Leita í fréttum mbl.is

Til hamingju með daginn.

Í dag eru 90 ár liðin frá því að Ísland varð frjálst og fullvalda ríki í konungssambandi við Danmörku. 

Mér finnst þessi dagur merkasti dagurinn í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Þá var fullveldi þjóðarinnar staðfest. Við réðum málum okkar en kusum að láta Dani sjá um ákveðin mál fyrir okkar hönd tímabundið sem var skynsamlegt á þeim tíma. Allt gekk það samstarf með ágætum.

Eins slæmt og það er að vera seldur undir aðra þjóð þá megum við Íslendingar þakka fyrir að Danir skyldu vera okkar nýlenduherrar því hætt er við að fáar aðrar þjóðir hefðu gefið okkur frelsi og fullveldi.

Við ættum að minnast þess í dag hvað íslenska þjóðin hefur þurft að glíma við á þeim árum sem liðin eru frá því að við fengum fullveldið.  Jafnframt að huga að því hvaða skyldur við berum við nútímann og komandi kynslóðir við að tryggja sjálfstæði, framfarir og mannsæmandi lífskjör í landinu.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jón, erum við komin 90 ár til baka?  Er ekki skynsamlegt að við látum aðra um að sjá tímabundið um ákveðin mál.  T.d. efnahagsmál.  Er sagan að segja okkur þetta?

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 11:22

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Til hamingju með daginn, allir Íslendingar!

Vel mælir þú hér, nafni, meðal annars í garð Dana, en ég vil að allir strengi þess heit að standa vörð um það fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar, sem hún endurheimti 1. janúar 1918. Sannarlega var það fullveldi, sem við nutum sem konungsríkið Ísland 1918–1940/44, heilla og óskiptara en sá rýri og skarði hlutur, sem málsvarar innlimunar í Evrópubandalagið boða okkur nú um stundir.

Íslandi allt. 

Jón Valur Jensson, 1.12.2008 kl. 11:44

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Hvernig skilgreinir þú eiginlega sjálfstæði Jón? Þú vilt tryggja sjálfstæði Íslands en vilt á sama tíma ganga í Evrópusambandið þar sem ljóst er að landinu yrði ekki lengur stjórnað af einstaklingum sem kosnir væru af íslenzkum kjósendum heldur erlendum embættismönnum yfirþjóðlegs skriffinskubákns sem enginn kýs.

Hjörtur J. Guðmundsson, 1.12.2008 kl. 11:58

4 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Vel mælt.    

Svo sorglegt sem það er núna þá höfum við aldrei verið eins nálægt því að glata því sem við höfum áorkað, einmitt á þessum tíma sem nú er að líða.   Vonandi höfum við skynsemi og þor til að komast út úr hyldýpinu sem þjóðin virðist vera í dag.    

Marinó Már Marinósson, 1.12.2008 kl. 13:41

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, nú þarf hann nafni minn að svara – og nú í dag ber öllum fullveldissinnum að svara!

Ein leiðin til þess er að mæta á fullveldisfagnaðinn í Salnum í Kópavogi kl. 5 í dag. Ræður góðar, Diddú syngur, Þórarinn Eldjárn les ljóð.

Minni svo á sjálfstæðisbraginn minn, sem ég var að birta á Vísis- og Moggabloggi. – Með heillaósk til allra, jafnvel þeirra sem kunna ekki að meta sitt sjálfstæði,

Jón Valur Jensson, 1.12.2008 kl. 13:47

6 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Er þessum þingmanni ekkert kalt í dag?

Flosi Kristjánsson, 1.12.2008 kl. 22:05

7 identicon

SJÁLFSTÆÐI ! Vissulega er það gott , en hversu lengi fáum við að halda því ? Vonandi berum við gæfu til að fara EKKI inn í Evrópusambandið, því þá munum við EKKI getað talað um SJÁLFSTÆÐI lengur. Megi blessaður Bauninn hafa þakklæti fyrir þolinmæði, velvilja og umburðarlyndi í okkar garð. Og Nafni minn Kóngur, Þó seint sé , Takk fyrir STJÓRNARSKRÁNA.

Kv. Nafni kóngsins, Kristján. 

Kristján Helgason (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 76
  • Sl. sólarhring: 86
  • Sl. viku: 2561
  • Frá upphafi: 2291544

Annað

  • Innlit í dag: 65
  • Innlit sl. viku: 2327
  • Gestir í dag: 54
  • IP-tölur í dag: 47

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband