Leita í fréttum mbl.is

Verðbólgan étur upp eignir fólksins í landinu.

Verðbólgumarkmið Seðlabankans eru að verðbólga sé innan við 2.5% á ári. Til þess að ná því takmarki hækkaði Seðlabankinn stýrivexti aftur og aftur og setti Evrópumet í háum stýrivöxtum. Afleiðingarnar voru bullgengi á krónunni, sem orsakaði miklar lántökur í erlendum gjaldmiðlum sem varð þess síðan valdandi að þenslan fór úr böndunum með þeim afleiðingum að verðbólga jókst og allt fór að lokum úr böndunum vegna þess að innistæður í krónum voru aldrei til staðar fyrir því sem tekið var að láni meðan Seðlabankinn hagaði málum þannig að erlendur gjaldmiðill væri á útsölu.

Afleiðingarnar af rangri efnahagsstefnu Seðlabankans og ríkisstjórnarinnar hafa verið að koma í ljós ein af annarri. Óðaverðbólga nú 17.1%, hrun á gengi íslensku krónunnar, lækkun fasteignaverðs á meðan verðtryggðu lánin hækka og hækka.

Þessi efnahagsóstjórn sem Seðlabankinn ber höfuðábyrgð á ásamt ríkisstjórninni étur upp eignir fólksins í landinu og ógnar stöðugleika og afkomugrundvelli fyrritækja.

Svona verðbólga þýðir það að maður sem tekur 10 milljón króna lán verðtryggt til 40 ára með núgildandi vöxtum á verðtryggðum lánum mundi þurfa að borga rúman milljarð til baka vegna 10 milljón króna lánsins á lánstímanum.  Verðtryggingin er óréttlát og hún rænir eignum fólks.

Verkalýðsforustan og ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu með því að ætla að viðhalda verðtryggingunni.

Við verðum að fá alvöru gjaldmiðil strax og afnema verðtrygginguna. 

Við getum ekki búið fólkinu í landinu allt önnur og verri lánakjör en gerist annars staðar í okkar heimshluta.

 

david_oddsson                          geir                    gylfiarnbjornsson  

 

Verðtryggingarfurstarnir verða að víkja. Hagsmunir fólksins í landinu krefjast þess       


mbl.is Verðbólgan nú 17,1%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórarinn M Friðgeirsson

Takk fyrir þetta Jón ég er búinn að vera foxillur með svör verðtryggingavarðanna v. þessa þ.er stjórnendum lífeyrissjóða og verkalýðsfélaga og sé að þér er ekki sama um skuldara þessa lands ólíkt öðrum sem sitja með þér á Alþingi Íslendinga

Þórarinn 

Þórarinn M Friðgeirsson, 26.11.2008 kl. 18:22

2 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

"Fólk verður að átta sig á því að verðtryggingin verkar í báðar áttir". (Verðtryggingarfustarnir)

"Af hverju borðar fólkið ekki bara kökur".  (Marie Antoinette)

Kristján Sigurður Kristjánsson, 26.11.2008 kl. 20:28

3 identicon

þú hefðir örugglega vitað hvað ætti að gera, verst að mestu hálfvitarnir eru alltaf valdir til að stjórna landinu eða þannig, ef núverandi stjórnendur eru vanhæfir ert þú það líka því þú ert líka á þingi

haukur kristinsson (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 22:04

4 Smámynd: Hallur Magnússon

Verðtryggingin er ekki nema að hluta til vandamálið - enda forsenda þess að krónan gangi - en allir sjá að hún gengur ekki lengur!

Það alvarlega er að húsnæðisliðurinn hefur verið rangt mældur í neysluverðsvísitölunni.  Hagstofan og stjórnvöld tóku ekki ábendingum um að endurskoða húsnæðisliðinn árið 2004 þegar lj´sot var að skipulagsbreytingar myndu kalla á ákveðna - eðlilega hliðrun í húsnæðisverði - meðal annars vegna aukinna gæða í seldum og byggðum fermeter - og eðlilega leiðréttingu á verðhlutföllum milli minna húsnæðis sem var þá á yfirverði  - og millistórs og stærra húsnæðis - sem var á veruelgu undirverði.

Húsnæðisliðurinn var "eignaverðbólga" en ekki "neysluverðbólga" en hafði samt áhirf á neysluverðsverðbólguna og hækkaði´verðtryggð lán að ósekju!

Ef húnsæðisliðurinn hefði verið mældur á hefðbundna evrópska vísu í neysluverðsvísitölunni - þá hefði Seðlabankinn verið innan við verðbólgumarkmið sín megnið af tímabilinu 2003 - 2007.

Röng mæling á húsnæðisliðnum ýtti undir verðbólgu!

Það klikkaðasta er að þrátt fyrir hrun á verði fasteigna - þá hækkar húsnæðisliður neysluverðsvísitölunnar nú á milli mánaða!

Verðtrygging er nauðsynleg - en þá verður a mæla vísitöluna rétt!

Hallur Magnússon, 26.11.2008 kl. 22:30

5 identicon

Leyfi mér að setja úrdrátt úr grein eftir undirritaðan sem birtist í Morgunblaðinu 19.nóvember 2006

,,Þar sem daglaunin duga' ´ ,,Útflutningsgreinarnar hér heima eiga sér þó málsbætur hvað varðar getu til að borga mannsæmandi laun því vaxtastigið sem fyrirtækin búa við í samkeppninni um markaði erlendis er hér miklu hærri en í Danmörku. Sem dæmi eru stýrivextir hjá Seðlabankanum 14 % en 3,5% í Danmörku. Þetta fyrirkomulag leiðir af sér að á Íslandi er betra að geyma aurana sína á bankabók og liggja síðan rólegur á meltunni og bíða afrakstursins heldur en að taka þátt í uppbyggingu samfélagsins t.d. með því að fara út í fyrirtækjarekstur. Hér er fjármagstekjuskatturinn aðeins 10%. Þetta alíslenska kerfi er hannað fyrir þá efnuðu, fyrst og fremst og hina útvöldu þ.m.t. útrásarmenn. Þetta leiðir svo sjálfkrafa til atvinnuleysis í samfélaginu og heldur skuldurum í ánauð hárra vaxta og verðtryggingar. Í Danmörku eru fjármagnstekjur hins vegar meðhöndlaðar eins og hverjar aðrar launatekjur og takið eftir að þar er engin verðtrygging eins og við þekkjum hana og enginn skilur.'

Baldvin Nielsen,Reykjanesbæ

 P.S. Þegar ég bjó í Danmörk á sínum tíma spurðu danir mig af því afhverju svona margir Íslendingar væru að flytja til Danmerkur þar sem Ísland væri svo fallegt land. Ég svaraði því til að ef á Íslandii væri danskt viðskifta-og fjármálavit sem réði för ekki þessi pólitík sem fær meirihluta almennings til þess að trúa því að Íslensk verðtrygging(óútfylltur víxil) sé góðæri á meðan hinir fáu útvöldu sleikja sólina væri Ísland paradís á Jörðu. Fiskvinnslukona í Danmörku er með 120 danskar krónur á tíman í dagvinnu eða í dag miðað við gengi Seðlabankans sem er rúmar 24 krónur íslenskar ein dönsk króna! 

Ég trúi því að fljótlega verði danska krónan komin í 40 krónur íslenskar ef það yrði raunin yrði  fiskvinnslukonan í D.K. með 4800 krónur íslenskar fyrir hvern unnin dagvinnutíma án orlofs sem er 12%.

Til að sjá  árangur íslenskra stjórnmálamanna á síðustu áratugum fyrir þegna sína stefnir persónuafslátturinn  hjá launþega í Danaveldi að vera 132.000 íslenskar á mánuði eða ca. það sama og atvinnulaus einstaklingur hefur hér á landi á mánuði. Takið eftir það á eftir að taka skattinn af atvinnuleysisbótunum svo munurinn er slíkur á launþega hér á landi og í D.K. sem dæmi að ég er hættur að reikna.

B.N. (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 22:39

6 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Amen.

Gæti ekki verið meira sammála.

Gunnar Skúli Ármannsson, 26.11.2008 kl. 23:05

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

Innleiða vísitölugrunn sem tekur mið af  marksverði á íbúðarhúsnæði heimilanna eingöngu og af þróunn slíks verð yfir nokkur ár. Það jafnar út sveiflurnar virkar verðbólguletjandi á Veðhafann en tryggir honum ávalt marksverð á ógreiddum veðhluta, í þeim undantekninga tilfellum að fjölskyldur fari í þrot. Ávöxtunarkrafan heldur áfram að taka mið af aföllum við 1. kaup og umsamda vexti á tímabilinu. Það eru 3 vikur síðan að ég byrjaði að setja mig inn í eðlisfræði núverandi grunns þar sem ég hef aldrei heyrt í nokkrum (fræði)manni sem talar um hann af grunnskilningi. Undir flokknum íbúðavísitala má finna uppkast að formúlu ásamt dæmum og fleiri pælingum. Lausnin felst að setja sig í spor þess sem græðir raunverulega á gömlum bankavísindum.

Júlíus Björnsson, 26.11.2008 kl. 23:16

8 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Jón, þó ert að þó leytinu skárri en þeir, sem vilja afnema verðtryggingu án þess að fá á sama tíma nýjan og traustari gjaldmiðil. Það er fyllilega óraunhæft. Eins og Hrannar B. Arnarson útskýrði þetta í Kastljósi í kvöld þá er það bara tilfærsla á peningum úr einum vasa í annan. Það myndi meðal annars bitna hart á elli- og örorkulífeyrissþegum vegna þess hversu mikið tap það væri fyrir lífeyrissjóðina og einnig myndi það bitna hart á ríkissjóði. Þá er mun meira vit í því að hækka vaxtabætur og beina þannig hjálpinni sérstaklega af þeim lánþegum, sem eru í mestu vandræðunum en ekki vera að dreifa henni á alla lánþega hvort, sem þeir eru í vandræðum eða ekki.

Hins vegar er talsvert í það að við getum fengið alvöru gjaldmiðil og við þurfum því að búa við verðtryggingu þangað til. Hvernig vilt þú eða þið í Frjálslynda flokknum taka á málum verst settu lánþega húsnæðislána þangað til?

Sigurður M Grétarsson, 26.11.2008 kl. 23:47

9 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Jón.

Afnám verðtryggingar er forsenda þess að hér skapist eðliegt umhverfi svo mikið er víst.

Hvers konar sértækar aðgerðir svo sem vaxtabætur nýtast aðeins hluta fólks og hinir borga kostnaðinn af slíku sem ekki njóta.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 27.11.2008 kl. 00:48

10 identicon

Dollar Strax mun kynna aðgerðir sínar á næstu dögum. Við erum að smíða aðgerðaáætlun sem er til þess hönnuð að hafa djúp öflug áhrif á gang mála.

Eftir að við Loftur, Eyþór, María og ég funduðum með sérfræðingum í dag þá er ég mjög bjartsýnn á að hægt sé að koma vitinu fyrir stjórnvöld með mjög hnitmiðuðum aðgerðum. Það er hægt að hlífa fólkinu í landinu við að missa heimilin sín. Það er hægt að gangsetja björgunaráætlun strax.

Ekkert meira verður gefið út um málið að svo stöddu en fréttir verða af málinu vonandi á morgun eða hinn.

Stay tuned,,,,

sandkassi (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 02:59

11 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Jón.

Hvers vegna ekki að verðtryggja langtímalán með hliðsjón af launavísitölu frekar en lánskjaravísitölu?

Á samdráttartímum eins og núna hækkar launavísitalan mun minna en lánskjaravísitalan. Stendur jafnvel í stað.

Launavísitalan sýnir breytingar heildarlauna allra launþega fyrir fastan vinnutíma.

Lánskjaravísitala  er reiknuð út frá framfærsluvísitölunni (2/3) og byggingarvísitölunni (1/3). Lánskjaravístalan fylgir verðbólgunni miskunnarlaust.

Á næstu mánuðum mun lánskjaravísitalan væntanlega hækka mun hraðar en launavísitalan.

Væri það ekki mikið öryggi á þeim óvissu- og samdráttartímum sem eru að hefjast ef greiðslubyrðin breyttist í takt við launin frekar en í takt við óðaverðbólguna?  Til lengri tíma litið hafa þessar vísitölur að miklu leyti fylgst að, þannig að bankar og lífeyrissjóðir ættu ekki að tapa.

Ágúst H Bjarnason, 27.11.2008 kl. 07:06

12 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Guðrún María. Hækkun vaxtabóta og ananrra sértækra aðgeraða kosta ríkissjóð mun minna en það að afnema verðtryggingu. Þeir, sem njóta hennar eru þá það fólk, sem er í mestu vandaræðunum og er í hættu með að missa íbúðir sínar. Það er aðeins lítill hluti húseigenda, sem er í fjárhagsvandaræðum þó hækkun lána taki í hjá mörgum án þess að vera óviðráðanleg.

Það að afnema verðtryggingu lána lækkar ekki kostnaðinn við lánin heldur færir hann aðeins að hluta til á skattgreiðendur og lífeyrisþega. Það er ekki nokkur ástæða til að láta þá greiða hluta lána þeirra, sem ráða sjálfir við lán sín. Það að dreifa kostnaði ríkisins með þeim hætti á alla lánþega kostar mun meira en aðgerðir, sem beinast sérstaklega að þeim, sem eru í vandræðum þó þær aðgerðir séu hafðar þannig að þær hjálpi þeim mun meira en afnám verðtryggignar getur gert.

Ágúst. Það er talsvert langt síðan hærr var að miða ný lán við lánskjaravísitölu. Nýleg lán eru að fullu miðuð við neysluvísitölu. Þó eru enn í gangi lán, sem á sínum tíma voru miðuð við lánskjaravísitölu.

Það er rangt hjá þér að til lengri tíma litið hafi þessar vísitölur fylgst að miklu leyti að. Launavísitalan hefur hækkað miklu meira en bæði neysluvísitala og lánskjaravísitala og eru allar líkur á að svo verði einnig í framtíðinni. Það er hins vegar rétt, sem þú segir að ef sú vísitala er notuð þá minki sveiflur á greiðslubyrði lána, sem hlutfall af launum en gallin er sá að þá munu miklar kjarabætur launþega á skömmum tíma geta valdið verulegri eignarrýrnun húseigenda og ekki er víst að allir væru sáttir við það.

Gera má ráð fyrir því að til lengri tíma hækki launavísitala meira en húsnæðisverð öfugt við bæði neysluvísitölu og lánskjaravísitölu.

Sigurður M Grétarsson, 27.11.2008 kl. 10:27

13 Smámynd: Júlíus Björnsson

Það er munur á áhættu hvað varðar veðlán í fasteignum. Sem er minnst þegar fasteignin er heimili þess er kaupir.

Fasteignir í smíðum er annað dæmi hvað varðar áhættu.

Kvikmyndahús og aðrar fasteignir tengdar fyrirtækjarekstri bjóða oft upp á umtalverða áhættu: þau lúta ekki sömu reglum um kaup og sölu.

Best er að heimilin fái vísitölu sem tekur mið af verði íbúða þeirra.

Enn ekki eyðleggja markaðinn með því að setja allt undir sama hatt.

Vonandi gengur okkur oftast vel. Innfluttingur eykst. Laun hækka. [launavísitala hækkar]

Hvað kemur það veði á húsnæði heimilisins við?

Á að banna launahækkanir? Í framtíðinni.

Eiga þeir sem eiga þak yfir höfuðið af taka á sig hækkun launa almennt þó þeir hafi ekki fengið neina launahækkun sjálfir?

Júlíus Björnsson, 27.11.2008 kl. 13:46

14 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ace. Mér sýnist þú vera að rugla saman þeim aðgerðum að taka upp norska krónu og því að festa gengi íslensku krónunnar við norsku krónunna eins og þingmenn Frjálslynda flokksins eru að leggja til. Norðmönnum kemur nákvæmlega ekkert við hvort við festum gengi íslensku krónunnar við þá norsku eða ekki enda skiptir það þá engu máli. Það að við færum að taka upp norsku krónuna í stað þeirrar íslensku er hins vegar allt annað mál.

Þingmenn Frjálslynda flokksins hafa ekki útskýrt hvernig á að ákvarða gengið miðað við norsku krónuna og hvernig þeir hyggjast láta verja það gengi. Þessi hugmynd er því ekkert annað en lýsðkrum ætlað til að vekja athygli á sér.

Ef við förum á annað borð að fastsetja íslensku krónuna við eitthvern annnan gjaldmiðil að því gefnu að við teldum okkur hafa styrk til að verja það gengi, sem væri valið á þeirri mynd væri mun skynsamlegar að gera það við Evru enda er megnið af okkar utanríkisviðskiptum í þeim gjaldmiðli. Það gæti líka hugsast að fastsetja gengið við tiltekna myntkörfu, sem væri þá valin með utanríkisviðskipti okkar í huga.

Við núverandi aðstæður tel ég að við höfum ekki styrk til að verja neitt gengi og því út í hött að fara að tala um einhvers konar fastgengisstefnu. Mesta áhættan felst í því að þau lán, sem við höfum verið að taka fari í að verja það gengi þannig að við stæðum eftir með tóman gjaldeyrisvarasjóð og gríðarlegar skuldir.

Sigurður M Grétarsson, 28.11.2008 kl. 10:48

15 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þetta er spurning hvort við vinnum nokkurn tíma trúverðugleika hjá öðrum þjóðum. Íslenska krónan aldrei í mínu lífi. Virðingin felst í þjóðartekjum á mann og Eignir umfram skuldir þá auðlindir eru taldar með. Höfum það hugfast að skv. IMF er það eftir að skella á. Og spurnigin er hvort of lítið og hægt sé skorið niður. Þetta er eins og um fíkil sé að ræða.

Júlíus Björnsson, 28.11.2008 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 36
  • Sl. sólarhring: 60
  • Sl. viku: 1697
  • Frá upphafi: 2291587

Annað

  • Innlit í dag: 33
  • Innlit sl. viku: 1523
  • Gestir í dag: 30
  • IP-tölur í dag: 30

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband