Leita í fréttum mbl.is

Foringinn farinn.

1gudnijpgBrotthvarf Guðna Ágústssonar sem formanns Framsóknarflokksins og þingmanns flokksins er alvarlegt áfall fyrir Framsóknarflokkinn. Guðni Ágústsson er fylginn sér, frábær ræðumaður, stefnufastur og hefur frábæra kímnigáfu.  Að mínu mati var Guðni í hópi 5 sterkustu ræðumanna þingsins.

Framsóknarflokkurinn hefur nú misst tvo þingmenn á stuttum tíma og formann sinn.  Vandamál flokksins eru því augljóslega mikil. Það verður hins vegar að skoða það að líklegt er í framhaldi af efnahagshruninu muni verða veruleg uppstokkun í íslenska flokkakerfinu. 

Flokkar sem hafa ákveðna og afdráttarlausa skynsama stefnu eiga því frekara erindi við kjósendur en margir aðrir. Spurning er hvort að Framsóknarflokkurinn nái nú vopnum sínum eða hvort enn frekari sundrung verður í flokknum.

Hvað sem þeim hugleiðingum líður þá er mikill missir fyrir þing og þjóð að Guðni Ágústsson skuli hafa kosið að hverfa af vettvangi þjóðmálanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig H

Guðni er farin, en ekki hættur.

Rannveig H, 18.11.2008 kl. 16:48

2 identicon

Ekki get ég séð eftir þessum steingerfingi og fornminjum, sem Guðni og raunar þessa flokksómynd hans öll. Tími framsóknar er löngu útrunninn. Í raun átti þetta skrípi og carricatur af stjórnmálaflokki aldrei neinn rétt á sér og nú er ljóst að þjóðin er búin að fá nóg. Þegar holdtekja spillingarinnar, Valgerður loðdýrabóndi, er komin í formannsstólin sér öll þjóðin að þarna er mælirinn fullur. Nú þarf að kjósa eins fljótt og við verður komið. Sjálfstæðisflokkurinn klofanr endanlega í vetur og verður það sem hann á að vera, lítill flokkur hægrisinnaðra öfgamanna, án valda og áhrifa í þjóðlífinu. Nýtt tímabil sósíalisma og jöfnuðar hefst þegar Vinstri grænir fá hreinan meirihluta í vor og síðan áfram. Lifi byltingin. Lifi alræði öreiganna.

Bóbó (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 06:58

3 identicon

SKJALDBORGARMÓTMÆLI  Í DAG - MIÐVIKUDAG
KL: 12 VIÐ AUSTURVÖLL 
 
"Sláum skjaldborg utan um Alþingi".
MÆTUM ÖLL SEM VILJUM SJÁ BREYTINGAR GERAST !
 
Stjórnarandstaðan ætlar að standa með okkur í dag,
 
-hún mætir og ætlar í framhaldi af því að lýsa yfir vantrausti á Ríkisstjórn Íslands :O)
 
Nýir Tímar
www.nyirtimar.com
www.facebook.com/ákall til þjóðarinnar
www.facebook.com/skjaldborgarmótmælin

Sigurlaug (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 535
  • Sl. sólarhring: 1385
  • Sl. viku: 6180
  • Frá upphafi: 2276818

Annað

  • Innlit í dag: 506
  • Innlit sl. viku: 5744
  • Gestir í dag: 493
  • IP-tölur í dag: 485

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband