Leita í fréttum mbl.is

Vonandi gerir Kaupþing ekki sömu vitleysu og John Cleese

John Cleese er einn allra besti gamanleikari sem til er. Hann hefur farið á kostum í mörgum hlutverkum m.a. í kvikmyndunum "The life of Brian" og "A fish called Wanda" Þá eru sjónvarpsþættir og margt sem hann hefur gert með Monthy Python hópnum frábært.  Góður grínleikari er ekki endilega góður fjárfestir og nú tapar Cleese á vitlausri fjárfestingu. Ef að líkum lætur á hann samt nóg fyrir sig að leggja.

John Cleese hefur leikið í auglýsingum Kaupþings banka og vonandi eru fjárfestingar Cleese ekki til vitnisburðar um að Kaupþing hafi fjárfest með sama hætti og auglýsandinn.  Þá er það einnig vonandi að Cleese hafi ekki fengið ráðgjöf hjá Kaupþingi þegar hann gerði þessa misheppnuðu fjárfestingu.

En hver getur svo sem ekki gert mistök í lífinu?


mbl.is Cleese fórnarlamb fasteignaverðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Má ég spyrja, lastu fréttina ? Hann neyddist til að selja þessa 2.2 milljarða villu vegna þess að hann skrifaði undir kaupmála við konuna og núna er hún að féplokka hann allt að innsta beini.

Hún getur ekki séð fyrir sér sjálfri af því hún er gamalt burnout frá 1930 og heimtar 140 milljónir á ári, helming tekna frá 92 og tvær fasteignir. Eins og meira en helmingur tekna hafi nú ekki þegar farið í hana frá giftingu ? Samkvæmt the Economist stjórna kvenmenn að meðaltali 80% innkaupa í sambandi þannig að mér finnst að hún ætti nú að borga honum bara til baka 30%. 

Þess vegna eru þetta ekki "slæmar" ákvarðanir af hálfu Cleese (nema þá í að giftast þessari herfu) heldur skilnaður sem veldur því að hann neyðist til að selja eignina sína og ef þú ert neyddur til að gera eitthvað er ofboðslega auðvelt að semja við þig.

Tómas Guðmundsson (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 12:49

2 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir þessar upplýsingar Tómas.  En hvað svo sem líður einkalífi John Cleese þá verður hann fyrir skakkafalli vegna verðhruns á fasteignum í Bandaríkjum.

Jón Magnússon, 17.7.2008 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 30
  • Sl. sólarhring: 66
  • Sl. viku: 1691
  • Frá upphafi: 2291581

Annað

  • Innlit í dag: 28
  • Innlit sl. viku: 1518
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband