Leita í fréttum mbl.is

Af hverju segir ríkisstjórnin ekki af sér?

Mér er óskiljanlegt af hverju ríkisstjórnin segir ekki af sér. Hún hefur verið lífvana undanfarna daga.

Það var efnahagshrun í byrjun október fyrir tæpum 4 mánuðum. Sömdu þau Ingibjörg og Geir ekki þá um það hvert skyldi stefna og hvað þyrfti að gera. Lá ekki ljóst fyrir að það væri ærinn vandi framundan sem taka þyrfti á?

Mér sýnast þau Geir og Ingibjörg vanhæf til að vera leiðtogar í ríkisstjórn fyrst það þarf að fara semja núna um það sem hefði átt að gera fyrir 4 mánuðum síðan.

Ríkisstjórn sem veit ekki hvert á að halda eða hvað skal gera gerir borgurum sínum þann mesta greiða að hætta og fara frá.

Satt best að segja hélt ég að Geir mundi eftir ítrekaðar ögranir Samfylkingarinnar fara að loknum fundi miðstjórnar og þingflokks Sjálfstæðisflokksins út á Bessastaði og segja af sér fyrir sína hönd og ráðuneytis síns. Það var það sem hann átti að gera í stöðunni.


mbl.is Útilokum ekki breytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig datt þér í hug að valdagráðugfólk segði af sér?

Vilhjálmur (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 21:51

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Svarið þessari spurningu er ofureinföld

Afþví að sjálfstæðisflokkurinn er gjörspiltur valdaflokkur sem gerir allt til þess að ríkja. Það sést berlega á viðtölum við Geir H Harde að hann trúir því án þess að blikka augum að engin sé betri til að stjórna þessu landi en Sjálfstæðisflokkurinn þó svo að það er löngu sýnt og sannað að þetta auðvaldssvínabandalag er búin að klúðra öllu sem hægt er að klúðra.

Það sem ég skil ekki er að stjórnmálaflokkur sem ollið hefur heimsögulegu efnahagshruni sem á sér enga fyrirmynd skuli enn þá njóta fylgis fjórðungs íslendinga. Það er engu líkara en sumir einstaklingar kjósi þennan flokk sama hvað tautar og raular. sama þó hann hafi klúðrað öllu því sem er hægt að klúðra.

  • sjávarútvegurinn eru  á barmi gjaldþrots
  • Bankarnir nú þegar búnir að valda efnahagshruni
  • fjöldagjaldþrot og vosbúð framundan hjá mörgm landsmönnum.
  • Gríðarlegt atvinnuleysi vegna síendurtekna mistaka í efnahagsmálum eins og t.d tímasettning Kárahnúkavirkjunar sem olli hrikalegri þennslu á hagkerfinu.

Brynjar Jóhannsson, 25.1.2009 kl. 21:55

3 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Af því að þá er stór hætta á, að það verði stjórnarkreppa í landinu og landið stjórnlaust á meðan. Og svo er einnig mikil og sýnileg hætta á því að angurgapar eins og Steingrímur J. og  fleiri slíkir komist til valda. Hvoru tveggja myndi hafa skelfilegar afleiðingar og leiða til þjóðargjaldþrots.

Kveðja

Ólafur Jóhannsson, 26.1.2009 kl. 00:13

4 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Það er stjórnarkreppa í landinu og landið er stjórnlaust. Það er átakanlegt að horfa uppá Geir og Ingibjörgu engjast í "dauðatengjunum".

Þóra Guðmundsdóttir, 26.1.2009 kl. 00:55

5 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

"Af því að þá er stór hætta á, að það verði stjórnarkreppa í landinu og landið stjórnlaust á meðan. Og svo er einnig mikil og sýnileg hætta á því að angurgapar eins og Steingrímur J. og  fleiri slíkir komist til valda. Hvoru tveggja myndi hafa skelfilegar afleiðingar og leiða til þjóðargjaldþrots."

 

Vanhæfni Sjálfstæðisflokksins er algjör og er hann búin að sanna það með öllu að hann er orsök þessa hruns frá a-ö... Engum er verr treystandi að stjórrna þesssu landi eins og staðreyndir bæði sýna og sanna.  

Þvílíka og aðra eins afneitun hef ég nú aldrei á æfi minni heyrt.  Ástæða þess að við íslendingar erum nú á barmi gjadþrots er vegna þess að vanhæft fólk hefur stjórnað þessu landi (Sjálfstæðisflokkurinn) í allt og langan tíma og lifaði í afneitun á því sem að er í gangi.

Það mun allt breitast til batnaðar við að þessi ríkisstjórn fari í burtu, enda nýtur hún hvergi traust ... hvorki hérlendis né erlendis...


Brynjar Jóhannsson, 26.1.2009 kl. 02:24

6 Smámynd: Katrín Linda Óskarsdóttir

Sem betur fer segir ríkisstjórnin ekki af sér (vonandi), það er bara einfaldlega ekkert betra í boði!!!!!

Katrín Linda Óskarsdóttir, 26.1.2009 kl. 07:49

7 identicon

Dugmikið fólk hefur svarað hér ákaflegri einfaldri pólitískri spurningu í áfanga 103. Til viðbótar: Stjórnin breyttist í starfsstjórn sem hefur eingöngu stýrivald í daglegurm rekstri. Sundurtætt stjórnarandstaða hefur ekkert lagt til málana (aukinn veiði þorsks er engin lausn) og já... völd embættismanna myndi aukast. Er það þetta sem á að bæta á þjóðina. Kommon.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 09:16

8 Smámynd: hs

Sennilega því það er ekkert annað í boði en flokkar og fólk sem mun kollsteypa landinu enn frekar.

hs, 26.1.2009 kl. 09:17

9 identicon

Já, nú telur Geir alveg ásættanlegt að setja Davíð og hin steintröllin í Svörtuloftum af og allar tillögur Samfylkingar aðgengilegar nema missa bólstraða stólinn....hvað gerist þegar Davíð hrekst úr Seðlabankanum,- jú hann fer auðvitað í framboð til formanns sjallanna og viti menn...hann vinnur! Mesta hjarðeðli sem fyrirfinnst á Íslandi er hjá sjálftökuflokknum og þeir elska foringjann sinn, hann nefnilega hugsar fyrir þá.

Og þá má Guð fara hjálpa íslensku þjóðinni.

Halla (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 10:45

10 Smámynd: Vigfús Davíðsson

Halló hvað mældist fylgið hjá Frjálslyndum í síðustu könnun ? Farðu að líta í eigin barm .

Vigfús Davíðsson, 27.1.2009 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1069
  • Sl. sólarhring: 1275
  • Sl. viku: 6714
  • Frá upphafi: 2277352

Annað

  • Innlit í dag: 1003
  • Innlit sl. viku: 6241
  • Gestir í dag: 942
  • IP-tölur í dag: 915

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband