðar.

Ég man þá tíð þegar Jóhannes í Bónus var að berjast við risann á markaðnum og kom fram í fjölmiðlum og sagði það hættulegt fyrir íslenska þjóð að einn aðili væri svo stór á markaðnum að hann væari með 15 - 20 % af matvörumarkaðnum í landinu.

Ég hef aldrei heyrt hann minnast á þetta eftir að hann keypti risann og varð holdgerfingur hans sjálfur með miklu stærri hlut af markaðnum. Það er ekki sama hvoru megin borðsins setið er. Nú er helst vandinn sá að þeir eru ekki nógu stórir til að gera nógu góð magninnkaup því markaðurinn hér er of lítill.

Hvort ertu sammála Jóhannesi í hlutverki Dvíðs eða Golíats?

Landfari, 23.5.2008 kl. 21:06

2 identicon

Viska þín er mikil Landfari og víðförull með eindæmum. Gaman væri að þú leyfðir mér og okkur hinum að njóta meira þessa innsæis varðandi svar þitt um að bankarnir eigi stóran þátt í hækkun íbúðarverðs langa mig til að spyrja þig hvað þér finnst þegar bankarnir svo loka fyrir aðgengi almennings að fjárstreymi í gegnum þá. Við höfum ákveðið kerfi greiðlumat sem einstaklingarnir verða að ganga í gegnum. Svo skynilegt boð bankanna inn á húsnæðismarkaðinn með frjálst streymi fjármagns og oft langt umfram greiðlugetu viðkomandi annars vegar og svo hins vegar algjör lokun á fjárstreymi til almennings Má ekki halda því fram að almenningur hafi verið blekktur með þessari háttsemi bankanna??? Hvar var fjármálaeftirlitið þegar þetta gekk yfir???

Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ 

B.N. (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 21:59

3 Smámynd: Landfari

Ég held nú að ég sé ekki einn um þá skoðun að innkoma bankanna á húsnæðismarkaðinn hafi haft afgerandi áhrif á verðið. Á nækvæmlega sama hátt lækkar verðið þegar þeir draga sig út af markaðnum. Ég held að brotthvarf þeirra af markaðnum sé einfaldlega afleiðing af því að neytendur vilja ekki taka lán á þeim kjörum sem bankarnir geta boðið í dag. Þeir geta ekki boðið lán á lægri vöxtum en þeir fá á sínum lántökum. Satt best að segja held ég að þeir hafi ekki lokað á lán, þú þarft bara að skaffa miklu betir veð og borga miklu hærri vexti. Allar svona bólur sem tútna út og springa svo eru mjög slæmar fyrir þá sem í þeim lenda. Sjálfsagt eru enn einhverjir ekki búnir að jafna sig eftir að hafa keypt hlutabréf í Decod á genginu 65 hérna um árið eða Spron á genginu 15. Eins geta þeir verið í slæmum málum sem eru nýbúnir að kaupa sér húsnæði þegar verðið lækkar.  Þessar sveiflur eru mjög slæmar eins og allar sveiflur eru, bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Þessi skortur á lánsfé er ekki síður slæmur fyrir bankana en okkur sem skuldum þeim. 

Þessi þróun húsnæðisverðs er bara sú sama og í löndunum í kringum okkur vegna þess að þessi skortur á lánsfé er ekkert séríslenskur. Bandaríkin, England, Danmörk, Svíþjóð - húsnæði er allstaðar að lækka eftir talsverða hækkun þar á undan umfram byggingakostnað.

Þess vegna finnst mér það ekki málefnalegt hjá Jóni að kenna Ríkisstjórninni um þetta. Finnst það bera smá keim af lýðskrumi hjá annars mjög málefnalegum stjórnmálamanni.

Landfari, 23.5.2008 kl. 23:41

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Einhvertíma las ég grein eftir kunnan þjóðhagfræðing að húsnæðisliður vísitölunnar væri sá hitamælir sem fyrst sýndi marktækar og varanlegar breytingar, sá hélt því jafnframt fram að þessi kenning væri ekki umdeild meðal kollega hans.  Sú staðreynd að  íbúðarverð hefur ekki hækkað í krónutölu, þrátt fyrir gengisfall, virkar sem hemill á vísitölu.

Landfari, það er rétt hjá þér að það eru víðar lánsfjárkreppa en á Íslandi t.d. í USA þar sem Íraksstríðið og hluti af heilbrigðiskerfinu er fjármagnað með lánum frá Kína sem eiga að greiðast síðar.  Það er hins vegar ekki rétt hjá þér að stjórnvöld á Íslandi séu saklaus. Ekki nóg með að trassað hafi verið að mynda gjaldeyrisvarasjóð í góðærinu eins og þau og seðlabankinn voru þó hvött til. Þau beinlínis helltu olíu á eld með því að auka ríkisútgjöld langt umfram hagvöxt í þenslunni og lækkuðu skatta, sem allir vita að á að gera þegar þrengir að.  Sá sem dró mestan eldivið að fyrirsjáanlegu báli var síðan gerður að seðlabankastjóra!

Sigurður Þórðarson, 24.5.2008 kl. 08:02

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sigurður: Þú ert óbilandi meistari í að komast að kjarna málsins í þínum knappa texta og skemmtilega valdi á íslenskunni. 

Árni Gunnarsson, 24.5.2008 kl. 09:32

6 Smámynd: Landfari

Var það ekki Stefán Ólafsson sem var hérna um árið dag eftir dag að skrifa um hvað stjórnvöld hefðu hækkað skatta mikið.

Gjaldeyrisvarasjóðurinn var nú tvöfaldaður þó það hafi greinilega ekki verið nóg. Var ekki Dabbi að kvarta yfir því að háskólaprófesorarnir hefðu ekki látið hann og aðra vita af þessari kollstypu sem þeir þóttust sjá fyrir. Það er kaski rétt að þú upplýsir Sigurður hvar og hvenær bankinn var hvattur til að auka sjóðinn. Það virðist hafa farið framhjá Dabba.

Ég hef hvergi sagt að stjórnvöld séu saklaus í þessum efnum. Það var til dæmis beinlínis hjákátlegt að að aðgerðir hennar til að slá á þensluna á sínum tíma voru allar út á landi á stöðum þar sem engin þensla var. Enda voru þær nú blasnar af korteri eftir að þær voru settár á því hættuástandi var aflétt.

Á sama hátt finnst mér það billegt hjá sumum stjórnar andstæðingum að kenna ríkistjórninn um allt sem aflaga fer í heiminum. Hefði fundist það skörulegra að benda á lausnir.

Ég er alveg sammál þér að það er skynsamlegra að lækka skatta þegar þrengir að. Þess vegna var ég sammála því að það væri ekki rétti tíminn til að afnema stimpilgjöld þega allir voru í bullandi lántökum. Nú er það hinsvegar orðið tímabært enda allir sammála um að þetta er ekki sanngjarn skattur.

Á sama hátt væri það fásinna hin mesta að fara að lækka álögur á eldsneyti þegar það er að hækka út af skorti á framboði. Þar þarf að grípa til aðgerða þannig að fólk komist af með minni notkun.

Landfari, 24.5.2008 kl. 16:07

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk Árni, ég reyni mitt besta til að nálgast þig. 

Kæri Landfari,

við erum sammála um ýmislegt, t.d. að lækkun stýrivaxta og afnám stimpilgjalda eru aðgerðir af sama meiði. 

Þú spyrð mig um heimildir?  Gylfi Magnússon segist hafa varað við þessu í blaðagreinum og viðtölum. Davíð segist ekki hafa fengið viðvörun.  Nú er hægt að finna þessar tilvitnanir með leitarvélum og þá hlýtur seðlabankastjóri að eiga við að hann hafi ekki fengið viðvörun með sannanlegum hætti, t.d. símskeyti eða aðvörunarbréf í ábyrgðarpósti. Kannski voru þetta afglöp hjá hagfræðingum Háskóla Íslands?  Líklega hefði Davíð brugðist við ef hann hefði verið aðvaraður með viðeigandi hætti. Ég hef aftur á móti efasemdir um að dýralæknirinn hefði hlustað á viðvörunarorð, því hann er ekki þekktur fyrir að taka neitt mark á viðteknum kenningum í hagfræði. 

Sigurður Þórðarson, 25.5.2008 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 507
  • Sl. sólarhring: 647
  • Sl. viku: 2893
  • Frá upphafi: 2294444

Annað

  • Innlit í dag: 471
  • Innlit sl. viku: 2638
  • Gestir í dag: 451
  • IP-tölur í dag: 437

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband