Leita í fréttum mbl.is

Evra án aðildar kemur ekki til greina.

Það er athyglivert að þeir sem Evrópunefndin hefur hitt frá Evrópusambandinu á fundum sínum með þeim í Brussel telja fráleitt að Ísland geti tekið upp Evruna með samþykki Evrópusambandsins nema ganga í Evrópusambandið.

Ég hef ítrekað spurt að því hvort það sama gildi ef öll EES ríkin mundu sækja um þá breytingu og eða útvíkkun á grundvelli EES samningsins að taka myntsamstarfið og Evruna án aðildar að Evrópusambandinu og því hefur einnig verið svarað afdráttarlaust neitandi.

Enn eigum við eftir að hitta fjölmargt áhrifafólk Evrópusambandsins hér í Brussel og það verður fróðlegt að heyra hvort það hefur allt sömu afstöðu og þeir sem við höfum rætt við til þessa.

Við höfum m.a. verið spurð að því hvað er vandamálið við að ganga í Evrópusambandið af hverju eruð þið endalaust að tala um að taka upp Evru án aðildar eða taka meira af Evrópusambandsreglunum án aðildar. Hvað er vandamálið.  Þegar svarað var spurning um yfirráð yfir fiskimiðunum þá var svarið einfaldlega. Af hverju talið þið þá ekki um það. Af hverju talið þið ekki um það sem máli skiptir fyrir ykkur í samskiptum við Evrópu ef þið viljið nánara samstarf eða aðild.

Spurning er fyrst og fremst hvað við viljum vera. Viljum við nánara samstarf við Evrópu eða ekki. Ef við viljum nánara samstarf þá er eðlilegt að taka upp viðræður um það sem máli skiptir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þá er það ljóst Jón, að þú styður aðildarviðræður? Er FF samstíga þér? Auðvitað m.t.t. þess að tekið sé tillit til yfirráð fiskimiða.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 10:03

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

Er Evrópumál þitt ekki í algjörri andstöðu við stefnu FF?

Er þetta mál ekki bara samaeðlis og mál Kristins um flóttamenn til Íslands?

Fannar frá Rifi, 23.9.2008 kl. 10:53

3 identicon

Vonandi að þú slakir vel á í Brussel og takir svo skynsamlega á vandamálunum í Frjálslyndaflokknum þegar þú kemur til baka, ekki veitir nú af, ef þið ætlið ekki að enda sem óljós minning í íslenskum stjórnmálum.

Þessar vangaveltur þínar um upptöku evru og helst aðild að ESB, virðast mér vera mikið á persónulegum nótum. Þarf flokkurinn ekki að hafa myndað sér heildstæða skoðun á þessum málefnum áður en þú gengur fram eins og samningsaðili um ESB aðild? Ertu nokkuð með sama yfirgang í þessum málum og Kristinn er sakaður um á öðrum vettvangi? 

Frjálslyndi flokkurinn er dálítið eins og dasaður karlaklúbbur með konurnar í súpugerð, frekar en alvöru stjórnmálaflokkur. Eitthvað svo á skjön allt þarna hjá ykkur svo mikið ergelsi. Er eitthvað til í þessu? Spyr sá sem ekki veit...og þó.

Nökkvi (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 12:49

4 identicon

Það þurfti nú ekki heila nefnd frá Íslandi til að fá það á hreint að evra án þess að vera í ESB kæmi ekki til greina.

Ég er á móti ESB aðild en svona til að fá umræðunna á það plan að sem flestir geti tekið afstöðu með eða á móti inngöngu með eitthvað í höndunum hvert ESB stefnir í framtíðinni. Það þarf að þýða nýju stjórnarskrána sem fyrst því ESB ætlar sér þessa stjórnarskrá fyrir bandalagið.

Það þarf að vera fyrsta verk Evrópunefndarinar þegar hún kemur heim að koma því í verk að þýða þessa stjórnarskrá yfir á íslensku því jú ef af yrði að samið yrði um inngöngu Íslands inn í Evrópubandalagið á næstu árum er ekki vera að fólk viti í tíma hvað þetta þýðir fyrir land og þjóð að ganga þarna inn í Evrópubandalagið !!

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ 

B.N. (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 15:19

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Er ekki sammála Jóni um margt. En samt hef ég virt hans skoðanir og málflutning á mörgum sviðum. Og í evrópumálum er hann sannarlega á réttu róli. Og þessi punktar hans alveg hárréttir. Það þýðir ekki að tala alltaf um þetta í einhverjum hálfkæringi. Tala beint út og vinda sér í málin.

Þetta með vangaveltur um að við getum ekki hitt eða þetta fyrr enn, þegar, er bara til þess að fresta því að taka ákvörðun. Og við græðum ekkert á því.

Magnús Helgi Björgvinsson, 23.9.2008 kl. 18:28

6 Smámynd: Atli Hermannsson.

"Hvað er vandamálið.  Þegar svarað var spurning um yfirráð yfir fiskimiðunum þá var svarið einfaldlega. Af hverju talið þið þá ekki um það. Af hverju talið þið ekki um það sem máli skiptir fyrir ykkur í samskiptum við Evrópu ef þið viljið nánara samstarf eða aðild."

Ég segi það líka ... hvað er vandamálið. Ekki fyrir löngu sagði íslenskur embættismaður sem starfar í Brussel eitthvað á þá leið; Að þegar samningaviðræðurnar við ESB hæfust, væri vandamálið kannski það eitt, hvað ætti að gera eftir hádegi. 

Atli Hermannsson., 23.9.2008 kl. 18:32

7 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Það er alger óþarfi að velta fyrir sér leiðum til þess að taka upp evruna. Við höfum ekkert með hana að gera enda myndi hún seint taka tillit til hagsmuna og aðstæðna Íslendinga. Þess utan er í bezta falli óljóst hversu lengi evrusvæðið verður til, sbr.:

http://sveiflan.blog.is/blog/sveiflan/entry/649737/

Ég mæli sérstaklega með skýrslu hinnar Evrópusambandssinnuðu hugveitu Centre for European Reform frá því í september 2006 sem ber heitið "Will the eurozone crack?" þar sem varað er við því að evrusvæðið kunni að líða undir lok verði ekki gripið til róttækra umbóta innan aðildarríkja þess, umbóta sem nákvæmlega ekkert bólar á.

http://www.cer.org.uk/publications_new/688.html

Hjörtur J. Guðmundsson, 23.9.2008 kl. 21:19

8 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Umræðan um ESB aðild hefur mikið markast af fyrirframgefnun staðleysum hvað varðar umráð íslands yfir fiskimiðunum ef við göngum í ESB.Algjör óþarfi er að láta LÍÚ stjórna þeirri umræðu.Afstaða ESB til miðstýringar sjávarútvgs frá Brussel er að breytast enda hefur sú stefna engu skilað og ESB er farið að horfa meira til árangurs íslendinga og Norðmanna.Þess vegna er allt eins líklegt að Íslendingar gætu náð öllu sínu fram í samningum um sjávarítveginn.Kanaríeyjar.Asoreyjar og Malta eru með sér samninga hvað varðar sjávarútveginn.Áfram Jón Magnússon. 

Sigurgeir Jónsson, 23.9.2008 kl. 21:58

9 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Sigurgeir:

Með tilliti til sjávarútvegsmála er ljóst að á meðan yfirstjórn sjávarútvegs aðildarríkjanna er á forræði embættismanna Evrópusambandsins er aðild að því algerlega óásættanleg.

Svo er allt í lagi að kynna sér málin aðeins. Kanaríeyjar og Azoreyjar hafa ákveðna sérsamninga vegna þess að þessi landsvæði eru skilgreind sem efnahagslega frumstæð svæði. Það myndi seint eiga við um Ísland eins og embættismenn Evrópusambandsins hafa bent á og t.d. er fjallað um í skýrslu Evrópunefndar forsætisráðherra.

Maltverjar fengu síðan engar undanþágur, öllum frá aðildarríkjum Evrópusambandsins er frjálst að veiða við Möltu en settar voru reglur um að einungis smábátar mættu stunda veiðar þar sem gilda jafnt um heimamenn eins og aðra. Það voru nú allir sérsamningarnir.

Við höfum einfaldlega ekkert í Evrópusambandið að gera sama hvernig á málið er litið.

Hjörtur J. Guðmundsson, 23.9.2008 kl. 22:46

10 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Það er alger óþarfi að velta fyrir sér leiðum til þess að taka upp evruna. Við höfum ekkert með hana að gera enda myndi hún seint taka tillit til hagsmuna og aðstæðna Íslendinga.

Mér finnst alltaf jafn fyndið að heyra svona "rök". Síðan hvenær hefur Íslensk peningamálastefna tekið tillit til hagsmuna hins venjulega Íslendings ?

Annars held ég að ekki  sé fullreynt með Evru án aðildar, kostur sem ég held að sé ágætur til að byrja með. Við sendum bara Geir og Árna til að vera viss.

Þóra Guðmundsdóttir, 23.9.2008 kl. 22:59

11 Smámynd: Jón V Viðarsson

Dollarinn er búinn að vera ansi slappur í all nokkra mánuði eða ár. Fyrir stuttu síðan var hann í kríngum 70 kr. Allir nutu góðs af og versluðu bíla og fleirra frá BNA. Núna er krónan að falla og er orðin sögulega lág gagnhvart öðrum gjaldmiðlum þá er farið að krefjast  upptöku Evru og ganga í ESB. Hvernig væri að við bærum meiri virðingu fyrir okkar krónu eins og hin Norðurlöndin gera. Við skulum ekki gleima því að hér er ódýrasta og besta vatn í heimi og einnig raforkan og maturinn. Þessar auðlyndir eru allt búbót fyrir okkur sem lifum hér á þessu fallega og góða landi. Evran mun einnig falla eins og krónan hefur verið að gera svo þetta mun allt jafna sig út með tímanum. Þeir sem eru að berjast í bökkum í húsakaupum eru ekki öfundsverðir en þegar upp er staðið er þetta besta fjárfesting í heimi.

Ísland verður auðugasta land í Evrópu þegar fram líða stundir. Áfram Ísland !!

Jón V Viðarsson, 24.9.2008 kl. 02:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 47
  • Sl. sólarhring: 104
  • Sl. viku: 2532
  • Frá upphafi: 2291515

Annað

  • Innlit í dag: 39
  • Innlit sl. viku: 2301
  • Gestir í dag: 35
  • IP-tölur í dag: 29

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband