Leita í fréttum mbl.is

Bjarni Harðarson

Mér finnst miður að Bjarni Harðarson skuli hafa sagt af sér þingmennsku.

Við Bjarni vorum ósammála í mörgu.  Það skiptir í sjálfu sér ekki máli. Bjarni var góður þingmaður og fylginn sér og einkar skemmtilegur. Hann átti iðulega snarpa og skemmtilega spretti í ræðustól Alþingis. Þá hafði hann ákveðnar skoðanir. Í sumum tilvikum skoðanir sem engir eða afar fáir deila með honum en það kom ekki í veg fyrir að Bjarni beitti sér í samræmi við skoðanir sínar.

Ég óska Bjarna allra heilla í framtíðinni. Það var hans ákvörðun að segja af sér þingmennsku. Hann er ekki minni maður fyrir að gera það.

Samt finnst mér spurning hvort ástæða hafi verið til þess af hans hálfu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að það hefði verið miklu skemmtilegra að fylgjast með átökum innan Framsóknarflokksins hefði Bjarni ekki sagt af sér. Mér finnst hann hafi verið full fljótur á sér til að taka þessa ákvörðun, hefði að minnsta kosti átt að kanna jarðveginn í sínum flokki fyrst.

Engu að síður varpar þetta nokkuð sérstöku ljósi á baktjaldamakk innan flokkana og það þarf enginn að segja mér annað en að eitthvað svipað eigi sér stað í öðrum flokkum. Menn fara kannski meira með veggjum og athuga vel hvert þeir eru að senda tölvupóstinn!

Þetta er óskaplegur klaufaskapur og þeir sem skrifa tölvupóstinn hefðu frekar átt að sleppa því og frekar ræða þessi mál við Valgerði og hafa Bjarna með.

Það er næstum eins og bréfritarar hafi verið búnir að fá sér í aðra tána.

Bjarni hins vegar hefði átt að staldra við áður en hann sendi þetta bréf áfram og hugsa dæmið örðuvísi sér og flokk sínum til heilla.

Nökkvi (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 20:15

2 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

Það má segja að: "þar fór góður biti í hunds kjaft". En þessar fáu fjaðrir sem en héngu á Framsóknaflokknum eru óðum að hverfa. Það mun ekkert standa eftir annað en Valgerður og Guðni, eins ósammála og tveir einstaklingar geta orðið.

Held að það megi fara að ýta SÍS merkinu aðeins til hliðar á hillu sögunnar og setja framsóknarmerkið þar við hliðina.

Júlíus Sigurþórsson, 11.11.2008 kl. 21:32

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Framsóknarmaðurinn Bjarni Harðarson, hefur getið sér orð fyrir að hafa ekki tekið þátt í pólitískri spillingu svo vitað sé. 

Sigurður Þórðarson, 11.11.2008 kl. 21:35

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Það hefði breytt miklu ef Brútus hefði sent svona tölvupóst um fyrirætlanir sínar og sinna manna fyrir öldungaráðsfundinn með Júlíusi Sesar ides mars fyrir margt löngu..  

Halldór Jónsson, 11.11.2008 kl. 22:24

5 identicon

Já, satt segir þú Halldór! En er hægt að líkja Valgerði og Júlíusi Sesar saman? Neeeei.....

Nökkvi (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 22:32

6 identicon

Guði sé lof að einhver í Framsókn þorði að segja satt. Jafn vel þótt óvart væri. Takk Bjarni!

Það væri óskandi að þingmenn annarra flokka sem eiga jafna aðild að klúðrinu, gerist jafn sekir og Bjarni, það er að segja frá: Komi fram fyrir skjöldu og opinberi syndir þær sem þeirra flokkar fela fyrir almenningi.

Hvenær ætlar stjórnin öll að víkja? Hvernig getur hún rannsakað eigin klúður og flokkanna, sem eru þarna enn. Er Bjarni eini heiðarlegi maðurinn á þingi?

Þurfum við ekki að víkja þessu liði frá og reyna að fremsta megni að skipa rannsókn sem er ópólitísk og ekki skyld bankamönnum og útrásarvíkingum.

 Framsókn hefur gert nægan óskunda, eins og verk Valgerðar sem undirlægju Davíðs og có bera glöggt vitni.

Þeim mun fyrr sem sannleikurinn kemur í ljós, þeim mun fyrr munum við rísa sem þjóð undan þessari spillingu og  endurheimta fyrri virðingu þjóða, og okkar góða en glataða nafn.

  Sjaldan hafa jafn fáir gert svo mikið til að stela öllu, bæði peningum,  orðspori, heiðri, sjálfsvirðingu, og jafnvel frelsi. Frá svo mörgum.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 492
  • Sl. sólarhring: 664
  • Sl. viku: 2878
  • Frá upphafi: 2294429

Annað

  • Innlit í dag: 456
  • Innlit sl. viku: 2623
  • Gestir í dag: 439
  • IP-tölur í dag: 426

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband