Leita í fréttum mbl.is

Vanhugsuð orð.

Forseti lýðveldisins hefur valdið ómældum skaða með ummælum þeim sem höfð eru eftir honum í fjármálatíðindum í Þýskalandi þar sem hann endurtekur orð Seðlabankastjórans eina, "við borgum ekki".  Það kemur til viðbótar við frásögn af deilum forsetahjónanna í boði fyrir blaðamann á Bessastöðum sem greint var frá fyrir nokkru.  Allt er þetta dapurlegt og til þess fallið að valda þjóðinni meiri erfiðleikum en ella þarf að vera.

Steingrímur Sigfússon sat í gær með uppsögn stjórnarformanna Nýja Glitnis og Nýja Kaupþings tveggja valinkunnra sómamanna sem töldu eðlilegt að segja af sér í framhaldi af því sem ráðherrar í höfðu tjáð sig um varðandi bankamálin.  Fjármálaráðherra hefur beðið þá um að sitja áfram. Samt sem áður þá sýnir þetta ákveðinn vandræðagang sem á ekki að vera í stjórnkerfinu við þessar aðstæður.

Ástandið og framtíðin eru nógu óræð og fyrirsjáanlega erfið. Það er vandmeðfarnara en áður að fara með opinber völd hvort heldur um ráðherra eða forseta er að ræða. Orð geta verið og eru dýr. Þess verður að krefjast að forustumenn þjóðarinnar og í stjórnmálum fjalli ekki um mál með þeim hætti að dragi enn úr virðingu þjóðarinnar og trausti á því vanmáttuga efnahagskerfi sem við búum við.

Á hverjum degi koma vondar fréttir úr fjármálalífi landsins. Straumur með hundrað milljarða halla, Baugur í greiðslustöðun. Bílaumboðið Hekla yfirtekið af Kaupþingi svo nefndar séu fréttir síðustu daga.  Bara það sýnir hvað ástandið er grafalvarlegt.

Við höfum ekki efni á orðagjálfri og ótímabærum og ruglingslegum yfirlýsingum.  Það þarf stefnumörkun og stjórnun ekki orðagjálfur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var ekkert sem kom fram í viðtali við forsetann að Íslendingar myndu ekki greiða reikningana.

Þetta var svona álíka fréttamennska og þú ert að stunda hér að ofan.

Grettir (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 09:06

2 identicon

"Forseti lýðveldisins hefur valdið ómældum skaða með ummælum þeim sem höfð eru eftir honum í fjármálatíðindum í Þýskalandi þar sem hann endurtekur orð Seðlabankastjórans eina, "við borgum ekki"."

Það hefur komið fram að orð hanns voru slitin úr samhengi. Hann sagði að honum fyndist óréttlátt að Íslendingar borguðu innistæður þjóðverja, en hann sagði ekki að Íslendingar ætluðu ekki að borga. Á þessu er mikill munur. Þetta ætti þér að vera ljóst, og ekki til að auka tiltrú manna á stjórnmálamönnum.

jkr (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 09:06

3 identicon

Davíð sagði; "Við borgum ekki..."  og þá varð allt vitlaust í samfélaginu.

ÓRG sagði; "Við borgum ekki..." og þá finnst öllum það vera í lagi og hárrétt hjá honum.

Hvað er að gerast hér í landinu?

Gunnar Ari Hákonarson (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 09:07

4 identicon

Ég er hiklaust sammála þér, Jón, forsetinn er að stórskaða okkar ímynd út á við. Óli fær hiklaust skömm í hattinn frá mér.

Jóhann Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 09:10

5 identicon

Það er ekki útilokað að þýski blaðamaðurinn hafi misskilið eitthvað hjá forsetanum. Hann er búinn að temja sér svo uppskafið og hástemmt málfar, að maður á oft í vandræðum með að skilja hvað hann er að fara, þótt hann tali íslensku. Mér finnst að hann ætti að  draga sig út úr sviðsljósinu, hann getur haldið áfram að hitta fína og ríka fólkið, þar nýtur hann sín vel, en draga úr viðtölum, þar sem hann talar eins og hann sé að tala f.h. stjórnvalda. Og ef hann og forsetafrúin þurfa að vera að kýta, ættu þau að gera það tvö ein "hér á Bessastöðum" eins og honum er svo tamt að segja. Ekki birta það í glanstímaritum.

Konni (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 09:17

6 identicon

Mér skilst að þú sért á leið af þingi. Það eru góð tíðindi og fleiri ættu að fylgja fordæmi þínu.

nonnih (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 10:37

7 identicon

Mikið er ég feginn að þú ert farinn úr Frjálslyndaflokknum. Þú er ekkert annað er lítil spíra úr Náhirð Davíðs Oddsonar

G Ævar Hilmarsson (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 10:37

8 identicon

Eftir að hafa hlustað á leiðréttinga á fréttinni í gærkvöld,heyrist mér að um oftúlkun sé að ræða,það er eitt að segja að maður ætli ekki að borga,og annað að segja að það sé óréttlátt að þurfa að borga,þannig virðist mér liggja í málinu.Annað mál er svo að hann átti ekki að tjá sig um þetta mál,það er hlutskipti forsætis og fjármálaráðherra,þeir bera ábyrgðina,en forsetinn enga.

Kveðja.

Sölvi Kjerúlf (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 10:44

9 identicon

Er ekki ráð að fara að taka merki Frjálslynda flokksins úr hausnum hér að ofan?

Annars á forseti eða skrifstofa forseta, að gefnu tilefni að krefjast þess að fá að lesa yfir viðtöl sem þetta áður en þau eru birt. Þetta er ósköp venjulegt að krefjast þegar um er að ræða einstök viðtöl stærri blaða við þjóðhöfðingja. Það myndi afstýra svona misfærslum, og þar með ekki gefa andstæðingum forseta þetta kefli í hendurnar eins og í þessum dálki.

Sjon (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 10:55

10 Smámynd: Jón Magnússon

Það er rétt að þetta er ekki nákvæmt haft eftir forsetanum. Hann íar þó að því eftir því sem ég get best skilið eftir að hafa hlustað á brot úr upptökunni.

Jón Magnússon, 11.2.2009 kl. 12:05

11 Smámynd: Jón Magnússon

Sjon að sjálfsögðu bregst ég hratt og vel við þessari ábendingu.

Jón Magnússon, 11.2.2009 kl. 12:06

12 identicon

Forsetinn okkar er mjög vel máli farinn maður hvort sem hann talar á sínu móðurmáli eða ensku.

Ég trúi honum mikið betur heldur en þessum blaðasnápi á þessu þýska blaði. Ólafur kann sig alveg og hefði aldrei farið að segja svona.

En mér finnst það ábyrgðarhluti hjá honum og embættinu að vera að hafa viðtöl við svona blöð án þess að krefjast þess fyrirfram að þau verði lesin yfir áður en þau byrtast.

Óvandaðir blðamenn geta slegið sér uppá því að missegja eða slíta úr sambandi og birta það síðan sem skoðanir eða orð forseta okkar eða annarra aðila sem vigta stórt í samfélögum þjóðana.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 12:09

13 identicon

Embættið er tímaskekkja og nýtist ekki neinum nema útrásarafglöpum og snobb og þotuliði, og hefur ekkert með þjóðina eða þjóðarsálina að gera.

Ólafur Ragnar hefur sýnt og sannað fáránleika þess og vonandi slegið það af, þó ekki væri bara bruðls og kostnaðarins vegna.

Þjóðin hefur örugglega eitthvað betra við peningana að gera eins og fyrir þá sem fara verst út úr hörmungunum sem hann var stæðsti og háværasti lúðurinn í að dásama.

Pólitíska hefnigirni getur hann stundað á sinn kostnað.  Takk.

joð (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 13:32

14 identicon

Jón.  Veftímaritið er ég ekki viss um að þyki óvandað.

Ólafur Ragnar hefur næga reynslu að svara ekki svona spurningum og hefði auðveldlega getað sagt að málefni eins og þessi eru ekki á hans könnu og skýrt eðli embættisins.

Hann hefði að auki getað komið blaðamanninum í samband við þá sem hefðu getað svarað fyrir þessi mál.

Hann var kostulegur í Reykássnúningnum þegar hann var að reyna að skýra út að stundum getur það verkað öfugt að svara ekki...?????

Yhee...right.

Síðan hvenær hefur hann hafnað góðu tækifæri að tala vel og lengi?(-:

joð (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 13:41

15 identicon

Jón Magnússon, það hafa margir valdið Íslandi og orðspori okkar skaða,eigum við eitthvað að fara persónugera það ?

ag (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 13:51

16 identicon

Getur ekki verið að þetta sé bara slúðursaga um forsetann?  Kannski brenglað og ýkt, óviljandi eða viljandi?  Ætlum við af falla fyrir kjaftasögum?  Vakir það fyrir forsetanum að eyðileggja málstað okkar?  Ólíklegt. 

EE elle

EE (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 13:55

17 Smámynd: H G

Heldur Jón að hann fái atkvæði útá "Þórðar"-glaðar fullyrðingar um hjón-vanda á Bessastöðum og upphitaðan misskilning úr erlendu blaði ? Engin eigin mál til að fara með á þing? Hann getur hætt.

H G, 11.2.2009 kl. 14:52

18 identicon

Hverju skyldi nú valda að enginn fjölmiðill hefur gert könnun á fylgi forsetans meðal þjóðarinnar eins og td. Seðlabankastjóra og fleirum?

Sagði einhver að þeir eru allir í eigu útrásargalgopanna?

Jón fer örugglega alla leið ef hann tekur til á Bessastöðum.  Eitt er klárt að það er lítil hætta á að meginn þorri almennings er jafn ánægður með störf forsetans og Jón Ásgeir og félagar.

Vonandi þorir Jón í þetta þarfa verk.

joð (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 15:16

19 identicon

Vanhugsuð orð´´ertu að skrifa um sjálfan þig Jón.?Hvenær ætlar þú að tilkynna um inngöngu þína í Sjálfstæðisflokkinn.?

Númi (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 18:22

20 identicon

Dabbi & Óli góðir saman.„„knold og Tot „

Hörður Halldórsson (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 20:42

21 identicon

Ekki veit ég kæri Jón hvert þú ert að fara í politíkinni þinni .  Fyrir mér ert þú villuráfandi sauður sem vonandi ratar í gömlu Íhaldshjörðina aftur..  En Þú skalt vara þig á að rægja forseta voran, því það hefur þú ekki efni á.  Svo haltu bara áfram að leit að þinni hjörð, og láttu það duga í náinni framtíð. " Leitið og þér munið finna."

J.þ.A (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 21:00

22 Smámynd: Ágúst Marinósson

Væri nær að hafa áhyggjur af því hvernig seðlabankafarsinn fer með orðspor okkar.  Hefur komið rækilega fram í fréttum að forsetinn leiðréttir þennan miskilning.  Forsetinn á auðvitað ekki að vera tjá sig svona um þessa hluti en það eru vissulega aðrir sem hafa skaðað orðspor okkar um víða veröld og ekki hægt að bæta fyrir það.

Ágúst Marinósson, 11.2.2009 kl. 21:01

23 identicon

Ágúst.  Eru þeir ekki líka að taka afleiðingum þess með að taka poka sína?

joð (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 78
  • Sl. sólarhring: 83
  • Sl. viku: 2563
  • Frá upphafi: 2291546

Annað

  • Innlit í dag: 67
  • Innlit sl. viku: 2329
  • Gestir í dag: 55
  • IP-tölur í dag: 48

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband